Sebastian: Við fórum á taugum í kvöld HK tapaði sínum níunda leik í röð í kvöld þegar HK sótti Víking heim. Víkingur keyrði yfir HK í seinni hálfleik og vann að lokum fjögurra marka sigur 26-22. Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, var afar svekktur eftir leik. Handbolti 29. nóvember 2021 21:45
Foringjarnir: Töluðu fyrst við Baumruk eftir landsleik Tékka í Höllinni Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, var nýjasti gestur Henrys Birgis Gunnarssonar í Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Handbolti 29. nóvember 2021 12:00
Hurðaskellir í Haukaliðinu tekur við bókunum í desember Rauða spjald Haukamarkvarðarins Arons Rafns Eðvardssonar vakti mikla furðu í Evrópuleik liðsins í Rúmeníu um helgina. Handbolti 29. nóvember 2021 09:30
Egill og Ási höfðu þetta bara eins og þeir vildu Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var ekki í vafa um hvað hefði skilað FH sigri í Mosfellsbæ í kvöld, í Olís-deild karla í handbolta. Egill Magnússon og Ásbjörn Friðriksson fóru illa með heimamenn og skoruðu samtals 22 mörk í 31-26 sigri FH-inga. Handbolti 28. nóvember 2021 21:26
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 31-31 | Jafntefli niðurstaða í hörkuleik Stjarnan og Fram gerðu jafntefli er liðin mættust í 10. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Framarar með öll tök á leiknum en um miðbik seinni hálfleiks urðu þeir full værukærir. Stjörnumenn nýttu sér það og tókst að jafna á loka mínútunni. Lokatölur 31-31. Handbolti 28. nóvember 2021 21:05
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 26-31 | Rjúkandi heitir FH-ingar FH hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum og kom sér enn nær toppnum með sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum, í Olís-deild karla í handbolta. Handbolti 28. nóvember 2021 20:53
Patrekur Jóhannesson: Við vorum ekkert að spila nægilega vel Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur með stigið sem Stjörnumenn sóttu á móti Fram eftir að hafa verið undir svo gott sem allan leikinn. Stjörnumenn voru ekki sannfærandi bróðurpart leiksins og leit ekki út fyrir að þeir myndu koma sér inn í leikinn. Kraftaverkið gerðist á 59. mínútur þegar að Stjörnumenn náðu loks að jafna og lokatölur 31-31. Handbolti 28. nóvember 2021 20:22
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - KA 25-24 | Selfyssingar á sigurbraut KA-menn sóttu ekki gull í greipar Selfyssinga í Olís deildinni í handbolta á Selfossi í kvöld. Handbolti 28. nóvember 2021 20:00
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 36-26| Grótta niðurlægði ÍBV Grótta vann ótrúlegan sigur á ÍBV. Fyrri hálfleikur Gróttu var frábær á báðum endum vallarins. Grótta var tíu mörkum yfir í hálfleik og tókst ÍBV aldrei að gera leikinn spennandi í seinni hálfleik. Grótta vann að lokum tíu marka sigur 36-26. Handbolti 28. nóvember 2021 18:39
Arnar Daði: Áttum svör við öllu í sóknarleik ÍBV Grótta vann ótrúlegan tíu marka sigur á ÍBV 36-26. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var hæstánægður með hvernig Grótta svaraði síðasta leik. Sport 28. nóvember 2021 17:35
Seinni bylgjan hitar upp: Hann er jókerinn sem að Víkinga vantaði Víkingur eða HK mun brátt geta státað sig af því að vera ekki lengur án stiga í Olís-deild karla í handbolta. Liðin mætast í sannkölluðum botnslag sem segja má að standi upp úr, eða kannski niður úr, í 10. umferð deildarinnar. Handbolti 26. nóvember 2021 12:01
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Grótta 32-23 | Selfyssingar sigruðu í frestuðum leik Selfyssingar tóku á móti Gróttu í frestuðum leik frá 6. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Jafnræði með liðunum til að byrja með. Selfyssingar tóku svo forskotið og létu það ekki af hendi. Lokatölur 32-23. Handbolti 25. nóvember 2021 22:00
Halldór Jóhann: Það eru ekki mörg lið sem vinna Gróttu með níu mörkum Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta var sáttur með 9 marka sigur á Gróttu í frestuðum leik Olís-deildar karla. Selfyssingar voru með forskotið nánast allan leikinn og sigruðu örugglega, 32-23. Handbolti 25. nóvember 2021 21:20
Jóhann Gunnar sagði söguna af gleraugunum sem komu honum í smitgát Jóhann Gunnar Einarsson sagði frá kynnum sínum af kórónuveirunni í Seinni bylgjunni í vikunni. Handbolti 25. nóvember 2021 13:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 28-32 | Góður seinni hálfleikur skilaði ÍBV sigri ÍBV jafnaði Val að stigum í 2. sæti Olís-deildar karla í handbolta með sigri á Stjörnunni, 28-32, í Garðabænum í kvöld. Stjörnumenn voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15, en Eyjamenn voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik sem þeir unnu, 17-12. Handbolti 24. nóvember 2021 20:33
Patrekur: Hef engar áhyggjur af markvörslunni Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var mun sáttari með fyrri hálfleikinn en þann seinni gegn ÍBV í kvöld. Eyjamenn unnu leik liðanna í Mýrinni með fjögurra marka mun, 28-32. Handbolti 24. nóvember 2021 20:28
Annarri umferð Olís deildar karla lýkur loksins í kvöld sextíu dögum of seint Stjarnan og ÍBV spila í kvöld lokaleikinn í annarri umferð Olís deildar karla í handbolta sem er svo sem ekkert sérstakt fréttaefni nema að níundu umferð deildarinnar lauk á mánudagskvöldið. Handbolti 24. nóvember 2021 16:00
Talaði við konu Jóa fyrir Seinni bylgju þáttinn í gærkvöldi Það var þema í lagavalinu í Seinni bylgjunni í gærkvöldi og samnefnarinn var sérfræðingurinn Jóhann Gunnar Einarsson. Handbolti 23. nóvember 2021 14:30
„Hræðileg tilhugsun og má ekki gerast“ Willum Þór Þórsson er einn farsælast fótboltaþjálfari í sögu íslenskum fótboltans og sá eini sem hefur unnið allar fjórar deildirnar sem þjálfari. KR og Valur urðu bæði Íslandsmeistarar undir hans stjórn. Handbolti 23. nóvember 2021 10:30
Fjör hjá Agnari í einangrun: „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert“ Handknattleiksmaðurinn Agnar Smári Jónsson losnar úr einangrun í dag eftir að hafa smitast af Covid-19. „Þræleðlileg“ innslög hans úr einangruninni, í Seinni bylgjunni í gærkvöld, vöktu mikla kátínu. Handbolti 23. nóvember 2021 08:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 27-25 | Mosfellingum tókst ekki að losa hreðjatak Valsmanna Valur mætti Aftureldingu í lokaleik níundu umferðar Olís deildar-karla í handbolta. Valsmenn fóru með tveggja marka sigur af hólmi, lokatölur 27-25. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Handbolti 22. nóvember 2021 21:30
Ég sá enga hrindingu í rauða spjaldinu Afturelding tapaði gegn Val 27-25. Valur var með yfirhöndina nánast allan leikinn sem skilaði sér í tveggja marka sigri. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var hundfúll eftir leik. Sport 22. nóvember 2021 21:00
Afturelding 29 mörk í mínus á móti Val á árinu 2021 en getur lagað það í kvöld Valur tekur á móti Aftureldingu í kvöld í lokaleik níundu umferðar Olís deildar karla í handbolta en þetta ætti að vera öruggur heimasigur ef marka má fyrri viðureignir liðanna á þessu ári. Afturelding hefur því ýmislegt að sanna í kvöld. Handbolti 22. nóvember 2021 16:30
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Grótta 22-26 | Víkingar enn stigalausir Gróttumenn gerðu góða ferð í Víkina í Olís deildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 21. nóvember 2021 20:36
Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 30-27 | FH-ingar upp í 2. sætið FH komst upp í 2. sæti Olís-deildar karla með sigri á Fram, 30-27, í Kaplakrika í kvöld. Þetta var fimmti sigur FH-inga í síðustu sex leikjum. Fram, sem hefur tapað þremur leikjum í röð, er áfram í 7. sæti deildarinnar. Handbolti 21. nóvember 2021 20:25
Einar: Þvílíkt andleysi og karaktersleysi Einar Jónsson, þjálfari Fram, var langt frá því að vera sáttur með sína menn í fyrri hálfleik gegn FH í kvöld. Frammarar voru sjö mörkum undir að honum loknum, 17-10. Handbolti 21. nóvember 2021 20:23
Arnar Daði: Er ekki vanur að hrósa andstæðingnum Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum sáttur með sitt lið er þeir sigruðu sinn annan leik í röð á tímabilinu gegn Víking á útivelli sem leikinn var fyrr í kvöld. Handbolti 21. nóvember 2021 20:10
Umfjöllun og viðtöl: KA - Haukar 29-32 | Toppliðið sótti sigur norður Haukar styrktu stöðu sína á toppi Olís deildarinnar með þriggja marka sigri á KA á Akureyri í dag. Handbolti 21. nóvember 2021 19:20
Aron Kristjáns: Leikurinn var orðinn mjög líkamlegur Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir nauman sigur gegn KA.Haukar voru yfir nær allan leikinn en KA sótti á undir lokin og komust einu marki yfir þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks. Handbolti 21. nóvember 2021 18:54
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 32-25 | Sannfærandi sigur Eyjamanna Frábær seinni hálfleikur varð til þess að Eyjamenn unnu sannfærandi sjö marka sigur á nágrönnum sínum frá Selfossi. Handbolti 21. nóvember 2021 13:15