Spámaðurinn hafði loks rangt fyrir sér 16. maí 2006 08:00 Brasilíumaðurinn Anderson Varejao fagnar hér sigri Cleveland í nótt, en hann hefur gegnt mikilvægu hlutverki í liðinu í úrslitakeppninni NordicPhotos/GettyImages LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers hafa ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA og í nótt varð Cleveland fyrst allra liða til að láta spámanninn Rasheed Wallace hafa rangt fyrir sér með 74-72 sigri á heimavelli sínum í fjórða leiknum við Detroit. Rasheed Wallace, leikmaður Detroit hefur gert nokkuð af því í úrslitakeppninni á síðustu árum að lofa sigrum fyrirfram hjá Detroit-liðinu og hann slengdi fram einni slíkri spá fyrir fjórða leik liðanna í gærkvöld. Spádómurinn var allt sem liðsmenn Cleveland þurftu, því þeir jöfnuðu metin í 2-2 í einvíginu með miklum baráttusigri á heimavelli sínum. "Það voru allir búnir að afskrifa okkur áður en þetta einvígi hófst, ekki bara Rasheed Wallace, heldur líka fólk í okkar eigin nágrenni. Það kom þó ekki að sök - við þurfum enga frekari hvatningu," sagði LeBron James, sem skoraði 22 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst í leiknum. Sjálfur spámaðurinn gat hinsvegar lítið haft sig í frammi stóran hluta úr leiknum eftir að hafa snúið sig á ökkla. Áhorfendur í Cleveland bauluðu hástöfum á hann í hvert einasta skipti sem hann snerti boltann í leiknum. "Ég hef ekki áhyggjur af þessum gaurum þó við höfum tapað í kvöld. Það er ekki möguleiki í veröldinni að þeir vinni okkur í einvígi, en þeir léku vel í kvöld - ég gef þeim það. Þeir þurftu líka að eiga sinn besta leik til að sigra okkur á meðan við vorum að hitta mjög illa," sagði Rasheed Wallace. Rip Hamilton skoraði 30 stig fyrir Detroit og Tayshaun Prince skoraði 16 stig. Næsti leikur fer fram í Detroit, en öfugt við spádóma Rasheed Wallace, er nú ljóst að liðin þurfa að mætast á ný í Cleveland í sjötta leik. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers hafa ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA og í nótt varð Cleveland fyrst allra liða til að láta spámanninn Rasheed Wallace hafa rangt fyrir sér með 74-72 sigri á heimavelli sínum í fjórða leiknum við Detroit. Rasheed Wallace, leikmaður Detroit hefur gert nokkuð af því í úrslitakeppninni á síðustu árum að lofa sigrum fyrirfram hjá Detroit-liðinu og hann slengdi fram einni slíkri spá fyrir fjórða leik liðanna í gærkvöld. Spádómurinn var allt sem liðsmenn Cleveland þurftu, því þeir jöfnuðu metin í 2-2 í einvíginu með miklum baráttusigri á heimavelli sínum. "Það voru allir búnir að afskrifa okkur áður en þetta einvígi hófst, ekki bara Rasheed Wallace, heldur líka fólk í okkar eigin nágrenni. Það kom þó ekki að sök - við þurfum enga frekari hvatningu," sagði LeBron James, sem skoraði 22 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst í leiknum. Sjálfur spámaðurinn gat hinsvegar lítið haft sig í frammi stóran hluta úr leiknum eftir að hafa snúið sig á ökkla. Áhorfendur í Cleveland bauluðu hástöfum á hann í hvert einasta skipti sem hann snerti boltann í leiknum. "Ég hef ekki áhyggjur af þessum gaurum þó við höfum tapað í kvöld. Það er ekki möguleiki í veröldinni að þeir vinni okkur í einvígi, en þeir léku vel í kvöld - ég gef þeim það. Þeir þurftu líka að eiga sinn besta leik til að sigra okkur á meðan við vorum að hitta mjög illa," sagði Rasheed Wallace. Rip Hamilton skoraði 30 stig fyrir Detroit og Tayshaun Prince skoraði 16 stig. Næsti leikur fer fram í Detroit, en öfugt við spádóma Rasheed Wallace, er nú ljóst að liðin þurfa að mætast á ný í Cleveland í sjötta leik.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira