NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Houston burstaði Miami

Átta leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en nú er smátt og smátt að færast meiri alvara í æfingaleikina þar sem deildarkeppnin byrjar eftir helgina. Houston Rockets burstaði meistara Miami Heat á útivelli í sjónvarpsleiknum á NBA TV.

Körfubolti
Fréttamynd

Miami - Houston í beinni

Það verður sannkallaður toppleikur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni í kvöld en annað kvöldið í röð eru það meistarar Miami sem verða í eldlínunni og að þessu sinni tekur liðið á móti Houston Rockets. Leikurinn hefst klukkan 12 á miðnætti og er hér um að ræða æfingaleik. Deildarkeppnin hefst svo á fullu um mánaðamótin þar sem tveir leikir verða sýndir beint á hverju kvöldi fyrstu vikuna af tímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaq kemur lögreglu til aðstoðar

Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami Heat er í síauknum mæli farinn að starfa sem lögreglumaður, en í fréttir frá Bandaríkjunum í gær herma að hann hafi verið til aðstoðar í misheppnaðri innrás í hús í Virginíufylki í síðasta mánuði.

Körfubolti
Fréttamynd

San Antonio spáð sigri á næsta ári

Það er hefði í NBA deildinni fyrir upphaf deildarkeppninnar að framkvæmdastjórar félaganna geri spá fyrir komandi leiktíð líkt og gerist hér á Íslandi. Meirihluti þessara manna spáir því að lið San Antonio muni standa uppi sem sigurvegari næsta sumar og hallast þeir að því að LeBron James verði kjörinn verðmætasti leikmaðurinn á tímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Níu æfingaleikir fóru fram liðna nótt

Meistarar Miami Heat lögðu Orlando Magic 92-82 í æfingaleik í NBA deildinni í nótt, en leikurinn var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og var hin besta skemmtun. Antoine Walker skoraði 16 stig og hirti 10 fráköst fyrir Miami en Hedo Turkoglu skoraði 18 stig fyrir Orlando.

Körfubolti
Fréttamynd

Orlando - Miami í beinni

Níu leikir eru á dagskrá á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt og verður leikur Flóridaliðanna Orlando Magic og Miami Heat sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á besta tíma í kvöld eða klukkan 23.

Körfubolti
Fréttamynd

Vandræði hjá Sacramento

Lið Sacramento Kings virðist ekki ætla að byrja leiktíðina glæsilega í NBA, en nú þegar nákvæmlega vika er í að deildarkeppnin hefjist hefur liðið orðið fyrir tveimur áföllum en góðu fréttirnar eru kannski þær að hvorugt atvikið tengist vandræðagemlingnum Ron Artest.

Körfubolti
Fréttamynd

Þrír leikir fóru fram í nótt

Þrír leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en deildarkeppnin hefst eftir nákvæmlega viku. Leikur grannaliðanna Orlando og Miami verður sýndur beint á NBA TV klukkan 23:00 í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Beinar útsendingar um helgina

NBA TV sjónvarpsstöðin heldur áfram beinum útsendingum frá undirbúningstímabilinu í NBA um helgina, en nú er farið að styttast verulega í að deildarkeppnin sjálf hefjist. Á laugardagskvöldið verður leikur Dallas og Washington í beinni útsendingu klukkan hálf eitt og á sama tíma á sunnudagskvöldið eigast við Texas-liðin Houston og San Antonio.

Körfubolti
Fréttamynd

Boris Diaw semur við Phoenix

Franski framherjinn Boris Diaw hefur samþykkt að skrifa undir fimm ára framlengingu á samningi sínum við NBA lið Phoenix Suns og sagt er að samningurinn færi honum um 45 milljónir dollara í aðra hönd.

Körfubolti
Fréttamynd

Josh Howard framlengir við Dalls

Framherjinn Josh Howard hefur undirritað nýjan fjögurra ára samning við Dallas Mavericks í NBA deildinni og er því samningsbundinn liðinu út keppnistímabilið 2010-11. Howard fær um 40 milljónir dollara fyrir nýja samninginn, sem tekur ekki gildi fyrrr en eftir tímabilið sem hefst um mánaðamótin.

Körfubolti
Fréttamynd

Clippers vann grannaslaginn

Los Angeles Clippers lagði granna sína í LA Lakers í leik liðanna á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni, en alls fóru fram átta leikir í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers - Clippers í beinni í nótt

Undirbúningstímabilið í NBA deildinni heldur áfram í kvöld og þá verða átta leikir á dagskrá. Grannaslagur Los Angeles Lakers og Los Angeles Clippers verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsrásinni á Digital Ísland og hefst hann klukkan tvö í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Fimm leikir í nótt

Fimm æfingaleikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA liðna nótt. New Jersey er enn án sigurs eftir fjóra leiki, en Toronto hefur unnið alla fjóra leiki sína á undirbúningstímabilinu. Grannaslagur LA Lakers og LA Clippers verður sýndur beint á NBA TV í nótt klukkan hálf tvö.

Körfubolti
Fréttamynd

Mikil óánægja með nýja boltann

Mikil óánægja er meðal leikmanna í NBA deildinni með nýja keppnisboltann sem notaður verður í vetur, en þetta er bolti úr gerviefni sem koma á í stað leðurboltans sem notaður hefur verið í 35 ár. Raunar eru það aðeins dýraverndunarsinnar sem eru ánægðir með boltann.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland malaði Maccabi

Cleveland Cavaliers var ekki í vandræðum með ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv í æfingaleik liðanna í Ohio í gærkvöldi og vann auðveldan sigur 93-67. Drew Gooden skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst, Donyell Marshall skoraði 19 stig og hirti 8 fráköst og LeBron James skoraði 13 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 8 fráköst í liði Cleveland.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland - Maccabi Tel Aviv í beinni

Sjónvarpsleikurinn á NBA TV í kvöld verður mjög áhugaverður því þar etja kappi LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers og ísraelska Evrópustórveldið Maccabi Tel Aviv. Leikurinn hefst klukkan 23 og er sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland.

Sport
Fréttamynd

Fjórir leikir í nótt

Fjórir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Detroit lagði Utah 90-85 í sjónvarpsleiknum á NBA TV sem sýndur var beint í gærkvöldi. Ronald Murray skoraði 19 stig fyrir Detroit, en hann gekk í raðir liðsins frá Cleveland í sumar. Ronnie Brewer og Carlos Boozer skoruðu 15 stig hvor fyrir gestina.

Körfubolti
Fréttamynd

Detroit - Utah í beinni

Sjónvarpsstöðin NBA TV heldur áfram beinum útsendingum frá undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en leikur kvöldsins verður viðureign Detroit Pistons og Utah Jazz og hefst leikurinn strax klukkan 23:30 að þessu sinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix lagði LA Lakers

Þrír leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni liðna nótt. LA Lakers tapaði fyrsta leik sínum til þessa þegar liðið lá fyrir Phoenix Suns í Las Vegas. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland.

Körfubolti
Fréttamynd

LA Lakers - Phoenix í beinni

Viðureign LA Lakers og Phoenix Suns á undirbúningstímabilinu í NBA verður sýnd í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland í kvöld. Leikurinn fer fram í Las Vegas og hefst klukkan hálf tvö eftir miðnætti.

Körfubolti
Fréttamynd

Baulað á Jackson í Indiana

Átta æfingaleikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA liðna nótt. Áhorfendur í Indiana bauluðu á vandræðagemlinginn Stephen Jackson þegar hann kom inn sem varamaður í tapleik gegn Utah Jazz.

Körfubolti
Fréttamynd

Sex leikir í nótt

Sex leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Leikur Houston og Atlanta var í beinni útsendingu á NBA TV.

Körfubolti
Fréttamynd

Houston - Atlanta í beinni

NBA TV sjónvarpsstöðin á Digital Ísland heldur áfram beinum útsendingum frá undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en klukkan 0:30 verður á dagskrá leikur Houston Rockets og Atlanta Hawks.

Körfubolti
Fréttamynd

Avery Johnson framlengir við Dallas

Avery Johnson skrifaði í gær undir nýjan fimm ára samning við NBA lið Dallas Mavericks og mun því stýra liðinu til ársins 2011. Johnson kom Dallas alla leið í úrslitin á sínu fyrsta heila ári við stjórnvölinn á síðustu leiktíð og er sagður muni fá um 20 milljónir dollara fyrir samninginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Sacramento burstaði Dallas

Tveir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Sacramento burstaði Dallas á útivelli 111-90 í leik sem sýndur var beint á NBA TV og LA Lakers vann annan leik sinn í röð þegar liðið skellti Seattle 104-101.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas - Sacramento í beinni

Tveir leikir fara fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt og verður leikur Dallas Mavericks og Sacramento Kings sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland klukkan hálf eitt eftir miðnætti.

Körfubolti
Fréttamynd

Sex æfingaleikir í nótt

Sex æfingaleikir voru á dagskrá á undirbúningstímabilinu í NBA liðna nótt. Ben Wallace stimplaði sig vel inn í lið Chicago Bulls sem vann nauman sigur á Washington Wizards.

Körfubolti
Fréttamynd

Rasheed Wallace eignar sér reglubreytingar

Reglur í NBA deildinni hafa nú verið hertar til muna og dómurum verið gert að grípa mun fyrr til þess að gefa leikmönnum tæknivillur fyrir mótmæli. Rasheed Wallace segir að þessar breyttu áherslur séu bein árás á sig og kallar hinar nýju reglubreytingar "aðeins enn eina Wallace-regluna"

Körfubolti
Fréttamynd

Chicago - Washington í beinni

Leikur kvöldsins á NBA TV frá undirbúningstímabilinu er viðureign Chicago Bulls og Washington Wizards. Þarna gefst áhorfendum tækifæri til að sjá Big Ben Wallace í eldlínunni með Chicago í fyrsta sinn síðan hann gekk í raðir liðsins frá Detroit í sumar. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt í nótt.

Körfubolti