Segir Fram-liðið í ár eitt það sterkasta sem hann hefur þjálfað Stefán Arnarson þjálfari Fram segir að liðið sem hann vann deildarmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna með í vetur sé eitt besta lið sem hann hefur þjálfað á sínum ferli. Handbolti 21. apríl 2020 22:00
Vignir hefur ekki sérstaklega gaman af handbolta Vignir Svavarsson tilkynnti í gær að hann hafi ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann sér sig ekki fara út í þjálfun eða eitthvað tengt handboltanum því hann hafi ekkert sérstaklega gaman af íþróttinni. Handbolti 21. apríl 2020 20:00
„Var Loga að þakka sem er meistari í að peppa upp góða stemningu“ Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að það sé Loga Geirssyni að þakka að EHF-bikarinn sem Lemgo vann árið 2006 hafi endað hér á landi. Lemgo hafði þá betur í tveimur leikjum gegn Göppingen í úrslitaeinvíginu. Handbolti 21. apríl 2020 18:00
Sautján prósent knattspyrnuþjálfara á Íslandi fá greitt svart Könnum Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands leiddi í ljós að nær fimmtungur knattspyrnuþjálfara á Íslandi fá launagreiðslur sem eru ekki gefnar upp til skatts. Íslenski boltinn 21. apríl 2020 15:57
Barcelona vildi fá Ásgeir Örn en félagaskiptin duttu upp fyrir eftir að þjálfarinn var rekinn Flest benti til þess að Ásgeir Örn Hallgrímsson væri á leið til Barcelona áður en örlögin gripu í taumana. Handbolti 21. apríl 2020 11:00
Ásgeir um Guðmund: Lausnin hans sú besta í heiminum og leikmennirnir byrja að trúa því Ásgeir Örn Hallgrímsson segist aldrei hafa verið ósáttur með lítinn spiltíma í landsliðinu enda hafi hann gert sér grein fyrir því að í byrjunarliðinu í hans stöðu hafi einn besti handboltamaður Íslands fyrr og síðar verið, Ólafur Stefánsson. Fótbolti 21. apríl 2020 07:00
Söngur, nostalgíukast og Skittles í sjötta þætti Kára úr skúrnum Pistlar halda áfram að berast frá Kára Kristjáni Kristjánssyni úr skúrnum í Vestmannaeyjum og í Sportinu í dag var sýndur þáttur númer sex í fyrstu seríu. Sport 20. apríl 2020 22:00
Grótta uppfærði samninga við leikmenn en enn eru engar fastar launagreiðslur Birgir Tjörvi Pétursson formaður knattspyrnudeildar Gróttu segir að leikmenn liðsins fái engar fastar launagreiðslur þó að þeir séu komnir upp í deild þeirra bestu. Þeir haldi áfram á svokölluðu bónuskerfi. Fótbolti 20. apríl 2020 21:00
„Hefðum átt að vinna gull á Ólympíuleikunum 2012“ Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að það hafi sviðið sárt að hafa ekki unnið til gullverðlauna með íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London 2012. Handbolti 20. apríl 2020 16:05
Ásgeir Örn leggur skóna á hilluna Farsælum ferli handboltamannsins Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar er lokið. Aðeins einn leikmaður hefur farið á fleiri stórmót með íslenska landsliðinu en hann. Handbolti 20. apríl 2020 15:18
Sportið í dag í heild sinni: Víðir í heimsókn og farið yfir víðan völl Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var gestur Kjartans Atla Kjartanssonar og Henrys Birgis Gunnarssonar í Sportinu í dag á föstudaginn. Farið var um víðan völl í þættinum sem nú má sjá í heild sinni hér á Vísi. Sport 19. apríl 2020 12:00
Hugur í Þórsurum sem ræða við þjálfara John Júlíus Cariglia, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Þórs Akureyri, segir mikinn hug í mönnum fyrir norðan og mikinn áhuga á körfubolta í bænum. Þórsarar eru nú í þjálfaraleit. Körfubolti 19. apríl 2020 09:30
Leikmönnum dauðbrá á EM – Stukku nánast í fang Víðis „Þær voru þarna nokkrar sem nánast stukku upp í fangið á mér,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, þegar hann rifjaði upp skemmtilega sögu af Evrópumóti kvenna í fótbolta frá árinu 2017. Víðir var þá öryggisstjóri KSÍ. Fótbolti 18. apríl 2020 22:00
Víðir lærði af landsliðsfólkinu og nýtir sér það í dag Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist hafa lært mikið af því að fylgja íslensku landsliðunum í fótbolta í ferðalögum sem öryggisstjóri KSÍ. Fótbolti 18. apríl 2020 13:00
Anna fékk dýrmæt ár með mömmu og sýtir ekki lengur hvernig fór með atvinnumennskuna Handboltadrottningin sigursæla Anna Úrsúla Guðmundsdóttir missti mömmu sína fyrir þremur árum og segir það hafa sett hlutina í samhengi fyrir sig. Hún svekki sig ekki lengur á því að lítið hafi orðið úr atvinnumannsferlinum. Handbolti 18. apríl 2020 12:00
Komið íþróttafólkinu fyrir á öruggum stað og byrjið Clay Travis, íþróttafréttamaður í Bandaríkjunum, vill eins og fleiri ólmur að farið verði að keppa í íþróttum sem fyrst aftur í landinu. Hann ræddi málin í Sportinu í dag. Sport 18. apríl 2020 09:00
Kári rifjaði upp draumakvöld á Lundanum Kári Kristján Kristjánsson rifjaði meðal annars upp af hverju hann var eitt sinn á kassanum/bumbunni á veitingastaðnum Lundanum í Vestmannaeyjum árið 2005, í nýjasta innslaginu úr skúrnum sínum í Sportinu í dag. Handbolti 17. apríl 2020 23:00
Ræðst í beinni hver er bestur á landinu í FIFA – „Ætlum að mætast í úrslitunum“ Það ræðst í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á morgun hver er besti spilari landsins í FIFA 20 tölvuleiknum. Þá fara fram undanúrslit og úrslit. Rafíþróttir 17. apríl 2020 22:00
Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 17. apríl 2020 18:00
Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. Íslenski boltinn 17. apríl 2020 15:46
Kári Kristján tók siðlausa svindlara fyrir Kári Kristján Kristjánsson rifjaði upp sögur af miklum svindlurum í innslagi sínu úr bílskúrnum í Vestmannaeyjum í Sportinu í dag. Handbolti 16. apríl 2020 23:00
Stólarnir áfram í toppslagnum: „Körfubolti er lífið hérna“ „Við ætlum ekki að fara að fjárfesta okkur í kaf, en við ætlum að halda áfram að vera með í slagnum,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Körfubolti 16. apríl 2020 21:00
Blikar bjartsýnir á að halda stærsta mótið „Við stefnum ótrauð á það að halda mótið,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, um Símamótið sem Blikar halda árlega. Það er jafnan fjölmennasta krakkamót hvers fótboltasumars. Íslenski boltinn 16. apríl 2020 20:10
Fór langt í viðræðum við tvö önnur félög: „Mjög spenntur fyrir því að fara á Selfoss“ „Ég mun fara beint á Kaffi Krús. Síðan er það sundlaugin og ein góð pylsa,“ sagði handboltamaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason léttur í bragði í Sportinu í dag þar sem tilkynnt var að hann hefði samið við Selfoss. Handbolti 16. apríl 2020 19:00
Forseti GSÍ segir umdeildar reglur falla úr gildi 4. maí: „Aðalatriðið að það mætti opna golfvelli“ Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, sér fram á frábært golfsumar hér á landi eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um fyrstu skref við að afnema samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins. Golf 16. apríl 2020 18:00
Sigurður Gunnar á í launadeilu við ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson segist eiga vangoldin laun hjá ÍR. Félagið hefur rift samningi miðherjans við félagið. Körfubolti 16. apríl 2020 16:08
Velunnarar Selfoss söfnuðu fyrir Guðmundi Hólmari Guðmundur Hólmar Helgason gengur í raðir Selfoss frá West Wien í Austurríki. Handbolti 16. apríl 2020 15:31
Guðni reiknar með styrk úr digrum sjóðum FIFA Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist reikna með því að FIFA og UEFA nýti sína sjóði til að styðja við aðildarsambönd sín vegna fjárhagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Íslenski boltinn 16. apríl 2020 07:00
Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. Fótbolti 15. apríl 2020 22:00
Eigandi Dusty ánægður með stórt skref: Meiri peningar í boði þarna Íslenska rafíþróttafélagið Dusty er komið inn í atvinnumannadeild í tölvuleiknum League of Legends. Eigandi Dusty segir það opna á góða tekjumöguleika fyrir félagið. Rafíþróttir 15. apríl 2020 20:00