Emmsjé Gauti og Davíð Oddsson fögnuðu fimmtugri Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskipta- og menningarmálaráðherra varð fimmtug á miðvikudag og blés að því tilefni til stærðarinnar veislu í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekkunni í föstudagskvöld. Lífið 8. október 2023 00:06
Sagðist hataður af fiskeldisfyrirtækjum og skammaður af mótmælendum Fjölmenn mótmæli gegn sjókvíaeldi á Íslandi fóru fram á Austurvelli í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra þakkaði mótmælendum fyrir mætingu en fékk kaldar kveðjur til baka. Bubbi Morthens sagði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eina ráðherrann sem væri að standa sig. Innlent 7. október 2023 20:21
Inga Lind tekur upp hanskann fyrir Áslaugu Fjölmiðlakonan Inga Lind Karlsdóttir segir að fréttaflutningur um ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hafi einkennst af útúrsnúningi. Innlent 7. október 2023 15:03
Furða sig yfir að rannsóknin nái ekki yfir allan tímann Fólk sem var vistað á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins gagnrýnir að heimilið hafi ekki verið rannsakað allan þann tíma sem það starfaði. Vísbendingar séu um að börn hafi sætt illri meðferð þar allt til ársins 1979. Ráðherra býst við að sanngirnisbætur verði ákveðnar í vetur. Innlent 6. október 2023 22:22
Passaði að minnast ekki á gjaldþrot bankanna í ræðunni Fimmtán ár eru liðin frá því að Geir H Haarde þáverandi forstætisráðherra Íslands bað Guð að blessa Ísland vegna hruns íslensku bankanna. Þá um kvöldið, 6. október 2008, samþykkti Alþingi fordæmalaus lög, neyðarlögin, sem veittu Fjármálaeftirlitinu víðtækar heimildir til að taka yfir starfsemi bankanna og veita innstæðum forgang yfir aðrar kröfur. Innlent 6. október 2023 19:01
Fimmtán ár frá Guð blessi Ísland ræðunni Í dag eru fimmtán ár frá því að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa landið. Innlent 6. október 2023 14:02
„Ekki til fyrirmyndar og svona gerir maður ekki“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að forystufólk í stjórnmálum og þeir sem vilji láta taka sig alvarlega sem stjórnmálamenn, eigi að vanda sig í því að tala um sitt samstarfsfólk bæði af virðingu og ábyrgð. Innlent 6. október 2023 12:46
Svandís sé ósátt en Áslaug sér ekki eftir neinu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávarútvegsins þar sem hún skaut á samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur. Hún segist búin að ræða við samráðherra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun. Innlent 6. október 2023 11:23
Auðlindir hafsins Það ætti ekki að koma neinum á óvart hverjar áherslur matvælaráðherra eru þegar kemur að málefnum sjávar og dýra. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíða lagt mikla áherslu á ábyrga umgengni um auðlindir hafsins, enda þær takmarkaðar og nauðsynlegt að nýta þær á sjálfbæran hátt. Skoðun 6. október 2023 08:31
Er ekki kominn tími á aðra nálgun? Á Íslandi er viðvarandi verðbólga sem hefur gífurleg áhrif á daglegt líf allra kynslóða í landinu. Bakslag í hinsegin málum er orðið sýnilegra með hverjum deginum og fregnir af ofbeldi heyrast nær daglega. Upplýsingaóreiða og pólarísering virðist einkenna samfélagslega umræðu í frekari mæli og erfitt er að komast að sameiginlegri niðurstöðu í mikilvægum málaflokkum. Skoðun 6. október 2023 07:00
„Því miður entist þeim ekki aldur eins og fjölmörgum vöggustofubörnum“ Vöggustofubörn sættu illri meðferð að mati vöggustofunefndar. Þá virðast afdrif þeirra talsvert verri en annarra jafnaldra. Maður sem vistaður var á vöggustofu sem og einn þeirra fimmmenninga sem kallaði eftir því að starfsemin yrði rannsökuð segir niðurstöðuna áfellisdóm en henni fylgi þó líka mikill léttir. Innlent 5. október 2023 19:31
Ríkisstjórnin eins og hjón sem rífast úti á svölum Þingmaður Viðreisnar líkir ríkisstjórninni við óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum svo allt hverfið heyri. Öll orka hennar fari í stjórnarheimiliserjur. Innlent 5. október 2023 17:56
Svandís harðorð um varðstöðu Moggans með leyndarhyggju í sjávarútvegi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skýtur föstum skotum að ritstjórn Morgunblaðsins í pistli sem birtist í blaðinu í morgun. Segir hún eigendur blaðsins, að stærstum hluta stórfyrirtæki í sjávarútvegi, nú þétta raðirnar vegna frumvarps hennar sem er ætlað að auka gagnsæi í greininni. Innlent 5. október 2023 17:01
Hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra Einstaklingar sem voru sem börn á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra. Þá voru þeir einnig líklegri til að fara á örorku. Innlent 5. október 2023 14:59
Lögmaður hjá SA nýr aðstoðarmaður Guðrúnar Árni Grétar Finnsson, lögmaður á efnahags- og samkeppnishæfnissviði Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Hreinn Loftsson lét nýverið af störfum sem aðstoðarmaður ráðherrans. Innlent 5. október 2023 14:13
Bregðast við ítrekuðum seinkunum leiðar 14 Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun. Innlent 5. október 2023 14:01
Fyrsta skóflustungan tekin við Grensás Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala. Deildin er endurhæfingardeild Landspítala en þangað koma sjúklingar til endurhæfingar eftir að hafa lokið meðferð á öðrum deildum spítalans. Innlent 5. október 2023 13:49
Líður að verri loftgæðum? Íslenskur vetur væntanlegur með öllum sem honum fylgir, vetrarstillum og verri veðrum. Sannarlega er sjaldan skortur á roki og rigningu, sanngjarnt væri að allt óheppilegt fyki í buffer himinhvolfanna. Því trúa mörg og því haldið á lofti að hér séu loftgæði góð. Skoðun 5. október 2023 10:32
Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. Innlent 5. október 2023 09:37
„Gulrætur og svipur“ í nýjum ramma fyrir lagareldi Fyrsta heildstæða stefnan um sjókvíaeldi og annars konar eldi var birt í dag. Ráðherra segir greinina hafa vaxið umfram regluvert og það löngu tímabært að setja greinina í góðan ramma. Innlent 4. október 2023 21:00
Líst illa á að lífsbjargandi neyslurými verði í bifreið: „Fólk er að deyja“ Reykjavíkurborg skoðar að opna færanlegt neyslurými aftur á meðan leitað er að varanlegu rými. Rauði krossinn segir hugmyndina afleita. Að þjóðfélagshópurinn sem sæki sér þjónustuna eigi skilið betri húsakost en bíl. Innlent 4. október 2023 20:03
Fagnar gjaldinu en hefur áhyggjur af hnignandi rafbílaeftirspurn Framkvæmdastjóri FÍB, Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segist fagna áformum fjármálaráðherra um kílómetragjald rafmagns- og vetnisbíla en að þau hefðu mátt vera betur útfærð. Þá segist hann hafa áhyggjur af því að gjaldið gæti komið niður á áhuga landsmanna á rafmagnsbílum. Innlent 4. október 2023 18:37
Styrkja rannsóknir og efla eftirlit með lagareldi Fyrsta heildstæða stefnan um uppbyggingu og umgjörð lagareldis hefur nú verið birt. Efla á eftirlit og rannsóknir. Leyfishafar munu greiða gjald fyrir afnot af auðlindum. Ráðherra segir gott að fá heildstæða stefnu þrátt fyrir ólíka stöðu hverrar greinar. Innlent 4. október 2023 12:01
Sex krónu kílómetragjaldi komið á um næstu áramót Áform fjármálaráðherra um frumvarp um kílómetragjald á bílanotkun gerir ráð fyrir að sex krónu kílómetragjaldi verði komið á rafmagns- og vetnisbíla á næsta ári. Þannig sé áætlað að eigandi rafmagnsbíls sem ekur sömu vegalengd muni greiða sama gjald fyrir afnot af vegakerfinu og sá sem ekur bensínbíl. Tengiltvinnbílar munu hins vegar greiða tveggja krónu kílómetragjald á næsta ári. Kílómetragjald á bensín- og díselbíla verður komið á í ársbyrjun 2025. Neytendur 4. október 2023 11:38
Seðlabankastjóri hengir bakara fyrir smið Líkt og í samanburðarlöndum hefur verðbólga verið há hér á landi síðustu misseri, en í flestum samanburðarlöndum er farið að rofa til og verðbólga fer hratt lækkandi. Það sama gerist hins vegar ekki hér og við erum enn að glíma við meira en 8% verðbólgu þrátt fyrir að hér séu stýrivextir í hæstu hæðum. Skoðun 4. október 2023 09:00
Er það góð hugmynd? Það er ljóst að leikskólar verða ekki starfræktir án kennara. Í tilfelli leikskólans er það bundið í lög að að lágmarki 2/3 hlutar þeirra sem sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf. Það þýðir að það er lögbundið að kennarar í leikskólum eigi að hafa menntun. Í dag er það samt þannig að eingöngu tæplega 1/3 hluti þeirra sem starfa í leikskólum hafa til þess tilskilda menntun eins og lögin kveða á um. Það eru ekki nýjar fréttir. Skoðun 4. október 2023 08:31
Tveir fyrir einn í mannréttindum Við Íslendingar búum við ákveðna sérstöðu á mörgum sviðum. Sú sérstaða er ekki alltaf til eftirbreytni þótt stundum sé hún kostur. Við erum til að mynda ekkert sérstaklega gæfusöm að vera föst í þeirri sérvisku að halda úti einni smæstu mynt í heimi. Skoðun 4. október 2023 07:00
Milljarðar í óþarfa kostnað fyrir neytendur Tryggja þarf aukið eftirlit á bankamarkaði til að tryggja aukna samkeppni. Þetta kom fram í morgun á málþingi um nýútkomna skýrslu um gjaldtöku og arðsemi bankanna. Formaður Neytendasamtakanna segir innlenda greiðslumiðlun mikilvæga í þessu tilliti. Neytendur 3. október 2023 13:07
Öllum börnum nú boðin HPV-bólusetning óháð kyni Börnum í sjöunda bekk er nú öllum boðin bólusetning gegn HPV veirunni, óháð kyni. Samhliða hefur verið tekið í notkun nýtt og breiðvirkara bóluefni en áður sem veitir víðtækari vörn gegn krabbameinum af völdum veirunnar. Innlent 3. október 2023 12:56
Faðir ráðherra og föðurbróðir svara fyrir sig á heimasíðunni Hrútar Bræðurnir Daði og Valdimar Einarsson hafa komið á fót heimasíðunni Hrútar. Þar vilja þeir koma á framfærum sjónarmiðum sínum um áralangar fjölskyldudeilur sem hverfst hafa um jörðina Lambeyrar undanfarna mánuði. Innlent 3. október 2023 12:39