Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Ísland og Japan: Tækifæri í jarðhita

Mörg ríki reyna nú að draga úr bruna jarðefnaeldsneytis til orkuframleiðslu, sem er helsta orsök skaðlegra loftslagsbreytinga á heimsvísu. Japan er þar engin undantekning og býr raunar við meiri vanda en mörg önnur ríki, því dregið hefur mjög úr notkun kjarnorku eftir slysið í Fukushima-verinu.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað fæ ég í skerðingar vegna lífeyrissjóðs míns?

Þann 16. janúar sl. skrifaði Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni. "Hvað fæ ég frá lífeyrissjóðnum mínum“. Þar skrifar hún að stundum heyrist sagt að við fáum "ekkert“ út úr lífeyrissjóðunum og tekur dæmi um sjóðsfélaga með að jafnaði 400 þúsund króna

Skoðun
Fréttamynd

Moskvulínan II

Á seinasta kjörtímabili rak Ísland minnst tvær utanríkisstefnur. Annars vegar var það utanríkisstefna Íslands sem vildi ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Þetta Ísland vildi samþykkja kröfur Breta og Hollendinga í IceSave. Þetta var Ísland ríkisstjórnarinnar, eða öllu heldur Samfylkingarhluta hennar. Hinn stjórnarflokkurinn

Fastir pennar
Fréttamynd

Blessuð ónáttúran

Í fyrsta lögfræðitímanum sem ég sat vorum við látin hlusta á Dýrin í Hálsaskógi og ræddum hvort reglur skógarins um að ekkert dýr mætti borða annað dýr væru ósanngjarnar gagnvart Mikka ref. Mikki refur hefur aldrei og mun aldrei lifa á tófú. Dýrin nefnilega borða önnur dýr, eins og dönsku börnin voru minnt svo óþyrmilega á um daginn þegar gíraffinn Maríus

Bakþankar
Fréttamynd

Oj, ógeðslegt

Hér er saga frá Rússlandi Pútíns: Maður tekur myndir af sér með standpínu og slysast til að dreifa þeim óvarfærnislega. Heilt bæjarfélag fer yfir um. "Hvað með börnin?“ spyr fólk. "Maðurinn býr nálægt skóla!“ (Eins og annað sé hægt í þúsund manna bæ.) Fjölmiðill hringir í manninn. Maðurinn þarf að útskýra að hann sé ekki barnaníðingur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skammtað úr krepptum hnefa

Skólastarf í leik-, grunn- og framhaldsskólum hefur þurft að þola óvæginn niðurskurð eftir hrun og fyrir hrun kröfðu stjórnvöld skólasamfélagið um aðhald og sparnað í rekstri. Það er því ekki hægt að segja að skólar hafi verið ofaldir af því fjármagni sem þeim var úthlutað í "góðærinu“. Störf kennara verða sífellt flóknari og á þá bætast sífellt fleiri

Skoðun
Fréttamynd

Góðir kennarar

Átján ára dóttir mín kom heim í vikunni eftir að hafa tekið þátt í mótmælum á Austurvelli. Hún fékk frí í skólanum til að sýna kennurum samstöðu í baráttu þeirra fyrir betri launum. Verkfall framhaldsskólakennara er yfirvofandi. Það er smánarblettur á samfélaginu að þeir þurfi að leita til slíkra ráða til að fá almennileg laun.

Skoðun
Fréttamynd

Áskoranir í menntamálum

Menntamál eru afdrifaríkasti málaflokkur stjórnmálanna. Skólarnir ráða miklu um framtíð barnanna okkar og því er ekki hægt að ofmeta þýðingu þeirra fyrir velferð einstaklingsins og þjóðarhag. Menntun er almannagæði sem við þurfum öll að standa vörð um. Engu að síður eru kennarar láglaunastétt í samfélaginu og mikið skortir á

Skoðun
Fréttamynd

Öflugra og fjölbreyttara atvinnusvæði

Það er nauðsynlegt að halda uppi öflugu atvinnustigi á Akureyri. Of margt ungt fólk hefur lokið iðn- og tækninámi, háskólanámi en fær ekki starf við hæfi. Þetta verður að laga. Lífshamingja þeirrar kynslóðar sem er að koma á atvinnumarkað í bænum er í húfi. Tækifæri Akureyrar liggur í þessu hæfileikaríka unga fólki. Koma þarf vinnufúsum til verka.

Skoðun
Fréttamynd

Burt með pósteinokun

Það má ýmislegt segja um ESB og ekki allt bara jákvætt. En eitt af því sem er jákvætt er hin kreddukennda þráhyggja til að búa til "sameiginlega evrópska markaði“ í hinu og þessu. Oft er þar með verið að brjóta upp fyrirkomulag þar sem 20-30 stórmerkilegir einokunarrisar sitja hver um sinn landsmarkað og halda því fram að þeir veiti

Fastir pennar
Fréttamynd

Lífhagkerfið – dýrmæt auðlind

Ísland er með formennsku í samstarfi Norðurlandanna árið 2014. Samkvæmt venju hafa verið skipulögð ákveðin formennskuverkefni og hafa þrjú ráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunar-, umhverfis- og auðlinda- og mennta- og menningarmálaráðuneyti, sameinast um framkvæmd forgangsverkefnis sem kallað er Norræna lífhagkerfið og fengið hefur vinnuheitið NordBio. Verkefninu er ætlað að standa yfir í þrjú ár.

Skoðun
Fréttamynd

Græn höfuðborg

Meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins í Reykjavík hefur staðið dyggan vörð um grænar áherslur á kjörtímabilinu og nú þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks grefur markvisst undan vægi umhverfismála við landsstjórnina er mikilvægt að Reykjavíkurborg spyrni fast við fótum og taki forystu í þessum málaflokki.

Skoðun
Fréttamynd

Virðing forseta Alþingis!

Í helgarblaði Fréttablaðsins laugardaginn 25. janúar sl. er viðtal við forseta Alþingis, Einar K. Guðfinnsson. Þar beinir hann spjótum sínum enn og aftur að þeim þingmönnum sem voru annarrar skoðunar en hann sjálfur í Landsdómsmálinu. Það að Sjálfstæðismaðurinn Einar K. Guðfinnsson hafi óbreytta afstöðu til málsins er ekki frétt.

Skoðun
Fréttamynd

Óskynsamleg skíðasniðganga

Forseti Íslands og frú hafa þegið boð um að vera viðstödd Vetrarólympíuleikana í Sotsjí. Það er gott þrátt fyrir skiljanlega umræðu um hvort ráðamenn þjóðarinnar ættu að sniðganga leikana til að mótmæla grófum mannréttindabrotum Rússa gagnvart samkynhneigðum.

Bakþankar
Fréttamynd

Til verðandi feðra

Mörg pör skilja eftir barneigir. Oft vegna þess að fólk höndlar ekki álagið. Oft vegna þess að feður höndla ekki álagið. Áföll styrkja ekki endilega sambönd. Áföll veikja oft sambönd. Og eins harkalega og það kann að hljóma þá er það oft eins konar áfall að eignast barn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sóun í húsnæðismálum

Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um húsnæðismál Íslendinga. Æ fleiri eiga í vandræðum með að koma sér upp viðunandi þaki yfir höfuðið. Fjölmargir búa í húsum sem vart geta talist mannabústaðir. Vegna húsnæðiseklu veigra byggingaryfirvöld sér við því að beita úrræðum vegna ólöglegra íbúða en framfylgja þó samviskulega nýrri og mjög hertri byggingareglugerð.

Skoðun
Fréttamynd

Sannir verðir laganna

Kínverski andófsmaðurinn Xu Zhiyong, sem er hluti af óformlegum hópi sem kallast „Nýja borgarahreyfingin“, á nú yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að „egna til mannsafnaðar í því skyni að raska reglu á opinberum stað“. Xu Zhiyong er fyrrum lagakennari og hefur til dæmis tekið að sér mál dauðdæmdra fanga. Ákæran virðist koma til vegna

Fastir pennar
Fréttamynd

Lífsgæði fyrir alla

Lífsgæði borgarbúa eru mér mjög hugleikin, lífsgæði allra en ekki síst þeirra sem glíma við einhvers konar áskoranir í lífinu. Áskoranir tengdar öldrun, einelti, ofbeldi, langvinnum veikindum, erfiðum sjúkdómum, fötlunum og hvers kyns óvæntum áföllum. Ef eitthvað er að hjá barninu þínu eða einhverjum nákomnum ættingja þá er eitthvað að hjá allri

Skoðun
Fréttamynd

Fylkjum liði í menntamálum

Skólamál eru einn mikilvægasti málaflokkur stjórnmálanna og geta skipt sköpum fyrir velferð og hagsæld samfélagsins. Verulegu fjármagni er varið til menntamála, einkum þeirra skólastiga sem eru á forræði sveitarfélaga. Í leikskólum og grunnskólum er unnið gott starf, sem birtist í jákvæðum viðhorfum nemenda og forelda. En miklar áskoranir

Skoðun
Fréttamynd

Einni af okkur nauðgað

Í vikunni barst sú hræðilega frétt að danskri konu hefði verið nauðgað á Indlandi. Konan hafði villst af leið og hópur manna króaði hana af og nauðgaði henni. Við lestur frétta af þessu tagi setur mann hljóðan. Það er nánast ómennskt að finna ekki til samkenndar og hugsa hvað heimurinn getur verið ljótur.

Bakþankar
Fréttamynd

Verðbólgu þú óttast

"Trúin flytur fjöll“ segir í einum af lygnari málsháttum flestra Evrópumála. En fjöll eru þung. Þunga hluti er erfitt að hreyfa úr stað. Það er lögmál. Þegar ég var ungur langaði mig stundum að verða betri að hlaupa. Ég hafði mikla trú á að þetta snerist aðallega um viljastyrk: Ef ég myndi bara byrja að hlaupa nálægt þeim sem voru alltaf fremstir

Fastir pennar
Fréttamynd

Stóra verkefnið

Þrátt fyrir mikil umsvif á byggingarmarkaði á höfuðborgarsvæðinu árin fyrir hrun blasir við skortur á litlum íbúðum á viðráðanlegu verði í Reykjavík. Á leigumarkaði ríkir neyðarástand. Margar skýrslur hafa verið skrifaðar um mögulegar úrbætur. Nýja ríkisstjórnin er búin að skipa enn eina nefndina.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðarsátt gegn dagforeldrum

Deila skekur samfélagið. Fólk skipast í fylkingar. Annars vegar eru það þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því að senda börn fyrr í leikskóla. Andspænis þeim standa þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því láta börn vera lengur hjá foreldrum sínum. Þjóðfélagið logar í illdeilum.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil stækkun á núverandi friðlandi Þjórsárvera

Tillaga um ný mörk mikillar stækkunar núverandi friðlands Þjórsárvera, sem Umhverfisstofnun hefur unnið að undanfarna mánuði var nýverið send tveimur sveitarfélögum. Tillagan er send í kjölfar ábendinga sem fram komu í sumar við lokafrágang friðlýsingarinnar um að fyrirhuguð afmörkun landsvæðisins

Skoðun
Fréttamynd

Kjósum konur til forystu

Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur enda segjumst við flest vilja jafnrétti kynjanna og á tyllidögum segja flestir stjórnmálamenn að þeir og flokkar þeirra berjist fyrir auknum áhrifum kvenna. Ef við ætlum að búa í réttlátu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Að þeirra rödd heyrist og þær hafi áhrif.

Skoðun
Fréttamynd

Össur og strákarnir

Ein af jólabókunum sem ég las er bók Össurar Skarphéðinssonar, Ár drekans. Hún er skemmtileg lesning enda Össur litríkur stjórnmálamaður. Hann fer á ítarlegan hátt yfir hvernig hann var að plotta og stússast í pólitík eins og þarf þegar maður er utanríkisráðherra.

Bakþankar
Fréttamynd

Dagbók ESB

1. Ísland hringdi: "Hvað er að frétta? Er ekki alltaf að fjölga ríkjunum í ykkur? Hvernig er kreppan að fara með ykkur? Já, meðan við munum… Okkur langar að taka upp evru.“ "Allt í lagi, þið verðið þá að ganga í okkur.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Innlendir vendipunktar 2013 - Millifærslufjárlögin

Pawel Bartoszek lítur um öxl og ræðir um rándýrar og vanhugsaðar vinsældaaðgerðir síðustu ríkisstjórnar eins og desemberuppbót og lengingu fæðingarorlofs. Hann segir allt of margt í nýjum fjárlögum óskynsamlegt. Jákvæðu smáskrefin blikni í samanburði við

Fastir pennar
Fréttamynd

70 prósent minni hæfileikar?

Vorið 2009 stóð Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) að því ásamt Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og CreditInfo að skrifa undir samstarfssamning til fjögurra ára um að nauðsynlegt væri að auka hlut kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs enda yrði íslenska þjóðin að nýta mannauð sinn til fulls.

Skoðun