Bílar fastir á Steingrímsfjarðarheiði Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum hefur verið lokað. Bílar sitja þar fastir. Innlent 13.4.2025 20:53
Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Vegfarendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir vaxandi hríðarveðri norðaustan lands og einnig á Norðurlandi og á Vestfjörðum þegar líða tekur á daginn. Viðbúið er að einhverjir vegir verði ófærir eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur í kvöld og fram eftir morgni í fyrramálið. Þó er útlit fyrir „ekta páskaveður“ um næstu helgi. Innlent 13.4.2025 13:48
Vara við norðan hríð í kvöld Veðurstofa Íslands varar við norðanhríð um norðan- og austanvert landið í kvöld. Gular viðvaranir tóku gildi á austanverðu landinu klukkan níu í morgun og munu fleiri taka gildi á landinu norðanverðu klukkan sex. Innlent 13.4.2025 10:00
Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Líkt og síðustu daga verður sunnan gola eða kaldi, en strekkings vindur við suðvestur- og vesturströndina. Veður 7. apríl 2025 07:15
Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Í dag má búast við sunnan og suðaustan fimm til 13 metrum á sekúndu. Léttskýjað verður á Norðaustur- og Austurlandi, en súld eða dálítil rigning öðru hverju sunnan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu fjögur til 14 stig, en að 18 stigum á morgun, hlýjast verður fyrir norðan. Veður 6. apríl 2025 07:30
Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hiti verður á bilinu fimm til 14 stig í dag og hlýjast verður á Austurlandi. Víðáttumikil hæð austur af landinu beinir til okkar mildri suðlægri átt samkvæmt hugleiðingum Veðurfræðings. Víða verður því kaldi eða strekkingur sunnan- og vestantil á landinu og súld eða dálítil rigning með köflum, en hægari vindur og léttskýjað um landið norðaustanvert. Veður 5. apríl 2025 07:43
Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Víðáttumikil hæð er nú suðaustur af landinu og teygir sig yfir landið, en á vestur við Grænland er lægðardrag, sem saman valda suðaustankalda eða -strekkingi og smávætu suðvestanlands fram eftir degi. Veður 4. apríl 2025 07:15
Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Vaxandi hæðarsvæði teygir sig nú yfir landið, en lægðardrag á Grænlandshafi veldur suðaustankalda og smá vætu vestantil. Annars verður mun hægari vindi og bjartviðri. Veður 3. apríl 2025 07:35
Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Síðasta lægðin í bili gengur nú norður yfir landið og hefur snjóað eða rignt frá henni í flestum landshlutum í nótt. Veður 2. apríl 2025 07:17
Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan kalda eða stinningskalda og dálitlum skúrum eða éljum í dag, en þurru og björtu veðri á Norðaustur- og Austurlandi. Veður 1. apríl 2025 06:53
Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Árni Gunnarsson frístundabóndi í Vík hefur aldrei séð annað eins og þegar brimið gekk yfir hús hans. Hann segir suðvestanáttina langversta á svæðinu. Innlent 31. mars 2025 14:16
Dregur úr vindi þegar líður á daginn Dagurinn byrjar með suðvestanátt þar sem víðast hvar má reikna með 15 til 23 metrum á sekúndu. Spáð er skúrum eða éljum, en léttskýjuðu á Austurlandi. Veður 31. mars 2025 06:54
Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Sundlaugagestir í Salalaug í Kópavogi voru sendir inn vegna eldingar sem laust niður við sundlaugina. Allir gestirnir eru því í innilauginni og fólk sem var á leið ofan í fékk miða sína endurgreidda. Veður 30. mars 2025 16:22
Hlýnandi veður Í dag gengur í austan og suðaustan 13-20 m/s með snjókomu eða slyddu eftir hádegi og síðar rigningu. Veðurfræðingur spáir rólegri byrjun á deginum, breytilegri átt og frosti um mest allt land. Hlýna tekur í veðri þegar líður á daginn. Veður 30. mars 2025 07:45
Veðurviðvaranir um helgina Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir um helgina á Suður- og Vesturlandi. Veður 29. mars 2025 13:48
Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Deildarmyrkvi á sólu verður í dag. Hann verður vel sjáanlegur á Vesturlandi þar sem bjartviðri er spáð meðan hann gengur yfir. Veður 29. mars 2025 08:41
Snjókoma sunnantil eftir hádegi Veðurstofan spáir norðaustlægri átt í dag, þrír til tíu metrar á sekúndu, og áfram lítilsháttar éljum fyrir norðan. Spár gera ráð fyrir að smálægð komi inn fyrir Suðurland með snjókomu á þeim slóðum eftir hádegi. Veður 28. mars 2025 07:08
Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlæga eða austlæga átt í dag, víða kalda, en allhvasst norðvestantil. Þá er útlit fyrir dálitla snjókomu eða él fyrir norðan, en sunnan heiða verða stöku skúrir eða slydduél. Veður 27. mars 2025 07:11
Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Skammt suðvestur af Reykjanesi er lægð nú á hreyfingu norðaustur yfir landið og fylgir henni öflugt úrkomusvæði og rignir því víða á landinu en snjóar sums staðar fyrir norðan. Veður 26. mars 2025 07:22
Suðvestanátt með skúrum víða um land Yfir landinu er nú dálítill hæðarhryggur, en minnkandi smálægð á Grænlandshafi, sem valda suðvestanátt með skúrum víða um land í dag, éljum til fjalla, en þurrviðri á Norður- og Austurlandi. Veður 25. mars 2025 07:03
Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Úrkomusvæði gengur norðaustur yfir landið í dag og fylgir því austan- og suðaustanátt, vindur yfirleitt á bilinu fimm til fimmtán metrar á sekúndu. Hvassast verður við suðvesturströndina. Veður 24. mars 2025 07:10
Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Dálítil lægð gengur austur yfir landið fyrri part dags, segir í textaspá Veðurstofunnar. Þar segir að þar af leiðandi verði áttin breytileg, fremur hægur vindur og rigning, slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum. Veður 23. mars 2025 07:58
Með rólegasta móti Það er útlit fyrir að veður verði með rólegasta móti á landinu í dag, segir í textaspá Veðurstofunnar. Búist er við hægum vindi og einhverjum éljum á sveimi. Hiti verði 0 til 7 stig yfir daginn, en í kringum frostmark á Norðaustur- og Austurlandi. Veður 22. mars 2025 08:33
Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt, golu eða kalda víðast hvar á landinu. Spáð er skúrum eða slydduéljum um landið sunnan- og vestanvert, en bjart með köflum norðaustan- og austanlands. Veður 21. mars 2025 07:08