„Nauðsynlegt að við tryggjum aukið öryggi okkar lögreglumanna“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir afbrotavarnafrumvarp vera á leiðinni. Til skoðunar sé að auka varnir lögreglu en ávinningurinn af því sé augljós, mikilvægt sé að tryggja öryggi lögreglumanna. Innlent 11. október 2022 23:46
Hildur og Gísli eiga von á barni Hildur Sverrisdóttir alþingismaður og sambýlismaður hennar, Gísli Árnason, eiga von á barni. Lífið 11. október 2022 21:16
Til eru vítin að varast Talið er að um 1500 leigubifreiðastjórar frá að minnsta kosti tuttugu Evrópuríkjum hafi tekið þátt í fjöldafundum í Brussel hinn 8. september sl. þar sem mótmælt var afregluvæðingu leigubifreiðaaksturs og þjónkun evrópskra valdhafa við ameríska stórfyrirtækið Uber Skoðun 11. október 2022 20:00
Reykjavíkurborg segir fjölda málaflokka vanfjármagnaða af hálfu ríkisins Fjármálasvið Reykjavíkurborgar segir að fjöldi málaflokka sveitarfélaga séu van- eða ófjármagnaðir í athugasemdum við fjárlagafrumvarp Alþings fyrir árið 2023. Um sé að ræða skyldur sem ríkið leggur á herðar sveitarfélaga en fjármagn fylgi ekki með til að standa straum af kostnaði. Innherji 11. október 2022 16:46
Landlæknir segir brýna þörf á efnahagslegum aðgerðum gegn offituvandanum Einn stærsti heilsufarsvandi samtímans hér á landi er sjúkdómurinn offita og afleiddir sjúkdómar. Þetta er mat sérfræðinga í offitu. Landlæknir segir brýna þörf á að setja auknar álögur á óhollustu. Innlent 11. október 2022 09:00
Hvar er afreksíþróttastefnan? Íslenskt afreksíþróttafólk hefur síðastliðinn áratug reglulega vakið athygli á slæmri fjárhags- og réttindastöðu sinni. Íþróttafólkið sem fyllir okkur stolti á alþjóðavettvangi býr við tekjuóöryggi og á nær engan rétt í kerfinu, til aðgangs að sjúkrasjóðum, fæðingarorlofs, lífeyrisréttinda eða annars stuðnings sem launafólk álítur sjálfgefinn. Íþróttahreyfingarnar hafa líka jafn lengi kallað eftir heildstæðri stefnu í málaflokknum. Skoðun 11. október 2022 08:00
Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. Erlent 10. október 2022 21:16
„Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. Innlent 10. október 2022 16:34
Tuttugu hádegisverðir, rándýr kvöldmatur og ýmsar jólagjafir Á tæpu ári sátu fulltrúar Bankasýslu ríkisins tuttugu hádegisverðarfundi með fulltrúum ýmissa fjármálafyrirtækja. Tvisvar fögnuðu starfsmenn Bankasýslunnar frumútboði á hlutum í Íslandsbanka með kvöldverði. Kvöldverðirnir kostuðu 34 þúsund og 48 þúsund krónur á mann. Viðskipti innlent 10. október 2022 13:06
Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. Innlent 10. október 2022 12:47
Segir stjórnarkrísu ríkja í sveitarfélaginu eftir álit ráðuneytisins „Verulegir annmarkar“ voru á framkvæmd fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar þann 11. ágúst síðastliðinn þar sem ráðning sveitarstjóra, nýtt nafn á nýlega sameinuðu sveitarfélagi Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, og nýtt merki sveitarfélagsins voru meðal annars á dagskrá. Innlent 10. október 2022 10:58
Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. Innlent 10. október 2022 07:00
Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi. Innlent 9. október 2022 14:32
Bandalag íslenskra listamanna hjólar í Lilju Bandalag íslenskra listamanna hefur skilað umsögn til fjárlaganefndar Alþingis um frumvarp til fjárlaga árið 2023. Þar segir að verulega sé gengið á sjóði menningar og listsköpunar í fjárlögum, listamannasjóðirnir séu skornir niður sem nemur á bilinu 5-30 prósent. Ákvörðun um ríflega þrjátíu prósenta niðurskurð til Kvikmyndasjóðs er kölluð óskiljanleg, kallað er eftir Þjóðaróperu og krafist skýringa á „andlitslausu“ ráðstöfunarfé menningar- og viðskiptaráðuneytis í málaflokknum. Innlent 9. október 2022 10:25
Áform um skandinavískt sjávarþorp á Kársnesi Fyrirtækið sem stendur á bak við Sky Lagoon vill byggja skandinavískt sjávarþorp við strönd Kársnessins. Aðeins eitt púsl vantar og heldur Kópavogsbær því hjá sér þar til deiliskipulagsvinnu er lokið. Viðskipti innlent 9. október 2022 07:01
„Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn“ Sífellt fleiri greinast hér á landi með sjúkdóminn offitu að sögn yfirlæknis offitusviðs Reykjalundar. Hún kallar eftir vitundarvakningu. Nauðsynlegt sé að nálgast viðfangsefnið án þeirra fordóma sem nú séu til staðar til að mynda í sjálfu heilbrigðiskerfinu. Innlent 9. október 2022 07:01
Staða flóttafólks oft verri þegar það hafi fengið vernd í öðru landi Þingmaður Viðreisnar segir ótækt að ætla að fylgja stefnu Dana í útlendingamálum og senda fólk með formlega vernd í öðrum löndum úr landi í blindni. Staða fólks væri oft verri þegar það væri komið með vernd annars staðar. Innlent 8. október 2022 20:01
Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. Innlent 8. október 2022 17:26
Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. Innlent 8. október 2022 11:43
Hvað gerir ritari Sjálfstæðisflokksins? Reynslumikil manneskja innan Sjálfstæðisflokksins spurði mig í vikunni: „Hvað gerir ritari flokksins?“ Í framhaldi spurningarinnar bætti viðkomandi því við að í huga margra væri ekki fyllilega ljóst hvert væri hlutverk þess sem gegndi embættinu. Skoðun 8. október 2022 07:02
Stefna á nýjan golfvöll í Múlaþingi Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs hefur óskað eftir því að byggður verði nýr golfvöllur á Eiðum. Félagið notast við völl við Ekkjufell sem að sögn stjórnarmanns klúbbsins veldur óánægju meðal golfiðkenda á svæðinu. Golf 8. október 2022 07:02
Grét næstum af gleði þegar hún frétti af niðurstöðunni „Ég er ennþá að átta mig á þessu. Þvílík gleði. Það er bara þannig að þegar ég frétti af þessu þá fór ég næstum því að gráta. Ég er svo glöð að þessi niðurstaða hafi komið því maður gat alveg eins átt von á öðru,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, um þá niðurstöðu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um að byggja skuli við löngu sprungna grunnskóla í Laugardal. Innlent 7. október 2022 14:32
Eyjastemmning á næstu Menningarnótt í Reykjavík Vestmannaeyjabær verður heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík 2023 í tilefni af fimmtíu ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. Menning 7. október 2022 13:29
Geðheilbrigði: Orð eru til alls fyrst Á örfáum áratugum hefur samfélagið borið gæfu til þess að lyfta geðheilbrigðismálum ofar og ofar í forgangsröðuninni. Þar er enginn hópur undanskilinn; allt frá börnum til eldri borgara og allt litrófið þar á milli. Skoðun 7. október 2022 12:00
Tillaga Arons aftur vinsælust: „Þetta var náttúrulega bara rýtingur í bakið“ Aron Kristinn Jónasson, söngvari og meðlimur í tvíeykinu ClubDub, segir það hafa verið eins og að fá rýting í bakið þegar Reykjavíkurborg ógilti hugmynd hans um að reisa styttu af Kanye West við Vesturbæjarlaug vorið 2021. Hann hefur ekki gefist upp og reynir nú aftur. Innlent 7. október 2022 10:50
Vill fá afsökunarbeiðni frá Ingu, Guðmundi og konunum þremur Frambjóðandi Flokks fólksins á Akureyri vill fá afsökunarbeiðni frá forystu flokksins og konunum þremur sem hafa sakað hann og tvo aðra menn um óásættanlega framkomu. Hann segist ekki efast um niðurstöður óháðrar rannsóknar. Innlent 7. október 2022 06:58
Fyrrverandi þingmenn á Bandaríkjaþingi segja rödd Íslands mikilvæga Fyrrverandi þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings segja rödd Íslands skipta miklu máli á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn geti margt lært af Íslendingum. Heimir Már hitti nokkra fyrrverandi fulltrúadeildarþingmenn í dag. Innlent 6. október 2022 20:01
Leiðtogar Evrópu skerpa samstöðuna og Rússlandsforseti ráðvilltur Þrátt fyrir árangursríka gagnsókn Úkraínumanna í austur og suður Úkraínu halda Rússar áfram eldflaugaárásum á borgi og bæi. Rússlandsforseti virðist ráðvilltur en í dag komu leiðtogar rúmlega fjörutíu ríkja allt frá Íslandi til Tyrklands saman til að ræða samstarf í öryggis- og efnahagsmálum. Erlent 6. október 2022 19:21
Orkumálaráðherra birtir óhefðbundna „táslumynd“ Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra virðist ekki hafa misst húmorinn þrátt fyrir að hafa ökklabrotnað í morgun. Ráðherrann birti mynd af sér þar sem hann lá á Landspítalanum og spurði hvort „táslumyndir væru ekki í tísku.“ Lífið 6. október 2022 15:22
Rússum ekki boðið í nýtt bandalag sem á að stilla saman strengi Evrópuríkja Leiðtogar ríkja Evrópska stjórnmálabandalagsins, sem á ensku nefnist European Political Community, funda í fyrsta skipti í sögu hins nýja bandalags í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur þátt í fundinum fyrir hönd Íslands. Innlent 6. október 2022 15:13