NFL

NFL

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fréttamynd

Mikið baulað í endurkomunni eftir langt bann

Deshaun Watson sneri aftur á fótboltavöllinn í gærkvöld er lið hans Cleveland Browns hafði betur gegn fyrrum liði hans Houston Texans. Mikið var baulað á Watson sem átti erfitt uppdráttar í sínum fyrsta NFL-leik í um tvö ár.

Sport
Fréttamynd

Endar Brady hjá Patriots og Rodgers hjá Jets?

NFL deildin er í fullum gangi um þessar mundir en það stoppar þó ekki spekinga að spá fyrir um hvað gerist að tímabilinu loknu. Í grein The Athletic er því velt upp hvað stórstjörnurnar Tom Brady og Aaron Rodgers munu gera að tímabilinu loknu en möguleikarnir eru nokkrir.

Sport
Fréttamynd

Eftirsótt NFL-stjarna rekin út úr flugvél

NFL-útherjinn Odell Beckham Jr. er eftirsóttur þessa dagana en þó ekki hjá öllum því starfsmenn flugvélar sem var að undirbúa brottför frá Miami International flugvellinum vildu losna við hann úr vélinni sinni.

Sport
Fréttamynd

Loka­sóknin um upp­risu Buc­ca­neers: „Hann neitar að deyja þessi gæi“

„Stóru spurningarnar“ voru að venju á sínum stað í síðasta þætti af Lokasókninni. Þar var farið yfir upprisu Tampa Bay Buccaneers - og Tom Brady, hver væri MVP [verðmætasti leikmaðurinn] og hvort það væri gáfulegt hjá Indianapolis Colts að ráða mann sem var að þjálfa skólalið sonar síns fyrir aðeins nokkrum vikum.

Sport
Fréttamynd

NFL deildin flýr snjóinn

Það þarf jafnan mikið að gerast til þess að NFL leikir fari ekki fram enda eru þeir þekktir fyrir að vera spilaðir í nánast öllum veðrum og vindum. Eða næstum því öllum.

Sport
Fréttamynd

Stóru spurningarnar: Verða Ernirnir full­komnir?

Hinn stórskemmtilegi liður „Stóru spurningarnar“ voru á sínum stað í síðasta þætti af Lokasókninni en þar er fjallað um NFL deildina í öllu sínu veldi. Geta Philadelphia Eagles farið taplausir í gegnum tímabilið? Það er aðeins ein af stóru spurningunum sem Andri Ólafs spurði sérfræðinga sína að í síðasta þætti.

Sport
Fréttamynd

„Þeir segjast eiga fullan poka af þessum fögnum“

Það er skemmtilegt að vera leikmaður Minnesota Vikings í NFL-deildinni og liðið er líka farið að bjóða upp á frumleg liðsfögn í leikjum sínum. „You like that!!“ frasi leikstjórnandans er á miklu flugi þessa dagana.

Sport
Fréttamynd

Lokasóknin: Vesen hjá Brady en Wilson hress í London

Þeir Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fóru yfir öll helstu málin í NFL deildinni í þættinum Lokasóknin á Stöð 2 Sport 2 nú í vikunni. Þeir fóru yfir hverjir áttu góða og slæma helgi og þar kenndi ýmissa grasa.

Sport
Fréttamynd

Stjörnurnar skera á tengslin við Ye

Íþróttamennirnir Aaron Donald, leikmaður Los Angeles Rams í NFL deildinni, og Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, hafa báðir slitið samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye - áður þekktur sem Kanye West, vegna ummæla sem tónlistarmaðurinn lét falla nýverið.

Sport
Fréttamynd

Stóru karlarnir Brady og Rodgers litlir í sér eftir helgina

Tom Brady og Aaron Rodgers eru tveir af bestu leikstjórnendum sögunnar og því vekur mikla athygli vandræðalega léleg frammistaða þeirra og liða þeirra þessa vikurnar. Aðra helgina í röð gengu þessar goðsagnir af velli með skottið milli lappanna.

Sport
Fréttamynd

Henry Birgir henti í heita kartöflu um Tom Brady

Tom Brady er að flestum talinn vera besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar og þekktur fyrir að fórna flestu fyrir fótboltann. Fréttir helgarinnar voru því svolítið mikið úr karakter fyrir þennan sjöfalda meistara.

Sport
Fréttamynd

Var trillaður af velli því hann þurfti að tefla við páfann

Stólpagrín hefur verið gert af DK Metcalf, útherja Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, eftir að sjúkrabörur þurfti til að koma honum af velli í leik Seahawks við Detroit Lions á sunnudagskvöldið. Metcalf hefur staðfest að ástæða þess sé sú að hann þurfti að hægja sér og gat ekki haldið í sér.

Sport