Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Stefán nýr ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins

Stefán Guðmundsson, viðskiptafræðingur hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og lofslagsráðherra. Stefán tekur við embættinu 1. september.

Innlent
Fréttamynd

Ekki annað hægt en að tárast yfir á­kalli um stuðning

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

„Hún stein­liggur inni sem for­maður“

Kristrún Frostadóttir nýtt formannsefni Samfylkingarinnar ætlar að gera flokkinn að ráðandi afli á ný í íslenskri pólitík og höfða til venjulegs fólks. Húsfyllir var í Iðnó þegar hún tilkynnti um framboð sitt. Fyrrverandi formaður segir hana steinliggja inni.

Innlent
Fréttamynd

„Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur“

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tilkynnti rétt í þessu að hún gæfi kost á sér í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins þann 28. október næstkomandi. Hún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda.

Innlent
Fréttamynd

Verkk­víði ríkis­stjórnar í lofts­lags­málum

Það blasir alltaf skýrar við að aðgerðir í loftslagsmálum eru stærsta hagsmunamál komandi kynslóða. Í allt sumar hefur Evrópa glímt við mikla þurrka sem nú stefna í að verða þeir mestu í 500 ár. Þeir hafa valdið uppskerubresti, fiskidauða og truflunum á vöruflutningum. Vatnskortur sem einu sinn þótti óhugsandi er nú yfirvofandi og afleiðingarnar leyna sér ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Björk sakar Katrínu um svik á ögur­stundu

Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið.

Innlent
Fréttamynd

Boðar form­lega til opins fundar klukkan 16

Kristrún Frostadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur formlega boðað til opins fundar í Iðnó klukkan 16 þar sem reiknað er með að hún muni tilkynna um framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­­menn hins opin­bera fá milljónir í vasann

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er sá starfsmaður fyrirtækja í eigu íslenska ríkisins eða borgarinnar sem var með hæstu tekjurnar árið 2021 samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Hörður var með tæpar fjórar milljónir í mánaðarlaun.

Innlent
Fréttamynd

Stefnt á að opna Ævin­týra­borg strax í septem­ber

Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. 

Innlent
Fréttamynd

Lilja skákar Katrínu og Bjarna

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptamálaráðherra, var með hærri laun en bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á síðasta ári. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var með 3.454.000 krónur á mánuði og trónir toppinn á lista Tekjublaðsins í flokknum „Forseti, alþingismenn og ráðherrar“.

Innlent
Fréttamynd

Kristrún tilkynnir framboð til formanns á morgun

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að boða til blaðamannafundar á morgun. Fundurinn verður samkvæmt heimildum fréttastofu í Iðnó, hefst klukkan 16 og stendur til að tilkynna framboð hennar til formanns flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Reiknar með áherslu á Ævintýraborgirnar

Ráðhús Reykjavíkur hefur frá því í morgun verið undirlagt foreldrum með börn á leikskólaaldri, sem mótmæla ástandi í leikskólamálum borgarinnar. Meirihlutinn mun kynna tillögur að bráðaaðgerðum að loknum borgarráðsfundi á eftir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu býst við áherslu á Ævintýraborgirnar.

Innlent
Fréttamynd

Dagur tekur ekki for­manns­slaginn

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun ekki gefa kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir hlutverk sitt frekar vera að styðja við bakið á þeim sem munu leiða flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Kvartað yfir klofinni ríkis­stjórn

Fulltrúar Evrópusambandsins, sem höfðu það verkefni með höndum að hafa eftirlit með framgangi umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á sínum tíma, lýstu því ítrekað yfir að það ylli verulegum áhyggjum að ríkisstjórnin væri klofin í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti þar inn. Einnig að innan stjórnarflokkanna væri eins ekki einhugur um málið.

Skoðun
Fréttamynd

Hrifinn af tillögum Sjálfstæðismanna

Oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík líst vel á bráðatillögur Sjálfstæðismanna í leikskólamálum. Ekkert sé því til dæmis til fyrirstöðu að koma á fót bakvarðarsveit til að tryggja mönnun leikskólanna. Meirihlutinn kynnir eigin tillögur á morgun - sem að sumu leyti muni svipa til tillagna Sjálfstæðismanna.

Innlent
Fréttamynd

Haust­boðinn ljúfi

Einhver sagði að það væru bara tveir hlutir sem ekki klikka í lífinu, dauðinn og skattarnir. Við sem búum í Reykjavík myndum mögulega bæta biðlistum reykvískra barna við þennan lista.

Skoðun
Fréttamynd

Hver þorir að eignast barn í Reykja­vík?

Árið 1991 var mamma vinar míns að opna fyrirtæki þegar hún varð ólétt af honum. Hún gat leyft sér mánaðarfrí í kjölfar fæðingarinnar en síðan varð hún að taka barnið með í vinnuna þar til hann varð nógu gamall til að fara til dagforeldris. Börn byrjuðu þá yfirleitt ekki á leikskóla fyrr en um 2 ½ - 3 ára og einungis einstæðir foreldrar fengu leikskóladvöl í heilan dag. Fyrir foreldra í sambúð eða hjúskap bauðst bara hálfur dagur, sem segir sitt um þær væntingar sem gerðar voru til foreldra eða réttar sagt, mæðra.

Skoðun