Frumsýning á nýrri útgáfu af Lífið er yndislegt Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á glænýrri útgáfu af Lífið er yndislegt þar sem tónlistarfólkið Klara Elias og Hreimur syngja órafmagnaða útgáfu af þessu sögulega Þjóðhátíðarlagi. Tónlist 7. júlí 2022 11:31
Bubbi Morthens með nýtt lag Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens gaf út nýtt lag í dag sem heitir „Sunnudagur (með laugardagskvöld í fanginu). Hann segir lagið gefa til kynna það sem sé væntanlegt á næstu mánuðum. Lífið 7. júlí 2022 10:30
„Fullnægjandi að segja satt“ Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn María Elísabet Bragadóttir er að senda frá sér nýja bók í dag. Bókin ber nafnið Sápufuglinn og verður útgáfunni fagnað í Mengi í dag klukkan 17:00 ásamt Brynju Hjálmsdóttur, sem er að gefa út leikverkið Ókyrrð. Blaðamaður tók púlsinn á Maríu Elísabetu og fékk nánari innsýn í hennar skapandi hugarheim. Menning 7. júlí 2022 10:01
Frumsýna nýja útgáfu á sögulegu Þjóðhátíðarlagi á Vísi á morgun Klara Elias og Hreimur frumsýna nýja og órafmagnaða útgáfu af Lífið er yndislegt hér á Lífinu á Vísi á morgun klukkan 11:30. Hreimur gerði lagið sögulegt á sínum tíma en Lífið er yndislegt er eitt þekktasta Þjóðhátíðarlag allra tíma. Tónlist 6. júlí 2022 20:00
„Meira er meira“ Hljómsveitin Ultraflex var að senda frá sér glænýtt lag og tónlistarmyndband. Lagið ber nafnið Mi Vuoi og fá þær hér tónlistarkonuna Kuntessa til liðs við sig. Tónlist 6. júlí 2022 12:31
„Þá var ekkert annað í stöðunni en að finna sér einhvern tilgang í lífinu“ Rithöfundurinn Rebekka Sif Stefánsdóttir hefur starfað sem söngkona og söngkennari frá því að hún var tvítug. Í ár er hún að gefa út hvorki meira né minna en tvær skáldsögur með þriggja mánaða millibili. Hún fann sinn tilgang í skrifunum þegar Covid faraldurinn skall á. Lífið 6. júlí 2022 11:01
Pure: Á flótta undan klúrum hugsunum Ríkissjónvarpið lauk nýlega sýningum á gamanþáttaröðinni Pure frá Channel 4, sem hægt er að streyma til 28. júlí. Hún fjallar um unga skoska konu, Marnie, sem á yfirborðinu virðist með öllu eðlileg. Hins vegar krauma ýmsar óþægilegar hugsanir undir yfirborðinu; hún getur alls ekki hætt að sjá fyrir sér fólk að gera kynferðislega hluti. Gagnrýni 6. júlí 2022 09:20
Garden Party: Mezzoforte, búbblur og Bríet Þann 13. ágúst fer fjölskylduhátíðin Garden partý fram í Laugardalnum en hátíðin er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík. Tónlistarmennirnir Bríet, Frikki Dór, Birnir, Reykjavíkurdætur, Hipsumhaps og Mezzoforte munu koma fram og skemmta lýðnum. Lífið 6. júlí 2022 09:10
Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino. Erlent 6. júlí 2022 08:53
Carlos Santana hneig niður á tónleikum Gítargoðsögnin Carlos Santana hneig niður á tónleikum sínum í Detroit í gær. Að sögn umboðsmanns hans er líðan hans góð núna. Lífið 6. júlí 2022 08:37
„Mjög gaman og mikill heiður að hátíðin vilji nota lagið okkar“ Hljómsveitin Poppvélin gaf út lagið „Bærinn minn“ í dag og er það lag hátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar í ár. Lagið spilar inn nostalgíuna og hjálpar hlustandanum að rifja upp góðar minningar frá æskuslóðunum. Lífið 5. júlí 2022 22:01
Jakkafataklæddir ungherrar til friðs á Íslandi Nýjasta teiknimyndin um skósveinana nýtur nú óvæntra vinsælda meðal eldri hópa, þökk sé óvenjulegum færslum á samfélagsmiðlum. Ekki hefur þótt ástæða til að banna hópana í kvikmyndahúsum hér á landi eins og sums staðar í heiminum. Lífið 5. júlí 2022 20:01
Væntanlegt í bíó: Af hundum, köttum, ljónum og Baltasari Nú er genginn í garð sá árstími sem Hollywood gefur út sínar dýrustu myndir og væntir aðsóknar í takt við reikninginn. Nú þegar hafa nýjar Top Gun og Jurassic World myndir litið dagsins ljós og á morgun bætist Thor: Love and Thunder í hópinn. Það er svo í ágúst sem fullorðnir fá loks eitthvað fyrir sinn snúð þegar myndir á við Bullet Train, Beast og Nope koma út. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2022 14:30
Margrét ráðin aðstoðardagskrárstjóri RÚV Margrét Jónasdóttir hefur verið ráðin aðstoðardagskrárstjóri RÚV. Hún mun hafa faglega umsjón með innkaupum og framleiðslu á heimildaefni. Jafnframt mun hún leiða, í samstarfi við dagskrárstjóra,hugmyndavinnu, þróun, framleiðslu, kaup, stefnumótun, gæðamat og gæðeftirlit með öllu heimildaefni fyrir sjónvarp. Viðskipti innlent 5. júlí 2022 12:55
Háskólanám Kvikmyndaskólans í sjónmáli Væntingar Kvikmyndaskóla Íslands standa til þess að úttektarferli fyrir BA námsbraut skólans, í samstarfi við Háskóla Íslands, ljúki í september á þessu ári. BA námsbraut í Kvikmyndaskólanum gæti því orðið að veruleika í haust. Innlent 5. júlí 2022 11:44
Klara í The Kardashians Söngkonan Klara Elias hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum að undanförnu. Ásamt því að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár og koma fram víða í sumar má heyra rödd Klöru syngja í nýjustu Kardashian raunveruleikaþáttunum. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á Klöru og forvitnast um samstarfið við eina frægustu fjölskyldu í heimi. Tónlist 5. júlí 2022 11:00
Emil í Kattholti er mættur á Spotify Aðdáendur Emils í Kattholti geta glaðst yfir þeim fregnum að tónlistin úr söngleiknum er komin á streymisveitur. Tónlistin er gefin út í samstarfi Borgarleikhússins og Öldu Music. Sýningin var valin barnasýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni og á Sögum, verðlaunahátíð barnanna. Lífið 4. júlí 2022 15:01
Telja að málverk á hollenska þinginu sé ránsfengur nasista Menningarminjastofnun Hollands hefur lagt hald á málverk sem hangið hefur á veggjum hollenska þinghússins í yfir tuttugu ár. Talið er að nastistar hafi stolið málverkinu á tímum seinna stríðs. Erlent 4. júlí 2022 13:26
Hvetja áheyrendur til að snúa bökum saman og dansa dátt Hljómsveitin Hatari sendi frá sér nýtt lag síðastliðinn föstudag. Lagið ber titilinn Dansið eða deyið en áheyrendur eru þar úthrópaðir sem gengilbeinur ræningja en um leið hvattir til að snúa bökum saman og dansa dátt. Tónlist 4. júlí 2022 12:31
Lifa stjörnulífinu í Reykjavík og kaupa nóg af skarti! Yung Nigo Drippin snýr aftur í góðra vina hópi með laginu Ring Ring en með honum eru rappararnir ISSI, Gísli Pálmi og Siffi. Albumm 3. júlí 2022 22:41
„Daginn eftir fundust lyklarnir í sokki“ Íslenska óhljóðapönkhljómsveitin Korter í flog var að spila á tónlistarhátíðinni Hróarskeldu í vikunni og þó að framkoman hafi gengið eins og í sögu lenti hljómsveitin í ansi skrautlegum ævintýrum þegar þeir voru að koma sér á leiðarenda. Lífið 3. júlí 2022 11:00
Hollywood fréttir: Hata allir Chris Pratt? Sjónvarpsframleiðandinn Amy Berg velti því upp á Twitter árið 2020 hver væri óvinsælasti leikarinn með fornafnið Chris: Hemsworth, Evans, Pine eða Pratt. Pratt var þar níddur af miklum meirihluta svarenda. Síðan þá hefur hann þurft að þola að vera sagður óvinsælasti leikarinn með nafnið Chris í Hollywood. Bíó og sjónvarp 3. júlí 2022 10:14
Hafa byggt upp stærsta æðarvarp landsins í 22 ár Fuglaþorpið Sævarendi er í Loðmundarfirði en þar er sennilega stærsta æðarvarp á Íslandi, með um sexþúsund hreiður og tólfþúsund fugla. Hjónin Ólafur Aðalsteinsson og Jóhanna Óladóttir eru æðarbændur af lífi og sál og hafa byggt upp æðarvarpið í Sævarenda í 22 ár. Ljósmyndarinn Rax heimsótti hjónin og tók myndir af æðarvarpinu og íbúum þess. Menning 3. júlí 2022 07:29
Fann örlagaríkan gítar 45 árum síðar: „Ég brast í grát“ Meðlimur hljómsveitarinnar Guess Who hefur loks fengið uppáhalds gítarinn sinn aftur í hendurnar, 45 árum eftir að honum var stolið. Aðdáandi hljómsveitarinnar rakst á gítarinn í Tokyo borg og kom honum til skila. Lífið 3. júlí 2022 00:01
Klara í fyrsta sæti íslenska listans Söngkonan Klara Elias situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt. Lagið kom út 7. júní síðastliðinn og hefur óðfluga hækkað sig upp listann að undanförnu. Tónlist 2. júlí 2022 18:01
Joe Turkel er látinn Bandaríski leikarinn Joe Turkel er látinn 94 ára að aldri. Turkel er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum The Shining og Blade Runner. Lífið 2. júlí 2022 16:58
Tónlist fyrir ókannaðar íslenskar eyðimerkur Fyrsta plata Ari Árelíusar kemur út 22.júlí næstkomandi en lagið Melrakki om út 1.júlí og var myndband við lagið frumsýnt um leið. Albumm 2. júlí 2022 14:30
Finnst ekkert skemmtilegra en fáránlegar keppnir og áskoranir Glódís Guðgeirsdóttir er 28 ára gamall lífskúnstner, jarðfræðingur, fimleikastelpa, móðir, vinkona og ýmislegt annað og lýsir sjálfri sér sem ofsalegri stemningskonu. Hún elskar góðan kaffibolla og kvöldsund og passar sig að fara reglulega út fyrir þægindarammann. Glódís er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Lífið 2. júlí 2022 11:31
Adele sneri aftur eftir fimm ára hlé Söngkonan Adele söng í fyrsta sinn fyrir framan áhorfendur í fimm ár í gær. 65 þúsund manns hlustuðu á hana syngja í Hyde Park í London. Lífið 2. júlí 2022 09:52
Vann eftirsótt verðlaun með frumraun sinni Lilja Cardew vann kápuverðlaun bókaútgefandans Penguin á dögunum fyrir hennar hugmynd af kápu bókarinnar Diary of a Young Naturalist. Þetta var í fyrsta sinn sem Lilja teiknaði bókakápu en 1.500 manns tóku þátt í keppninni. Lífið 1. júlí 2022 23:22