Skorti heildarmynd í Landsbankamálinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. apríl 2024 13:30 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs Landsbankans og Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar. Þau eru í aðalhlutverki í málinu. Vísir/Hjalti Fjárlaganefnd hefur enn ekki fengið svör frá Fjármálaráðuneytinu um hver samskipti þess og Bankasýslu ríkisins voru í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM. Nefndarmaður er svartsýnn á að þau berist. Heildarmynd í málinu liggi enn ekki fyrir. Bankasýsla ríkisins ákvað fyrir helgi að skipta út öllu bankaráði Landsbankans vegna óánægju með hvernig staðið var að kauptilboði í tryggingafélaginu TM. Fjárlaganefnd óskaði fyrir tæpum mánuði eftir skýringum frá fjármálaráðuneytinu um samskipti ráðuneytisins og Bankasýslunnar í málinu. Björn Leví Gunnarsson Pírati og nefndarmaður er svartsýnn á að svör berist þaðan. „Það kæmi mér á óvart. Það verður svona hummað fram að sér að svara. Ef að svarið kemur að lokum verður það eins fátæklegt og hægt er að hafa það,“ segir Björn sem segir það ekki eðlilega stjórnsýslu. Fyrrverandi fjármálaráðherra hafi átt fund með bankastjóra Tryggvi Pálsson formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins upplýsti hins vegar á Sprengisandi í gær um samskipti fyrrverandi fjármálaráðherra og Landsbankans í aðdraganda sölunnar. „Ákvörðunin stóra er 15. mars þegar Bankaráðið ákveður að fara í skuldbindandi tilboð. Það er ekkert símtal, ekkert tölvuskeyti, ekkert bréf sem sagði um þetta þannig að við gátum ekkert upplýst ráðherra um það. En ráðherra var búin að segja sína skoðun mjög skýrt mánuði áður og meira að segja funda með yfirstjórnendum Landsbankans þar sem þetta kom líka fram. Daginn eftir fundinn þá var bankaráðsfundur. Þannig að Landsbankinn mátti alveg vita að baklandið var ekki á þessari skoðun,“ sagði Tryggvi á Sprengisandi í gær. Þá kom eftirfarandi fram: „Mér skilst að það hafi verið fundur ráðherrans og bankastjóra og lykilstarfsmanns. En ekki við bankaráð. Að sjálfsögðu hafi verið sagt frá því samtali á bankaráðsfundi daginn eftir,“ sagði Tryggvi í þættinum Sprengisandi í gær. Björn Leví Gunnarsson Pírati og nefndarmaður er svartsýnn á að fjárlaganefnd fái svör frá fjármálaráðuneyti um samskipti ráðuneytisins og Bankasýslunnar um samskipti í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM.Vísir Ekki kom fram í þættinum hvort að ráðherrann hafi komið þessum áhyggjum sínum á framfæri við Bankasýsluna eins og hefði mátt búast við samkvæmt eigendastefnu ríkisins þar sem til Bankasýslunnar var upphaflega stofnað til að hafa armslengdarsjónarmið. Björn segir erfitt að meta hvar sannleikurinn liggur í málinu. „Það er ekki komin nein heildarmynd á þetta ennþá. Samkvæmt lögum um stjórnarráðið þá á að bóka alla svona fundi ráðherra í dagbók ráðherra og í raun hvað þar kom fram ef það varðar einhverja ákvörðunartöku. Ég veit ekki til þess að það hafi verið,“ segir Björn Leví. Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Alþingi Tengdar fréttir Landsbankinn ekki seldur á þessu kjörtímabili Forsætisráðherra sér ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili en það gæti þó orðið á því næsta. Þá hugnast honum ágætlega að Landsbankinn losi sig við tryggingarfélagið TM. 14. apríl 2024 13:40 Blekkingin um afskiptaleysi ráðherra af rekstri Landsbankans Bankasýslan var sett á stofn til að tryggja aðskilnað stjórnmála frá rekstrarákvörðunum banka í eigu ríkisins í kjölfar bankahrunsins 2008 (svokallað "armslengdar-fyrirkomulag"). Þetta var hugsað þannig að bankar í eigu ríkisins væru einfaldlega reknir á sömu forsendum og einkabankar og ættu að standa sig í samkeppninni á bankamarkaðinum - án afskipta stjórnmálamanna. 14. apríl 2024 11:30 Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. 12. apríl 2024 19:01 Öllu bankaráði Landsbankans skipt út Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. 12. apríl 2024 16:25 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Bankasýsla ríkisins ákvað fyrir helgi að skipta út öllu bankaráði Landsbankans vegna óánægju með hvernig staðið var að kauptilboði í tryggingafélaginu TM. Fjárlaganefnd óskaði fyrir tæpum mánuði eftir skýringum frá fjármálaráðuneytinu um samskipti ráðuneytisins og Bankasýslunnar í málinu. Björn Leví Gunnarsson Pírati og nefndarmaður er svartsýnn á að svör berist þaðan. „Það kæmi mér á óvart. Það verður svona hummað fram að sér að svara. Ef að svarið kemur að lokum verður það eins fátæklegt og hægt er að hafa það,“ segir Björn sem segir það ekki eðlilega stjórnsýslu. Fyrrverandi fjármálaráðherra hafi átt fund með bankastjóra Tryggvi Pálsson formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins upplýsti hins vegar á Sprengisandi í gær um samskipti fyrrverandi fjármálaráðherra og Landsbankans í aðdraganda sölunnar. „Ákvörðunin stóra er 15. mars þegar Bankaráðið ákveður að fara í skuldbindandi tilboð. Það er ekkert símtal, ekkert tölvuskeyti, ekkert bréf sem sagði um þetta þannig að við gátum ekkert upplýst ráðherra um það. En ráðherra var búin að segja sína skoðun mjög skýrt mánuði áður og meira að segja funda með yfirstjórnendum Landsbankans þar sem þetta kom líka fram. Daginn eftir fundinn þá var bankaráðsfundur. Þannig að Landsbankinn mátti alveg vita að baklandið var ekki á þessari skoðun,“ sagði Tryggvi á Sprengisandi í gær. Þá kom eftirfarandi fram: „Mér skilst að það hafi verið fundur ráðherrans og bankastjóra og lykilstarfsmanns. En ekki við bankaráð. Að sjálfsögðu hafi verið sagt frá því samtali á bankaráðsfundi daginn eftir,“ sagði Tryggvi í þættinum Sprengisandi í gær. Björn Leví Gunnarsson Pírati og nefndarmaður er svartsýnn á að fjárlaganefnd fái svör frá fjármálaráðuneyti um samskipti ráðuneytisins og Bankasýslunnar um samskipti í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM.Vísir Ekki kom fram í þættinum hvort að ráðherrann hafi komið þessum áhyggjum sínum á framfæri við Bankasýsluna eins og hefði mátt búast við samkvæmt eigendastefnu ríkisins þar sem til Bankasýslunnar var upphaflega stofnað til að hafa armslengdarsjónarmið. Björn segir erfitt að meta hvar sannleikurinn liggur í málinu. „Það er ekki komin nein heildarmynd á þetta ennþá. Samkvæmt lögum um stjórnarráðið þá á að bóka alla svona fundi ráðherra í dagbók ráðherra og í raun hvað þar kom fram ef það varðar einhverja ákvörðunartöku. Ég veit ekki til þess að það hafi verið,“ segir Björn Leví.
Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Alþingi Tengdar fréttir Landsbankinn ekki seldur á þessu kjörtímabili Forsætisráðherra sér ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili en það gæti þó orðið á því næsta. Þá hugnast honum ágætlega að Landsbankinn losi sig við tryggingarfélagið TM. 14. apríl 2024 13:40 Blekkingin um afskiptaleysi ráðherra af rekstri Landsbankans Bankasýslan var sett á stofn til að tryggja aðskilnað stjórnmála frá rekstrarákvörðunum banka í eigu ríkisins í kjölfar bankahrunsins 2008 (svokallað "armslengdar-fyrirkomulag"). Þetta var hugsað þannig að bankar í eigu ríkisins væru einfaldlega reknir á sömu forsendum og einkabankar og ættu að standa sig í samkeppninni á bankamarkaðinum - án afskipta stjórnmálamanna. 14. apríl 2024 11:30 Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. 12. apríl 2024 19:01 Öllu bankaráði Landsbankans skipt út Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. 12. apríl 2024 16:25 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Landsbankinn ekki seldur á þessu kjörtímabili Forsætisráðherra sér ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili en það gæti þó orðið á því næsta. Þá hugnast honum ágætlega að Landsbankinn losi sig við tryggingarfélagið TM. 14. apríl 2024 13:40
Blekkingin um afskiptaleysi ráðherra af rekstri Landsbankans Bankasýslan var sett á stofn til að tryggja aðskilnað stjórnmála frá rekstrarákvörðunum banka í eigu ríkisins í kjölfar bankahrunsins 2008 (svokallað "armslengdar-fyrirkomulag"). Þetta var hugsað þannig að bankar í eigu ríkisins væru einfaldlega reknir á sömu forsendum og einkabankar og ættu að standa sig í samkeppninni á bankamarkaðinum - án afskipta stjórnmálamanna. 14. apríl 2024 11:30
Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. 12. apríl 2024 19:01
Öllu bankaráði Landsbankans skipt út Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. 12. apríl 2024 16:25