Sportið í dag

Sportið í dag

Sportið í dag er fréttaþáttur um íþróttir á Stöð 2 Sport. Þátturinn er sýndur alla virka daga klukkan 15.00.

Fréttamynd

Vonandi hægt að halda flest þessara móta

Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Milka á óklárað verk fyrir höndum í Keflavík

Keflavík fékk góð meðmæli þegar Dominykas Milka fór að spyrjast fyrir um félagið á síðasta ári. Eftir að hafa leikið frábærlega með liðinu í Domino‘s-deildinni í vetur ákvað þessi öflugi körfuboltamaður að vera áfram í Keflavík á næstu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Segir stöðu knattspyrnuþjálfara þunga

Birgir Jónasson, gjaldkeri Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands, segir að félögin geti ekki einhliða ákveðið það að draga niður þjálfara í launum. Það þurfi að taka samtalið og ákveða þetta í sameiningu.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir að krakkarnir bjargi geðheilsunni

Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Oostende í belgísku úrvalsdeildinni, segir að lífið sé erfitt án fótboltans en belgíski boltinn var blásinn af á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Syndir í Costco-sundlaug í bílskúrnum

Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona þarf að fara öðruvísi leiðir vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Þríþraut er hlaup, sund og hjól í sömu íþróttinni og því mæðir mikið á Guðlaugu Eddu.

Sport