Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Sniðug íbúð Skoðanabróður til sölu

Bergþór Másson lífskúnstner og annar hlaðvarpsstjórnandi Skoðanabræðra hefur sett nýstárlega íbúð sína við Hverfisgötu í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 48,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Bleikasta partý ársins í Höfuðstöðinni

Eitt bleikasta partý ársins fór fram í Höfuðstöðinni í Elliðarárdal þar sem útgáfa Bleiku slaufunnar var fagnað. Hönnuðir slaufunnar í ár eru gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir Olesen og Unnur Eir Björnsdóttir.

Lífið
Fréttamynd

Hommahöllin komin á sölu

Listamennirnir Há­kon Hildi­brand, frum­kvöðull, menn­ing­ar­frömuður og dragdrottn­ing, og  Haf­steinn Haf­steins­son, mynd­list­ar­maður og rithöfundur hafa sett hið sögufræga stórhýsi, Sigfúsarhús, á Neskaupstað til sölu. Húsið gengur í dag undir nafninu Hommahöllin.

Lífið
Fréttamynd

Opna þrjár sýningar á sama tíma

Mikið stendur til á Hönnunarsafni Íslands í dag þegar þrjár nýjar sýningar verða opnaðar. Þá verður safnið allt opnað eftir lokun á hluta þess eftir viðgerðir á þaki.

Menning
Fréttamynd

Eigandi Tulipop selur sjarmerandi miðbæjarperlu

Signý Kolbeinsdóttir vöruhönnuður og hugmyndasmiðurinn á bak við töfraheim Tulipop hefur sett sjarmerandi íbúð sína við Grettisgötu í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 90,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Valdeflandi og ómáluð Pamela í París

Stórstjarnan Pamela Anderson hefur vakið athygli á tískuvikunni í París fyrir að sleppa því alfarið að mála sig. Pamela leyfði freknunum að njóta sín og virtist skína sitt allra skærasta ef marka má myndir af henni frá hinum ýmsu tískusýningum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Reyni helst að vera ekki á rassinum“

Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn Kamilla Einarsdóttir segist ekki vita nokkurn skapaðan hlut um tísku en finnst mikilvægast að föt sé þægileg, hlý og örugg. Helsta tískureglan hennar er að vera helst ekki á rassinum og kaupa flíkur sem eru með marga vasa því þeir geri lífið skemmtilegra. Kamilla er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hönnunarparadís í Hafnarfirði

Í miðbæ Hafnarfjarðar er einstakt hönnunarhús til sölu. Húsið var byggt árið 1948 teiknað af Kjartani Sveinssyni og endurhannað af einum þekktasta innanhúshönnuði landsins, Sæ­björgu Guðjóns­dótt­ur eða Sæju, árið 2017. Ásett verð fyrir eignina eru 189 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Heimilið eins og hótelsvíta

Heimilisþættirnir Bætt um betur á Stöð 2 eru stútfullir af hugmyndum fyrir fólk í framkvæmdum. Piparsveinaíbúðin í Kópavogi sem tekin var fyrir í öðrum þætti er skemmtilegt dæmi um hvernig má útfæra heimilið eins og notalega hótelsvítu með mildum litum, listum og síðum gluggatjöldum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Húfan sem fór í klósettið hélt samt áfram að vera í uppáhaldi

Rithöfundurinn, heimspekingurinn og lífskúnstnerinn María Elísabet Bragadóttir segir skemmtilegt að vera opin fyrir innblæstri tískunnar og er mikið fyrir góðar yfirhafnir. Henni finnst vandaðar flíkur standast tímans tönn og reynir að velja sér flíkur með það í huga að geta notað þær árum saman. María Elísabet er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Kyli­e Minogu­e í ís­lenskri hönnun

Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman nýtur mikilla vinsælda hér heima sem og erlendis en Hollywood stjörnurnar virðast keppast um að klæðast flíkum eftir hana. Nýjasta stjarnan á listann er ástralska söngkonan Kylie Minogue sem skartaði skærgrænum kjól úr smiðju Hildar á dögunum. 

Lífið
Fréttamynd

„Í dag vil ég helst vera í minni eigin tísku­búbblu“

MRingurinn og tískuáhugakonan Helga Þóra Bjarnadóttir elskar hvað tískan er breytileg og hvað hún getur haft jákvæð áhrif á líðan fólks. Hún segir mikilvægt að velja föt sem láta manni líða vel í staðinn fyrir að elta stöðugt tískubylgjur og hefur lært það með aldrinum. Helga Þóra er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Víða leynast ger­semar í geymslum

Við Íslendingar höfum löngum þótt nýjungagjarnir og á stundum jafnvel fram úr hófi. Það hefur til dæmis átt við þegar kemur að innanhússhönnun og húsbúnaði. Þá hefur öllu verið hent út og byrjað upp á nýtt, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir eða heimili.

Skoðun
Fréttamynd

Heitustu trendin í haust

Septembermánuður er genginn í garð, litir náttúrunnar fara að taka breytingum, yfirhafnirnar eru orðnar þykkari og umferðin er farin að þyngjast. Það þýðir bara eitt, haustið er komið með sinni einstöku litadýrð, rútínu og tískubylgjum. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um hvað er heitast fyrir haustið í margvíslegum flokkum.

Lífið
Fréttamynd

„Líður lang­best þegar ég klæðist bleiku“

Áhrifavaldurinn, raunveruleikastjarnan og ofurskvísan Sunneva Einarsdóttir hefur alltaf verið mikið fyrir tískuna og segist með árunum hafa orðið ófeimnari við að taka áhættur í klæðaburði. Sunneva Einars er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Hvaða ráð­herra notar síma­veski?“

Ráðherrar lögðu síma sína til hliðar áður en ríkisstjórnarfundur hófst á Egilsstöðum í dag. Mynd af símunum vakti nokkra athygli á samfélagsmiðlum í dag. Upp spratt umræða um hvaða ráðherrar ættu hvaða síma.

Lífið
Fréttamynd

„Það kom aldrei til greina að ég færi að klæða mig eins og allir hinir“

Leiklistaneminn, lífskúnstnerinn og einn best klæddi Íslendingurinn árið 2022 Álfgrímur Aðalsteinsson hefur alltaf farið eigin leiðir í fatavali. Í grunnskóla var hann að eigin sögn lagður í hálfgert einelti fyrir einstakan stíl sinn en lét það ekki stoppa sig og segir mikilvægt að hafa pláss til að gera tilraunir og finna eigin stíl. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Glæsi­legt götu­partý Hildar Yeoman

Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman fagnaði Menningarnótt eins og svo margir síðastliðna helgi en eins og oft áður hélt hún glæsilegt götupartý fyrir utan verslun sína á Laugarveginum. Dansarar klæddust nýjustu línunni og dilluðu sér við iðandi tóna frá Rósu Birgittu sem kallar sig DJ De la Rosa.

Lífið
Fréttamynd

„Sjálfs­traustið er aðal hrá­efnið“

Fatahönnuðurinn Ástrós Lena hefur með árunum orðið öruggari með fataval sitt og eftir að hún flutti til Danmerkur í nám fór hún að verða óhræddari við að prófa sig áfram. Hún segist oftar en ekki verið of sein eitthvert sökum fatakrísu en getur alltaf treyst á hjálp vinkvenna sinna ef hún veit ekki hvaða fötum hún á að klæðast. Ástrós Lena er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun