Frumkvöðlalaun - fyrir framtíðina Enn eina september-byrjun liggur frumkvöðla-samfélagið undir feldi og skrifar Rannís umsókn. Umsóknarfrestur er að renna út, dagarnir eru farnir og næturnar farnar að styttast. Í þessu umsóknarferli, þar sem 2-5% umsókna hljóta á endanum styrk, skýtur alltaf sama spurningin upp kollinum, af hverju er þröskuldurinn svona hár? Skoðun 10. september 2021 17:30
Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. Viðskipti innlent 10. september 2021 14:22
Hugmynd fyrir ári orðið að vinsælum Facebookleik „Fyrir ári síðan, rétt þegar önnur COVID bylgjan var að skella á, fékk ég þessa flugu í kollinn á göngu í Elliðarárdal. Mér fannst einhvern veginn allt framundan vera svo undirlagt af alvarleika, mikil þyngsl í fólki, veturinn að koma og myrkrið á næsta leiti,“ segir Rúna Magnúsdóttir aðspurð um það hvernig Facebook-leikurinn Game of Boxes kom eiginlega til. Leikurinn stendur yfir í 21 dag og gengur út á að fólk virkjar ímyndunaraflið sitt til þess að brjótast út úr viðjum vanans og viðhorfum sem eru að hefta þau. Atvinnulíf 10. september 2021 07:01
Kynna svarið við Amazon Echo sem talar og skilur íslensku Hugbúnaðarfyrirtækin Miðeind og Reon vinna að þróun Emblu-boxins sem getur svarað fyrirspurnum notenda á íslensku og stýrt snjallheimilistækjum. Viðskipti innlent 9. september 2021 12:20
Bein útsending: Framtíð nýsköpunar Fulltrúar fjölmiðla eru boðnir velkomnir á málþing sem Alvotech og Háskóli Íslands, í samstarfi við Aztiq, standa í dag. Málþingið fjallar um framtíð og nýsköpun á sviði líftækni lyfjaþróunar undir yfirskriftinni: Biotechnology: The importance of a relationship between research and industry. Innlent 9. september 2021 12:01
Nýr 11,5 milljarða vísisjóður vill fjárfesta í konum í tæknigeiranum Íslenski sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur stofnað og fjármagnað 11,5 milljarða króna vísisjóð sem ber heitið Crowberry II. Um er að ræða stærsta vísisjóð sem hefur verið settur saman á Íslandi. Viðskipti innlent 9. september 2021 10:14
Ráðinn sjóðstjóri Kríu Sæmundur K. Finnbogason hefur verið ráðinn til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Hann mun starfa sem sjóðstjóri Kríu, sem er nýr sprota- og nýsköpunarsjóður sem hefur það að markmiði að stuðla að uppbyggingu fjármögnunarumhverfis sprota-, tækni-, og nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi. Viðskipti innlent 6. september 2021 13:37
Pétur Jakob Pétursson ráðinn til HPP, prótínverksmiðju Héðins Pétur Jakob Pétursson hefur verið ráðinn markaðs- og sölustjóri hjá HPP, en HPP er háþróuð prótínverksmiðja sem hönnuð var frá grunni og smíðuð hjá Héðni. Með HPP geta sjávarútvegsfyrirtæki fullnýtt aflann hundrað prósent með framleiðslu á lýsi og fiskmjöli, jafnt á landi sem um borð í skipum. Viðskipti innlent 1. september 2021 12:10
Á leið í útrás en allt hófst þetta í háskólanum „Við fórum af stað sem ungt teymi með ýmislegt ólært. Okkur vantaði meiri breidd í hópinn og höfðum ekki nægilega mikla þekkingu í sölu- og markaðstengdum málum, þar af leiðandi lentum við í byrjunarörðugleikum við að koma vörunni á markað. Þá tók við erfitt tímabil þar sem við misstum gott fólk frá okkur,“ segir Aðalheiður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda LearnCove. „Þessum tíma fylgdi þó mikill lærdómur og við erum reynslunni ríkari ásamt því að hafa bætt við okkur öflugum einstaklingum í sölu- og markaðshliðinni. Við erum virkilega ánægð með breidd hópsins í dag og hversu vel hann nær saman,“ segir Aðalheiður. Atvinnulíf 30. ágúst 2021 07:00
Vinnustaðir fyrir og eftir Covid Um allan heim eru vinnustaðir að móta sér hugmyndir og stefnur um hvernig best er að haga til framtíðinni þar sem fjarvinna er orðin hluti af veruleika atvinnulífsins. BBC Worklife leitaði til nokkurra sérfræðinga eftir áliti á því hvaða breytingar við munum helst sjá í kjölfar Covid. Atvinnulíf 27. ágúst 2021 07:00
Rektor HR tekur við starfi forstjóra AwareGO Ari Kristinn Jónsson, fráfarandi rektor Háskólans í Reykjavík, mun taka við starfi forstjóra netöryggisfyrirtækisins AwareGO um mánaðarmótin. Hann tekur við starfinu af Ragnari Sigurðssyni, einum stofnanda fyrirtækisins. Viðskipti innlent 18. ágúst 2021 07:56
Bein útsending: Tíu sprotafyrirtæki fá fimm mínútur til að heilla fjárfesta Botninn verður sleginn í viðskiptahraðalinn Startup SuperNova í dag þegar fjárfestadagur fer fram í Grósku hugmyndahúsi klukkan 13. Tíu sprotafyrirtæki sem voru valin úr 85 umsóknum munu þar kynna hugmyndir sínar. Viðskipti innlent 13. ágúst 2021 12:31
Loftslagsverkefni Carbfix og ON fær 600 milljóna króna styrk Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins (Innovation Fund) í verkefnið Silfurberg. Viðskipti innlent 12. ágúst 2021 08:25
Ernst & Young velur Guðmund Fertram einn af frumkvöðlum ársins Ernst & Young í Bandaríkjunum hefur útnefnt Guðmund Fertram Sigurjónsson, forstjóra Kerecis, sem einn af ellefu frumkvöðlum ársins 2021 í Mið-Atlantshafsflokknum. Verðlaunin eru á meðal þeirra stærstu sem í boði eru fyrir frumkvöðlastörf. Viðskipti innlent 7. ágúst 2021 10:06
Endurreisum Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins! Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins (Rb) stofnuð 1965, var formlega tekin af lífi þann 1. júlí síðastliðinn. Til verksins var fenginn ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar. Félagsmálaráðuneytið undir stjórn barnamálaráðherra sá um jarðsetninguna. Skoðun 1. ágúst 2021 07:01
Góður ársfjórðungur hjá Össuri Hagnaður Össurar á öðrum ársfjórðungi nam 2,4 milljörðum króna eða 10 prósent af veltu. Á sama ársfjórðungi í fyrra var 2,3 milljarða króna tap á rekstri fyrirtækisins. Viðskipti innlent 22. júlí 2021 07:46
Hikar ekki við að hringja í fólk með reynslu Fida Abu Libdeh orku- og umhverfistæknifræðingur er frumkvöðull með meiru. Fida er stofnandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins GeoSilica, sem býr til fæðubótarefni úr affallsvatni frá jarðhitavirkjunarinnar Hellisheiðarvirkjun. Lífið 8. júlí 2021 18:29
Tvær hópuppsagnir í júní Tvær hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júní þar sem 62 starfsmönnum var sagt upp störfum. Viðskipti innlent 2. júlí 2021 10:23
Bein útsending: Opinn kynningarfundur vegna hlutafjárútboðs Solid Clouds Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka stendur fyrir opnum kynningarfundi klukkan 12:30 í dag vegna hlutafjárútboðs íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds. Viðskipti innlent 29. júní 2021 11:46
Hlutafjárútboð Solid Clouds hefst í næstu viku Hlutafjárútboð íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds hefst næsta mánudag klukkan 10 og mun standa fyrir til klukkan 16 miðvikudaginn 30. júní. Arion banki sér um útboðið en félagið verður skráð á First North markaðinn. Viðskipti innlent 22. júní 2021 18:31
Smitten fær 330 milljóna fjármögnun til útrásar í Evrópu Stefnumótaappið Smitten hefur fengið byr undir báða vængi fyrir útrás til Evrópu eftir að hafa lokað 330 milljóna króna fjármögnun. Stofnandi Smitten segir 25 þúsund Íslendinga hafa sótt appið og nokkur þúsund noti það á hverjum einasta degi, að stærstum hluta fólk undir þrítugu. Viðskipti innlent 18. júní 2021 11:34
Hafa lokið við stofnun sjö milljarða vísissjóðs Frumtak Ventures hefur lokið við fjármögnun og stofnun nýs sjóðs, Frumtak III, sem er sjö milljarðar að stærð. Viðskipti innlent 16. júní 2021 08:09
Tvær duglegar þjóðir með sama húmor og vinna vel saman „Við getum í rauninni ekki alveg skýrt það út hvers vegna Íslendingar og Króatar eiga svona auðvelt með að vinna saman. Mögulega er skýringin sú að við erum tvær litlar þjóðir sem höfum þurft að leggja hart að okkur og vera hugrökk og frumleg í því að móta okkar sérstöðu í stórum heimi,“ segir Vlatka Sipos, ein af fjórum stofnendum króatíska fyrirtækisins Resonate, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur unnið fyrir fjölmörg íslensk nýsköpunarfyrirtæki. „Kannski er skýringin bara sú að báðar þjóðirnar eru með svo frábæran húmor,“ segir Vlatka hlæjandi og bætir við: „Reyndar stundum svolítið kaldhæðinn húmor!“ Atvinnulíf 14. júní 2021 07:01
Hraðbraut Þórdísar Kolbrúnar Fyrir ekki svo löngu flutti ég aftur í mína heimasveit eftir tíu ára viðveru á höfuðborgarsvæðinu. Ég man ennþá þegar ég svaf fyrstu nóttina í nýja húsinu mínu og ég lá í rúminu og ætlaði að fara að setja á mig heyrnartól þegar ég áttaði mig á því að það var algjör þögn, bílaniðurinn sem ég var vanur var horfinn. Skoðun 10. júní 2021 07:00
Vivaldi með nýjungar til að forðast gagnasöfnun tæknirisa Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa. Viðskipti innlent 9. júní 2021 09:01
„Einn takki til að sjá rétt laun” „Það er hrein snilld að geta skráð vinnustundir í ókeypis appi og geta séð raunstöðu launa sína hvenær sem er á virku launatímabili með einum smelli,“ segir Baldvin Baldvinsson framkvæmdastjóri UX Design um nýja útgáfu af Curio App og reiknivél launa á netinu sem tekur mið af þeim kjarasamningum sem í gildi eru. Atvinnulíf 7. júní 2021 07:00
Bein útsending: Fimmtíu verkefni keppa um Vísinda- og nýsköpunarverðlaun HÍ Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands verða afhent í dag klukkan 12 í Hátíðasal Aðalbyggingar skólans. Viðburðurinn er liður í Nýsköpunarvikunni og verður hægt að fylgjast með verðlaununum í spilaranum hér fyrir neðan. Viðskipti innlent 2. júní 2021 11:30
Starfsvettvangur barnanna okkar er ekki til í dag Mörg af stærstu fyrirtækjum dagsins í dag voru ekki til fyrir 10 árum en það eru m.a. fyrirtæki á sviði tækni og stafrænna lausna. Miklar líkur eru á að starfsvettvangur barna okkar í framtíðinni sé ekki til í dag. Skoðun 1. júní 2021 13:32
Bein útsending: Hátækni, matvælaframleiðsla og orka „Nýsköpun í matvælaframleiðslu er mikilvægasta viðfangsefni samtímans“ er yfirskrift viðburðar á Nýsköpunarviku sem hefst klukkan 10. Viðskipti innlent 1. júní 2021 09:40
Nánast með doktorspróf í þrautseigju og þolinmæði „Zeto er í raun fjölskyldufyrirtæki, stofnað af mér, móður minni, Fjólu Sigurðardóttur og móðurbróður, Steindóri Rúniberg Haraldssyni árið 2016. Það er Steindór sem hefur þróað þaraþykknið sem við notum í vörurnar okkar,“ segir Eydís Mary Jónsdóttir, einn stofnandi Zeto. Fyrirtækið er þessa dagana að kynna nýtt vatnslaust sjampó. Atvinnulíf 31. maí 2021 07:00