Heimir: Menn eins og Uxinn mega ekki gleymast Fyrirliðinn Heimir Örn Árnason lék sér að því að henda bikarnum fyrir sigur í N1-deildinni á loft í kvöld. Mikil stemning var í Höllinni á Akureyri þegar bikarinn flaug á loft hjá fyrirliðanum sem sjálfur var kampakátur. Handbolti 31. mars 2011 21:57
Hafþór: Okkar úrslitakeppni er framundan Afturelding felldi Selfoss með sigri á Akureyri fyrir norðan í kvöld. Liðið keppir í fjögurra liða úrslitakeppni um laust sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Handbolti 31. mars 2011 21:52
Umfjöllun: HK á leið í úrslitakeppnina eftir stórsigur á Fram HK-ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni eftir frábæran sigur á Fram, 35-26, í næstsíðustu umferð N1-deildar karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks, en gestirnir gjörsamlega keyrðu yfir lánlausa Framara í síðari hálfleik. Munurinn var mestur 11 mörk á liðunum og sigur HK aldrei í hættu. Handbolti 31. mars 2011 21:51
Valsmenn felldu Selfoss en misstu af úrslitakeppninni Valsmenn unnu sinn fimmta sigur í síðustu sjö leikjum í N1 deild karla þegar þeir unnu sex marka sigur á Selfossi, 26-19, í Vodafone-höllinni en það var þó ekki nóg til þess að halda lífi í voninni um að komast í úrslitakeppninni. HK vann Fram á sama tíma og eiga Hlíðarendapiltar því ekki lengur möguleika á því að ná fjórða og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina. Handbolti 31. mars 2011 21:14
HK-ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni - burstuðu Fram HK-ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með níu marka sigri á Fram, 35-26, í Safamýrinni í N1 deild karla í handbolta í kvöld. HK-liðið keyrði yfir Framliðið í seinni hálfleiknum sem liðið vann 18-12 en staðan var 17-14 fyrir HK í hálfleik. Handbolti 31. mars 2011 21:09
Umfjöllun: FH marði eins marks sigur gegn grönnunum FH gulltryggði sér annað sætið í N1 deild karla í kvöld með að leggja granna sína í Haukum af velli í Kaplakrika í kvöld, 24-23, í æsispennandi leik. Leikurinn var í járnum allan tímann og en FH-ingar náðu að skora sigurmarkið þegar hálf mínúta er eftir af leiknum. Með ósigrinum er einnig ljóst að möguleikar Hauka á að komast í úrslitakeppnina er nú aðeins stjarnfræðilegir. Handbolti 31. mars 2011 20:29
Umfjöllun: UMFA í umspil eftir sigur á meisturunum - Selfoss fallið Afturelding hefur bjargað sér frá beinu falli niður í 1. deild með með fræknum sigri á nýringdum deildarmeisturum Akureyrar. UMFA lagði Akureyri fyrir norðan í kvöld, 21-24, en eftir leikinn fékk Akureyri bikarinn í hendurnar. Handbolti 31. mars 2011 20:17
Möguleikarnir í N1-deild karla fyrir næstsíðustu umferðina í kvöld Næstsíðasta umferð N1-deildar karla fer fram í kvöld en mikil spenna ríkir um síðustu sætin í úrslitakeppninni. Handbolti 31. mars 2011 15:00
Atli tekur lagið í kvöld - Fiskinn hennar Stínu Atli Hilmarsson þarf að taka lagið fyrir leikmenn Akureyrar í kvöld en þá taka þeir á móti bikarnum eftir að liðið varð deildarmeistari á dögunum. Handbolti 31. mars 2011 14:45
Logi: Viljum fylla húsið af FH-ingum Logi Geirsson, leikmaður FH, segir að það ríki mikil og góð stemning í Hafnarfirði fyrir leik FH og Hauka í Kaplakrika í kvöld. Handbolti 31. mars 2011 13:30
Forsetinn mætir á Hafnarfjarðarslaginn Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hefur verið boðið á Hafnarfjarðaslag FH og Hauka sem fer fram í N1-deild karla í kvöld. Forsetinn hefur reyndar legið með flensu en hann hefur nú staðfest komu sína. Handbolti 31. mars 2011 12:15
Fyrsti titill Akureyrar - myndir Akureyringar fögnuðu innilega í Digranesi í gær er liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í N1-deild karla. Þetta var þriðja tækifæri Akureyrar til að tryggja sigur í deildinni og það hafðist loksins. Handbolti 29. mars 2011 08:00
Valur lagði Aftureldingu og jafntefli á Selfossi Valur eygir enn smá von um að komast í úrslitakeppni N1-deildar karla eftir nauman heimasigur á Aftureldingu í kvöld. Handbolti 28. mars 2011 22:13
Bjarni: Það verður erfitt fyrir liðin að koma norður "Þetta er frábær tilfinning," sagði Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar, eftir að liðið hafði tryggt sér Deildarmeistaratitilinn. Akureyri vann HK í frábærum leik, 32-29, og eru því með 31 stig í efsta sæti N1-deildar karla. Handbolti 28. mars 2011 21:43
Kristinn: Mættum til leiks í síðari hálfleik "Þetta var virkilega súrsætur leikur, en við mættum ekki til leiks fyrir en í hálfleik,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. HK-ingar töpuðu, 32-29, fyrir Akureyri eftir að hafa verið 10 mörkum undir í hálfleik. Leikurinn var hluti af 19.umferð N1-deilda karla og fór fram í Digranesinu. Handbolti 28. mars 2011 21:28
Atli: Frábær stund fyrir félagið "Þetta er frábært fyrir félagið,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, mjög svo ánægður eftir sigurinn í kvöld. Akureyri vann í kvöld HK, 32-29, í hreint mögnuðum leik í Digranesinu, en með sigrinum tryggðu Norðanmenn sér Deildarmeistaratitilinn. Handbolti 28. mars 2011 21:26
Umfjöllun: Akureyri Deildarmeistari eftir sigur á HK Akureyri vann í kvöld HK, 32-29, í hreint mögnuðum leik í Digranesinu, en með sigrinum tryggðu Norðanmenn sér Deildarmeistaratitilinn. Akureyringar voru með tíu marka forskot í hálfleik og allt leit út fyrir að HK-ingar yrðu niðurlægðir á sínum eigin heimavelli. Heimamenn komu virkilega sterkir til leiks í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í aðeins eitt mark, en lengra komust þeir ekki og Akureyringar unnu sinn fyrsta titill í sögu félagsins. Handbolti 28. mars 2011 21:19
Akureyri er deildarmeistari Handknattleikslið Akureyrar vann í kvöld sinn fyrsta titil í stuttri sögu félagsins. Akureyri lagði þá HK af velli, 32-29, í Digranesi. Handbolti 28. mars 2011 19:57
Akureyri fær þriðja sénsinn í kvöld Akureyri getur í kvöld unnið sinn fyrsta titil í sögu félagsins með því að vinna HK og tryggja sér þar með deildarmeistaratitilinn í N1-deild karla. Handbolti 28. mars 2011 13:00
Framarar fóru illa með Hauka á Ásvöllum - myndir Framarar fóru á kostum í tólf marka sigri á Haukum, 34-22, á Ásvöllum í gær. Framliðið sýndi þarna að liðið er búið að hrista af sér slen síðustu vikna og er greinilega komið aftur á beinu brautina eftir tvo góða sigurleiki í röð. Handbolti 28. mars 2011 08:00
Reynir: Fórum í naflaskoðun "Þetta er allt annað Framlið en menn hafa séð að undanförnu,“ sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Framara, eftir sigurinn í dag. Fram gjörsigraði Hauka, 34-22, í 19.umferð N1-deild karla en leikurinn fór fram á Ásvöllum. Handbolti 27. mars 2011 19:03
Einar Örn: Þetta var bara afhöfðun "Þetta var bara afhöfðun með öllu," sagði Einar Örn Jónsson, leikmaður Haukar, eftir að lið hans hafði verið niðurlægt á sínum eigin heimavelli. Framarar gjörsamlega rústuðu Haukum 34-22 í 19.umferð N1-deild karla. Handbolti 27. mars 2011 18:53
Umfjöllun: Framarar niðurlægðu Hauka á þeirra eigin heimavelli Framarar sýndu í dag að liðið er til alls líklegt í N1-deild karla en þeir gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Haukamenn sem sáu aldrei til sólar. Leiknum lauk með sigri Framara 34-22. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði Framara átta mörk en Stefán Rafn Sigurmannson var eini leikmaður Hauka með lífsmarki en hann skoraði sjö mörk. Handbolti 27. mars 2011 18:40
Framarar komnir á beinu brautina - burstuðu Hauka á Ásvöllum Framarar eru greinilega búnir að hrista af sér slenið í N1 deild karla í handbolta því þeir fylgdu á eftir góðum sigri á Selfossi á fimmtudagskvöldið með því að vinna tólf marka stórsigur á Haukum á Ásvöllum í dag, 34-22. Handbolti 27. mars 2011 17:16
Pálmar: Kominn tími á að ég myndi geta eitthvað Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson, markvörður FH, gerði sínum gömlu félögum í Val engan greiða í kvöld þegar hann afgreiddi þá í Krikanum og svo gott sem sá til þess að Valur fer ekki í úrslitakeppnina í ár. Handbolti 24. mars 2011 22:22
Hlynur: Pálmar klárar leikinn fyrir FH Hlynur Morthens, markvörður Vals, stóð vaktina ágætlega í kvöld en það dugði ekki til því FH vann leikinn og svo gott sem gerði út um vonir Valsmanna á því að komast í úrslitakeppnina. Handbolti 24. mars 2011 22:12
Freyr og Tjörvi: Sanngjarnt jafntefli Tveir bestu menn Hauka voru nokkuð sáttir eftir jafntefli við Akureyri í kvöld. Leikurinn var spennandi en lauk með jafntefli, 29-29. Handbolti 24. mars 2011 21:38
Guðlaugur: Hef ekki áhyggjur af vörninni Guðlaugur Arnarsson var í baráttunni í miðri vörn Akureyrar í kvöld sem gerði 29-29 jafntefli við Hauka. Hann viðurkennir að varnarleikurinn hafi alls ekki verið nógu góður. Handbolti 24. mars 2011 21:25
Fram og HK unnu sigra Spennan um síðustu sætin í úrslitakeppni N1-deildar karla verður áfram mikil eftir úrslit kvöldsins. Handbolti 24. mars 2011 21:05
Umfjöllun: Von Valsmanna afar veik Draumur Valsmanna um að komast í úrslitakeppni N1-deildar karla svo gott sem dó í kvöld er þeir urðu að sætta sig við tap, 30-25, gegn FH í Krikanum í kvöld. FH styrkti um leið stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Handbolti 24. mars 2011 20:51
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti