NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Phoenix 0 - San Antonio 3

Lið San Antonio sýndi í fyrstu tveimur leikjunum gegn Phoenix að þeir geta líka skorað mikið af stigum. Í gærkvöldi sýndu þeir hinsvegar sitt rétta andlit í varnarleiknum og með hjálp frá trylltum áhorfendum sínum í SBC Center, unnu þeir sannfærandi 102-92 sigur og eru nánast búnir að gera út um einvígið.

Sport
Fréttamynd

Miami 1 - Detroit 1

Shaquille O´Neal hringdi í Dwayne Wade um miðja nótt og sagði honum að hengja ekki haus yfir slökum fyrsta leik sínum gegn Detroit. Hvort það var ræða stóra mannsins eða eitthvað annað er ekki gott að segja, en Wade skoraði 40 stig og leiddi Miami til sigurs á Detroit í nótt 92-86.

Sport
Fréttamynd

Phoenix 0 - San Antonio 2

Reynsla San Antonio Spurs er of mikil til að liðið kippi sér upp við að lenda undir á útivelli í úrslitakeppninni og í gærkvöldi sýndu leikmenn liðsins svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir með góðum leik í fjórða leikhlutanum. Spurs unnu nauman 111-108 sigur á Phoenix í nótt, eru komnir í 2-0 gegn Suns og eiga næstu tvo leiki á heimavelli.

Sport
Fréttamynd

Suns-Spurs í beinni á Sýn í nótt

Körfuboltaveislan heldur áfram á sjónvarpsstöðinni Sýn í nótt, þegar annar leikur Phoenix Suns og San Antonio Spurs í úrslitum vesturdeildar verður í beinni útsendingu <strong>klukkan eitt</strong> eftir miðnætti. Fyrsti leikur liðanna var frábær skemmtun og mikið var skorað, svo áhorfendur Sýnar eiga gott kvöld í vændum.

Sport
Fréttamynd

Miami 0 - Detroit 1

Meistarar Detroit Pistons hafa stundum orð á því að lið þeirra hafi ekki fengið þá virðingu áhorfenda og fjölmiðlamanna sem meistaraliði sæmir. Þeir njóta hinsvegar virðingar mótherja sinna á vellinum, ekki síst eftir leiki eins og gær þegar þeir lögðu Miami 90-81 í fyrsta leik liðanna í úrslitum austurdeildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Phoenix 0 - San Antonio 1

Phoenix Suns eru með öflugasta sóknarliðið í NBA deildinni, en San Antonio Spurs sýndu styrk sinn í fyrsta leik liðanna í gærkvöldi og sigruðu Suns, 121-114 á þeirra eigin heimavelli með því að sýna hvers besta varnarlið deildarinnar var megnugt hinumegin á vellinum.

Sport
Fréttamynd

Phoenix 4 - Dallas 2

Steve Nash hefur líklega fundist hann hafa mikið að sanna þegar ljóst var að hann myndi mæta félaginu sem kaus að láta hann fara í fyrra. Hann sagði það ekki upphátt, en lét verkin tala og átti enn einn stórleikinn þegar Phoenix sló Dallas út með sigri í framlengingu í nótt, 130-126 í ótrúlegum körfuboltaleik.

Sport
Fréttamynd

Dallas-Phoenix á Sýn í kvöld

Þeir sem hafa gaman að skemmtilegum körfubolta ættu ekki að missa af sjötta leik <strong>Dallas Mavericks og Phoenix Suns</strong> í undanúrslitum vesturdeildar um klukkan eitt eftir miðnætti í kvöld, en leikurinn verður <strong>í beinni útsendingu á Sýn.</strong>

Sport
Fréttamynd

San Antonio 4 - Seattle 2

Eftir að hafa hitt skelfilega allan leikinn, hristi Tim Duncan af sér slenið í fjórða leikhlutanum og tryggði San Antonio sigur í sjötta leiknum við Seattle, 98-96 og farseðilinn í úrslit vesturdeildarinnar, þar sem þeir munu mæta sigurvegaranum úr einvígi Phoenix og Dallas.

Sport
Fréttamynd

Detroit 4 - Indiana 2

Það var tilfinningaþrungin stund í Indianapolis í gærkvöldi þegar Detroit Pistons sigruðu Indiana Pacers með 88 stigum gegn 79 og tryggðu sér sæti í úrslitum austurdeildarinnar. Leikurinn var síðasti leikur Reggie Miller á átján ára ferli í deildinni og hann lauk honum eins og honum einum er lagið.

Sport
Fréttamynd

Phoenix 3 - Dallas 2

Dallas hélt uppi svipaðri leikaðferð í nótt og reyndist þeim svo vel í sigurleiknum í Dallas, en nú voru þeir að leika í Phoenix og Steve Nash fékk næga hjálp í að leiða lið sitt til sigurs 114-108 og nú hafa Suns tekið forystuna 3-2 í einvíginu.

Sport
Fréttamynd

San Antonio 3 - Seattle 2

Nate McMillan, þjálfari Seattle brýndi fyrir sínum mönnum að byrja fyrsta og þriðja fjórðung af krafti í leiknum í nótt, en leikmenn hans brugðust við með því að gera hið andstæða. San Antonio náði fljótt forystu í leiknum og vann nokkuð auðveldan sigur 103-90.

Sport
Fréttamynd

Detroit 3 - Indiana 2

Meistarar Detroit Pistons virðast vera komnir í gírinn á ný eftir að hafa lent undir 2-1 í einvíginu við Indiana Pacers og geta nú klárað einvígið í næsta leik í Indiana eftir stórsigur á heimavelli sínum í nótt, 86-67.

Sport
Fréttamynd

Phoenix 2 - Dallas 2

Dagsskipun leikmanna Dallas var einföld fyrir fjórða leikinn gegn Phoenix í nótt. Stöðvið Amare Stoudemire. Það tókst þeim, og þrátt fyrir sögulegan stórleik frá fyrrum leikmanni þeirra, Steve Nash, nægði það ekki og Dalla sigraði 119-109 og hefur jafnað metin í einvíginu.

Sport
Fréttamynd

Detroit 2 - Indiana 2

Meistarar Detroit Pistons voru komnir í erfiða stöðu í einvíginu við Indiana í gær og þurftu því ekki frekari hvatningu til að leggja heimamenn að velli 89-76. Meistararnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og hafa unnið heimavallarréttinn til baka í rimmunni, en þeir fengu þó nokkra hjálp frá liði Indiana í gær.

Sport
Fréttamynd

San Antonio 2 - Seattle 2

Martröð Gregg Popovich, þjálfara San Antonio, varð að veruleika í nótt, þegar lið Seattle kom tvíeflt til leiks í fjarveru Rashard Lewis vegna meiðsla og náði að jafna metin í einvíginu við San Antonio í 2-2 með góðum sigri 101-89 á heimavelli sínum.

Sport
Fréttamynd

Miami 4 - Washington 0

Á meðan félagar hans á öðru ári í deildinni, LeBron James og Carmelo Anthony, sleikja sólina í sumarfríinu er Dwayne Wade að stimpla sig inn sem einn af betri leikmönnum deildarinnar í úrslitakeppninni. Wade leiddi Miami til 99-95 sigurs á Washington í nótt, þegar þeir kláruðu einvígið 4-0.

Sport
Fréttamynd

Indiana-Detroit á Sýn í kvöld

Körfuboltaveislan heldur áfram í sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld, þegar við fáum að fylgjast með fjórða leik Indiana Pacers og Detroit Pistons í einvígi liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar, þar sem Indiana leiðir mjög óvænt 2-1.

Sport
Fréttamynd

Phoenix 2 - Dallas 1

Það var sannkölluð flugeldasýning í Dallas í nótt, þar sem stórskotalið Phoenix Suns kom í heimsókn og vann góðan 119-102 sigur og hefur náð forystu í envígi liðanna á ný

Sport
Fréttamynd

Detroit 1 - Indiana 2

Þeir segja að lengi lifi í gömlum glæðum og það á svo sannarlega við um Reggie Miller hjá Indiana. Þessi fertugi skotmaður gerði út um þriðja leikinn við Detroit í nótt með góðum leik á lokasekúndunum og tryggði Indiana sigur, 79-74.

Sport
Fréttamynd

Dallas-Phoenix beint á Sýn í nótt

Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá Sýnar í nótt, þegar Dallas Mavericks og Phoenix Suns mætast í þriðja leik sínum í úrslitakeppni vesturdeildarinnar. Útsendingin hefst klukkan 1:30 eftir miðnætti og vökunótt framundan hjá öllum aðdáendum skemmtilegs körfubolta.

Sport
Fréttamynd

San Antonio 2 - Seattle 1

Það má með sanni segja að San Antonio hafi í raun fallið á eigin bragði þegar þeir töpuðu fyrir liði Seattle Supersonics á útivelli í nótt, 92-91. Tim Duncan hitti ekki úr upplögðu færi á lokasekúndu leiksins sem hefði tryggt Spurs 3-0 forystu í einvíginu, en það var ekki síðasta skotið sem felldi Spurs í nótt.

Sport
Fréttamynd

Miami 3 - Washington 0

Lið Washington er að breytast í gólfmottu fyrir Dwayne Wade og félaga í Miami Heat, sem unnu sannfærandi sigur 102-95 á útivelli í nótt og það án Shaquille O´Neal, sem er enn að berjast við meiðsli á læri og verður jafnvel ekki með í næsta leik.

Sport
Fréttamynd

Phoenix 1 - Dallas 1

Eftir stórsigur Phoenix í fyrsta leik liðanna, voru margir á því að lið Dallas ætti ekki möguleika á að veita þeim keppni í seríunni. Dallas minnti þó rækilega á sig í nótt þegar þeir náðu að sigra í öðrum leiknum í Phoenix 108-106 og jafna metin, ekki síst fyrir góðan leik fyrrum leikmanns Phoenix.

Sport
Fréttamynd

Molar dagsins

Joe Johnson, leikmaður Phoenix Suns, getur að öllum líkindum ekki leikið með liði sínu í þriðja leiknum við Dallas Mavericks í úrslitakeppninni vegna meiðsla og Jerry Sloan, þjálfari Utah Jazz mun halda áfram að þjálfa liðið næsta vetur eftir vangaveltur um að setjast í helgan stein

Sport
Fréttamynd

Detroit 1 - Indiana 1

Vængbrotið lið Indiana Pacers ætlar ekki að hætta að koma á óvart og í nótt gerðu þeir sér lítið fyrir og lögðu meistara Detroit á þeirra heimavelli, 92-83. Staðan í envígi liðanna er nú orðin jöfn og næstu tveir leikir fara fram í Indiana, þar sem liðinu hefur reyndar ekki gengið neitt sérstaklega vel í úrslitakeppninni.

Sport
Fréttamynd

Miami 2 - Washington 0

Leikmenn Washington segjast ekki hafa stórar áhyggjur af að vera komnir undir 2-0 í einvíginu við Miami eftir 108-102 tap í nótt, þar eð þeir náðu að vinna upp slíkt forskot í fyrstu umferðinni og verða níunda liðið til að fara áfram eftir að lenda undir 2-0. Gallinn er bara sá að nú eru þeir að etja kappi við Dwayne Wade og félaga.

Sport
Fréttamynd

D´Antoni þjálfari ársins í NBA

Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix Suns, var í gær valinn þjálfari ársins í NBA-körfuboltanum. D´Antoni fékk 326 atkvæði frá íþróttafréttamönnum en Rick Carlisle hjá Indiana 241 atkvæði. Þriðji í kjörinu varð Nate McMillan, þjálfari Seattle.

Sport
Fréttamynd

San Antonio 2 - Seattle 0

Seattle Supersonics náðu forystunni í byrjun leiks í nótt og héldu henni í 62 sekúndur. Ray Allen lék með Sonics, þrátt fyrir meiðsli, en það hafði lítið að segja og San Antonio hefur náð 2-0 forskoti í einvíginu eftir þægilegan 108-91sigur í öðrum leik liðanna.

Sport
Fréttamynd

Miami - Washington á Sýn í kvöld

Annar leikur Miami Heat og Washington Wizards í undanúrslitum austurdeildarinnar í NBA verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 23:15. Þar ber að líta nokkra af skemmtilegri leikmönnum deildarinnar í dag og maðurinn sem allra augu berast að í dag, Dwayne Wade, verður í eldlínunni.

Sport