Veður

Veður


Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Loft­gæði mun betri á höfuð­borgar­svæðinu

Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu mælast töluvert betri í dag en í gær. Enn er þó svifryksmengun yfir Reykjanesskaga og á Ísafirði mælast loftgæði óholl. Á miðvikudag gæti síðan aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum vegna hægs vinds.

Innlent
Fréttamynd

Mikið eldingaveður á Vest­fjörðum

Mikið eldingaveður hefur verið á Norðurlandi vestra í morgun. Miklar þrumur og eldingar hófust skömmu fyrir klukkan átta í morgun við Húsafell. Þær hafa síðan breiðst út til Sælingsdals, Hrútafjarðar, hluta Strandasýslu og að Önundarfirði.

Innlent
Fréttamynd

„Það gæti tekið bara fimm­tán mínútur að kála þeim“

Veðurfræðingur segir að það gæti jafnvel orðið hlýrra á sumum stöðum í dag en var í gær og að núverandi hitabylgja endist líklega út vikuna. Dýraverndunarsamtökin Dýrfinna hvetja hundaeigendur til að þekkja einkenni hitaslags en það getur orðið lífshættulegt á örskotsstundu.

Innlent
Fréttamynd

Reyk­víkingar fengu loksins tuttugu gráður

Í fyrsta sinn í sumar náði hitinn 20 stigum í Reykjavík, en mestur var hitinn þó á Hjarðarlandi. Hitamet voru slegin víða um land og sums staðar var átta stiga munur á milli nýja metinu og því fyrra. Á morgun verður hitinn á bilinu 17 til 28 stig, hlýjast norðaustanlands en svalara þar sem þokan nær inn.

Veður
Fréttamynd

Hvetja fólk til að fara spar­lega með vatn

Íbúar í Árborg hafa verið beðnir um að fara sparlega með vatn vegna mikils álags á vatnsveitukerfið í miklu blíðviðri í dag. Hákon Garðar Þorvaldsson, veitustjóri Selfossveitna, segir að fólk ætti að bíða með að vökva garðana og að passa að vatnið renni ekki ef þess er ekki þörf.

Innlent
Fréttamynd

Tenerife-veður víða á landinu

Landsmenn mega búast við bjartviðri og hita á bilinu 17 til 28 stig í dag sökum hlýs loftmassa sem fer nú yfir landið. Ef spár ganga eftir verður hlýjast í dag og á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hiti gæti náð 25 stigum í dag

Hitinn á landinu í dag gæti náð allt að 25 stigum en hlýjast verður á Norður- og Austurlandi. Þar verður einnig léttskýjað og suðlæg átt frá þremur til átta metrum á sekúndu.

Veður
Fréttamynd

Veður­blíða víða um land

Veðurstofa Íslands spáir hita upp á elleftu til 21 stig en hlýjast verður á norðaustanverðu landinu. Einnig má búast við sólskini um tíma á Vestfjörðum og Vesturlandi.

Veður
Fréttamynd

Hlýnar um helgina

Súld eða dálítið rigning er á vestanverðu landinu í dag með skúrum og rigningu austanlands síðar. Úrkomulítið er á Suðausturlandi og styttir víða upp í kvöld. Hiti er á bilinu 10 til 18 stig og hlýjast suðaustantil.

Veður
Fréttamynd

109 látnir og yfir 160 saknað

Alls hafa 109 fundist látnir og yfir 160 er saknað eftir ofsaflóðin í Texas fyrir helgi. Björgunarstörf standa enn yfir en litlar vonir eru um að fleiri finnist á lífi.

Erlent
Fréttamynd

Skýjað með skúrum í höfuð­borginni

Skýjað er í dag og sums staðar smá skúrir víða um land en bjart með köflum og yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti er á bilinu 10 til 20 stig og hlýjast norðaustan- og austanlands.

Veður
Fréttamynd

Hiti nær 22 stigum fyrir austan

Nú í morgunsárið er hæðarhryggur yfir landinu. Hægur vindur um mest allt land og yfirleitt bjart. Á Höfuðborgarsvæðinu eru enn þokuský á sveimi, en nú þegar sólin byrjar að skína hverfur þar fljótlega á brott. Hiti nær allt að 22 stigum og hlýjast er austanlands.

Innlent
Fréttamynd

Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun

Veður fer hlýnandi á næstu dögum og bjart verður víða á landinu og hlýtt í dag. Vestlæg átt er ríkjandi 5 til 13 m/s en skýjað suðvestantil framan af degi. Hiti er á bilinu 10 til 20 stig og hlýjast á suðausturlandi.

Veður