Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Tón­listar­mynd­bandið sé stutt teikni­mynd

Síðastliðinn föstudag kom út lagið Sunrise með Kristberg Gunnarssyni. Tónlistarmyndband kvikað af Birni Heimi Önundarsyni fylgdi með, en að baki myndbandinu lá gríðarleg vinna því að hver og einn rammi myndbandsins var handteiknaður á blað.

Tónlist
Fréttamynd

Kim mætti ó­vænt í hlustunar­­partý Kanye

Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian mætti óvænt í hlustunarpartý fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West, vegna plötunnar Donda sem átti að koma út í dag. Ekkert bólar þó á plötunni.

Lífið
Fréttamynd

Witcher-leikarar komnir til landsins

Tökur fyrir nýja þáttaröð í söguheimi Witcher fara fram á Íslandi um þessar mundir. Þættirnir, sem eru á vegum Netflix, kallast Witcher: Blood Origin og gerast hundruðum ára á undan bókunum eftir Andrzej Sapkowski, tölvuleikjunum og þáttunum vinsælu sem þegar hafa litið dagsins ljós.

Lífið
Fréttamynd

Bassi Mara­j gefur út lag Hin­segin daga 2021

Raunveruleikaþáttastjarnan og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj gaf út lagið PRIDE í dag og er um að ræða lag Hinsegin daga í ár. Hinsegin dagar fara fram dagana 3.-8. ágúst og standa fyrir hinni vinsælu Gleðigöngu.

Tónlist
Fréttamynd

Reynir Pétur munnhörpuleikari með meiru

Munnharpa og munnhörpulög eiga allan hug Reynis Péturs Ingvarssonar á Sólheimum í Grímsnesi, en hann spilar bæði frumsamin lög og lög eftir aðra. Þá spilar hann stundum fyrir gesti á Sólheimum.

Innlent
Fréttamynd

Vinir Tomma Tomm léttir í lundu í nýjum lundi

Samstarfsfélagar og vinir Tomma Tomm fyrrverandi bassaleikara Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita minntust hans í dag með vígslu Tómasarlundar í Húsdýragarðinum. Lundurinn á að boða gleði eins og lund Tomma hafi alla tíð gert.

Innlent
Fréttamynd

Prins Póló og Berglind búin að selja Karls­staði

Hjónin Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló, og Berglind Häsler hafa gengið frá sölu á jörð sinni, Karlsstöðum í Berufirði. Þar hafa hjónin rekið gistiheimili og veitingastað þar sem mikið hefur verið um tónleikahald. Þau munu þó taka vörumerkið Havarí með sér, sem áfram mun standa fyrir taumlausa gleði og listgjörninga.

Lífið
Fréttamynd

Hélt að Reycup væri að grínast með að bóka hann

Emmsjé Gauti er að spila á Reycup í dag og á laugardaginn, að öllu óbreyttu. Það hefur vakið lukku á Twitter, þar sem flestum er enn í fersku minni pilla sem rapparinn sendi gestum hátíðarinnar í fyrra, eftir að smit greindist í hópnum.

Tónlist
Fréttamynd

Bríet blæs til útgáfutónleika í Eldborg

Söngkonan Bríet Ísis Elfar blæs til útgáfutónleika í haust vegna plötu sinnar Kveðja, Bríet. Öllu verður tjaldað til á tónleikunum sem fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 11. september.

Tónlist
Fréttamynd

Carri­e Brads­haw og vin­konur sam­einaðar á ný

Þessa dagana standa yfir tökur á þáttunum And Just Like That...! sem eru framhald af hinum geysivinsælu þáttum Sex and the City. Sautján ár eru síðan þættirnir hættu í sýningu og ellefu ár eru síðan seinni Sex and the City kvikmyndin kom út og því ríkir mikil eftirvænting eftir nýju þáttunum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Allsendis óvíst hvernig Íslendingar taka Glerársandi

Íslenskir áhorfendur eru líklegir til að klóra sér í kollinum sem aldrei fyrr yfir skáldaða og margsamsetta bænum Glerársandi, sem er sögusvið einnar metnaðarfyllstu sjónvarpsseríu síðari tíma hér á landi. Leikstjórinn segir að serían verði „ógeðslega spennandi.“

Lífið
Fréttamynd

Teiknari Múhameðs­myndanna er látinn

Danski skopmyndateiknarinn Kurt Westergaard, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa teiknað skopmyndaseríu af Múhameð spámanni og vekja þannig mikla reiði hjá fjölda múslima víða um heim, er látinn. Hann var 86 ára.

Erlent
Fréttamynd

Tón­list bönnuð á My­konos vegna Co­vid

Yfirvöld í Grikklandi tilkynntu í dag nýjar takmarkanir vagna kórónuveirufaraldursins. Takmarkanirnar eiga við grísku ferðamannaeyjuna Mykonos en þær fela í sér meðal annars bann við tónlist á veitingastöðum og krám.

Erlent
Fréttamynd

„Ég sé enga leið út úr þessu“

Magnús Kjartansson er risi í íslenskri tónlistarsögu; rokkstjarna og bakhjarl ýmissa merkra tónlistarverkefna í senn. Magnús fagnaði sjötugsafmæli sínu í mánuðinum og hver hefði nú trúað því? Hann er enn að. Á fullu.

Tónlist
Fréttamynd

Dýrið hlaut verð­laun í Cannes

Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

Lífið
Fréttamynd

Færa ís­lenska laga­lista í bíla­leigu­bíla

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) hefur ráðist í viðamikið verkefni í samstarfi við tónlistarmanninn Svavar Knút og íslenskar bílaleigur til að kynna erlenda ferðamenn hér á landi fyrir íslenskri tónlist.

Tónlist