Boðar laugardagsbongó Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku boðar rjómablíðu víðast hvar á landinu á morgun, laugardag. Vermirinn verður að líkindum skammgóður því fastagestur sumarsins, rigningin, er væntanleg á sunnudag. Innlent 26. júlí 2024 10:21
Viðvarandi vætutíð og áfram rigning í kortunum Viðvarandi vætutíð hefur verið sunnan- og vestanlands í sumar og er áfram rigning í kortunum næstu daga. Of snemmt er að spá í spilin um veðrið um verslunarmannahelgina að sögn veðurfræðings. Innlent 24. júlí 2024 12:30
Man ekki eftir öðru eins í sinni búskapartíð Margir bændur á Vesturlandi hafa ekkert heyjað í sumar vegna veðurs og það sér ekki fyrir endann á því næstu daga vegna vætu. Bóndi í Skorradal man ekki eftir annarri eins tíð á löngum ferli. Veðurguðirnir þurfi að fara að gefa bændum grið því túnin séu tilbúin í slátt. Innlent 23. júlí 2024 20:00
Bráðabirgðamælingar sýna heitasta dag jarðar frá upphafi mælinga Sunnudagurinn 21. júlí var samkvæmt bráðabirgðatölum Copernicus-loftslagsþjónustu Evrópusambandsins heitasti dagur jarðar frá upphafi mælinga. Erlent 23. júlí 2024 13:45
Áfram rigning í kortunum Veðurfræðingar spá suðvestlægri átt í dag, dálítilli vætu um mest allt land og rigningu sunnan- og vestanlands eftir hádegi. Veður 23. júlí 2024 07:17
Kröpp og djúp lægð veldur hvassviðri Kröpp og djúp lægð miðað við árstíma er viðvarandi skammt norður af landinu og veldur vestan hvassviðri norðanlands með talsverðri vætu. Hægara og úrkomuminna er á sunnanverðu landinu. Veður 22. júlí 2024 07:15
Vísbendingar um „þokkalegt“ veður næstu helgi Vætusamt verður um mestallt landið næstu daga og ljóst að sólin sem lék við höfuðborgarbúa fyrr í vikunni sé ekki komin til að vera. Þó eru vísbendingar um að næstu helgi láti blíðan á sér kræla á nýjan leik. Þetta segir Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Veður 21. júlí 2024 16:45
Gul viðvörun í nótt Gul viðvörun gengur í gildi á miðnætti á Ströndum og Norðurlandi vestra vegna norðvestanáttar og úrhellisrigningar. Veður 21. júlí 2024 12:00
Dálítil rigning norðanlands en bjart sunnanlands Búist er súld eða dálítilli rigningu norðanlandsí dag en á sunnanverðu landinu verður bjart með köflum og nokkuð milt, hiti víða á bilinu 12 til 17 stig, en þó eru líkur á stöku síðdegisskúrum. Veður 20. júlí 2024 09:14
Skúradembur víða um land Óstöðugt loft er enn þá yfir landinu og má búast við skúradembum nokkuð víða, einkum síðdegis og í kvöld. Hiti ætti að ná um og yfir fimmtán stig þar sem best lætur. Veður 19. júlí 2024 07:29
Mikið eldingaveður á suðvestanverðu landinu síðdegis Þó nokkuð var um þrumur og eldingar á suðvestanverðu landinu milli klukkan fjögur og sjö í dag. Flestar eldingarnar slógu niður í norðanverðum Faxaflóa. Innlent 18. júlí 2024 21:06
Úrhellið var það mesta í júní frá upphafi mælinga Úrhellisrigning í Grundarfirði um helgina er sú mesta sem mælst hefur í júlímánuði á landsvísu. Á laugardegi og aðfaranótt sunnudags mældist úrkoman 227 millimetrar. Það er jafnframt mesta úrkoma sem mælst hefur í Grundarfirði. Veður 18. júlí 2024 14:49
Eldingar með skúrum síðdegis Þungbúið er á landinu í dag og væta í flestum landshlutum. Eftir hádegi birtir heldur til en þó eru líkur á skúrum seinnipartinn og jafnvel með eldingum um tíma suðvestanlands. Veður 18. júlí 2024 07:25
Minnkandi líkur á 20 stiga hita Útlit er fyrir rólegheitaveður og hlýju á öllu landinu í dag, einkum á Norðurlandi en þokubakki er á sveimi úti við norður- og austurströndina og því mun svalara þar. Veður 16. júlí 2024 07:23
Rólegt sumarveður um allt land í dag Útlit er fyrir rólegt sumarveður í flestum landshlutum í dag, austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og víða bjartviðri. Hiti 13- 25 stig, hlýjast á Norðurlandi. Veður 15. júlí 2024 07:28
Súldin í stutt sumarfrí Íbúar höfuðborgarsvæðisins fá mögulega að varpa öndinni léttar á morgun því blíðviðri er spáð um land allt, eða hluta úr degi hið minnsta. Veður 14. júlí 2024 18:24
„Það er allt búið að vera á floti hérna“ Gífurleg úrkoma hefur verið víða um vestanvert landið síðustu daga. Í Grundarfirði er úrkoman „algerlega fáheyrð“ þar sem úrkoma mældist 227,1 mm frá kl 9 í gær til 9 í dag. Víða hefur flætt yfir tún og vegi. Bóndi í Dölum segir „fína og snyrtilega lindará“ við bæ hennar nú líta út eins og heljarinnar jökulsá. Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar hefur áhyggjur af ástandi vega og álagi á fráveitukerfinu. Innlent 14. júlí 2024 17:50
„Það hefur í raun og veru ekkert sumar komið hjá okkur“ Það var sumar í tvo daga á Snæfellsnesi að sögn björgunarsveitarmanns á svæðinu þar sem gular viðvaranir hafa verið í gildi. Tré rifnuðu upp með rótum á Þingeyri í gær og hjólhýsi fuku í Húnavatnssýslu. Innlent 14. júlí 2024 13:07
Tók myndband af óveðrinu og þá féll grein beint fyrir framan hana Gríðarlegt rok var á Þingeyri í gær. Mörg tré brotnuðu og nokkur féllu til jarðar með rótum. Íbúi sem ætlaði að festa óveðrið á filmu þurfti að koma sér inn eftir að stór grein féll beint fyrir framan hana. Innlent 13. júlí 2024 11:38
Líkur á aurskriðum og grjóthruni á Vesturlandi Líkur eru á aurskriðum og grjóthruni á Vesturlandi vegna mikillar rigningar. Það verður til þess að aðstæður fyrir ferðamenn og útivistarfólk eru varasamar. Veður 13. júlí 2024 08:40
Siggi stormur biðst afsökunar á sumarspánni sem ekki rættist „Þegar ég sá í hvað stefndi, þá yfirgaf ég landið,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, í samtali við fréttastofu. Hann var brattur í vor og spáði blíðvirði um allt land í sumar. Sú spá hefur ekki ræst. Veður 13. júlí 2024 06:31
Tvö hjólhýsi fokin af veginum á Norðurlandi vestra Ekkert hjólhýsaveður er á Norðurlandi vestra þessa dagana. Eitt hjólhýsi fauk af veginum þar í dag og annað í gær. Lögreglan á svæðinu hefur beðið ökumenn með vagna í eftirdragi að leita í var. Innlent 12. júlí 2024 19:12
„Mjög mikil úrkoma“ veldur skriðuhættu Gert er ráð fyrir mjög mikilli úrkomu á sunnanverðum Vestfjörðum og á Snæfellsnesi um helgina. Veðurstofan varar við vatnavöxtum og aukinni skriðuhættu á þessum svæðum. Veður 12. júlí 2024 13:23
Gular viðvaranir alla helgina Gular viðvaranir vegna veðurs eru í þremur landshlutum um helgina. Fyrstu viðvaranirnar taka gildi klukkan níu í dag og eru vegna allhvassar sunnanáttar. Annars vegar er viðvörun í Breiðafirði sem stendur yfir til klukkan sjö í kvöld, og hins vegar er viðvörun á Vestfjörðum sem stendur yfir til klukkan níu í kvöld. Veður 12. júlí 2024 07:58
Gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu um helgina Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna veður í Faxaflóa, Breiðafirði og á Vestfjörðum um helgina. Á höfuðborgarsvæðinu tekur viðvörunin gildi á miðnætti föstudagskvöld og er í gildi til klukkan sex síðdegis á sunnudag. Veður 11. júlí 2024 17:59
Vara við snörpum vindhviðum en lofa áfram blíðu fyrir austan Veðurfræðingar vara við snörpum vindhviðum á köflum um norðvestanvert landið í dag. Hviður gætu náð allt að 25-30 m/s. Veður 11. júlí 2024 14:07
Hiti yfir 46 stigum fimm daga í röð Í borginni Las Vegas í Bandaríkjunum hefur hiti mælst hærri en 46 stig fimm daga í röð. Er þetta metfjöldi samfelldra daga þar sem hiti mælist svo hár í borginni. Erlent 10. júlí 2024 23:15
Holtavörðuheiði opin á ný Opnað hefur verið fyrir umferð um Holtavörðuheiði á ný en heiðinni var lokað á fimmta tímanum í dag eftir alvarlegt umferðarslys. Innlent 10. júlí 2024 20:34
Finna vel fyrir fækkun ferðamanna en láta ekki deigan síga Gistinætur á Íslandi í maí voru færri en á sama tíma á síðasta ári. Hlutfallslega mestur samdráttur í gistinóttum var á Austurlandi, en framkvæmdastjóri hagsmunastofnunar þar segist þrátt fyrir það bjartsýn, og sér tækifæri í veðrinu sem leikur nú við Austfirðinga. Innlent 10. júlí 2024 13:30
Allir austur, allir austur! Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur rekur upp herhóp á Bliku og hvetur alla til að drifa sig austur eða á Norðurlandið. Ástæðan: Langþráð blíða. Innlent 10. júlí 2024 08:36