Oddaleikur hjá Phoenx og LA Clippers 19. maí 2006 05:45 Elton Brand átti mjög góðan leik í sigri Clippers í nótt NordicPhotos/GettyImages Los Angeles Clippers knúði í nótt fram oddaleik í undanúrslitaeinvígi liðanna í Vesturdeildinni með 118-106 sigri á heimavelli sínum í sjötta leiknum í nótt. Bæði lið hafa því unnið þrjá leiki í einvíginu og hreinn úrslitaleikur verður í Phoenix á mánudagskvöldið. Lið Clippers hefur aldrei í sögunni komist lengra en í aðra umferð úrslitakeppninnar, en ef Phoenix hefur sigur í oddaleiknum á mánudag, yrði það í áttunda skipti í sögu félagsins og annað árið í röð sem liðið spilaði í úrslitum Vesturdeildarinnar. Phoenix vann leik 1,3 og 5 í einvíginu, en Clippers leik 2,4 og 6. Phoenix er í sterkri stöðu á heimavelli sínum í oddaleiknum, en heimaliðið hefur unnið 76 af þeim 93 oddaleikjum sem spilaðir hafa verið í 7 leikja seríum í sögu úrslitakeppninnar. "Þetta er frábært, alveg frábært," sagði Sam Cassell, leiðtogi Clippers-liðsins eftir leikinn. "Við náðum að kreista út einn sigur í viðbót og erum á leið í oddaleik. Það er spennandi fyrir ungu strákana í liðinu - og þeir óttast ekkert," sagði hann. Leikirnir þrír sem liðin hafa spilað í Phoenix hafa verið mjög jafnir - Clippers náði að vinna einn en tapaði tveimur mjög naumlega. Elton Brand var stigahæstur í liði Clippers með 30 stig og 12 fráköst og Corey Maggette kom af bekknum og skoraði 13 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Quinton Ross skoraði 18 stig, Sam Cassell skoraði 15 stig og gaf 8 stoðsendingar og Chris Kaman skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Shawn Marion skoraði 34 stig, hirti 9 fráköst og stal 6 boltum hjá Phoenix, Leandro Barbosa skoraði 25 stig, Steve Nash skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar og Boris Diaw skoraði 14 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Steve Nash skoraði þriggja stiga körfu í fyrsta leikhlutanum í nótt, en það var fyrsti þristurinn hans síðan í fyrsta leiknum í einvíginu og hafði hann klikkað á 14 slíkum í röð fram að því. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sjá meira
Los Angeles Clippers knúði í nótt fram oddaleik í undanúrslitaeinvígi liðanna í Vesturdeildinni með 118-106 sigri á heimavelli sínum í sjötta leiknum í nótt. Bæði lið hafa því unnið þrjá leiki í einvíginu og hreinn úrslitaleikur verður í Phoenix á mánudagskvöldið. Lið Clippers hefur aldrei í sögunni komist lengra en í aðra umferð úrslitakeppninnar, en ef Phoenix hefur sigur í oddaleiknum á mánudag, yrði það í áttunda skipti í sögu félagsins og annað árið í röð sem liðið spilaði í úrslitum Vesturdeildarinnar. Phoenix vann leik 1,3 og 5 í einvíginu, en Clippers leik 2,4 og 6. Phoenix er í sterkri stöðu á heimavelli sínum í oddaleiknum, en heimaliðið hefur unnið 76 af þeim 93 oddaleikjum sem spilaðir hafa verið í 7 leikja seríum í sögu úrslitakeppninnar. "Þetta er frábært, alveg frábært," sagði Sam Cassell, leiðtogi Clippers-liðsins eftir leikinn. "Við náðum að kreista út einn sigur í viðbót og erum á leið í oddaleik. Það er spennandi fyrir ungu strákana í liðinu - og þeir óttast ekkert," sagði hann. Leikirnir þrír sem liðin hafa spilað í Phoenix hafa verið mjög jafnir - Clippers náði að vinna einn en tapaði tveimur mjög naumlega. Elton Brand var stigahæstur í liði Clippers með 30 stig og 12 fráköst og Corey Maggette kom af bekknum og skoraði 13 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Quinton Ross skoraði 18 stig, Sam Cassell skoraði 15 stig og gaf 8 stoðsendingar og Chris Kaman skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Shawn Marion skoraði 34 stig, hirti 9 fráköst og stal 6 boltum hjá Phoenix, Leandro Barbosa skoraði 25 stig, Steve Nash skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar og Boris Diaw skoraði 14 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Steve Nash skoraði þriggja stiga körfu í fyrsta leikhlutanum í nótt, en það var fyrsti þristurinn hans síðan í fyrsta leiknum í einvíginu og hafði hann klikkað á 14 slíkum í röð fram að því.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sjá meira