Stóðhesturinn Vísir elskar saxófónleik Stóðhesturinn Vísir, sem er einn besti tölthestur landsins er vandlátur á tónlist en þegar hann heyrir spilað á saxófón þá fer hann í sitt allra besta formi og stuð og töltir eins og engin sé morgundagurinn. 21.4.2024 20:31
Útflutningur á lundum frá Vestmannaeyjum Tíu lundar frá Vestmannaeyjum hafa verið fluttir úr landi en þeir fengu far á fyrsta farrými með flugvél Icelandair til Englands þar sem þeir búa núna í dýragarði með selum. Þetta er í fyrsta sinn, sem lundar eru fluttir sérstaklega úr landi. 21.4.2024 13:03
Kýr ropa á 40 til 60 sekúndna fresti Kýr losa mikið metan en til að vita nákvæmlega hvað það er mikið er tilraun í gangi í fjósinu á Hvanneyri þar sem metanlosun þeirra er mæld í sérstökum bás, á meðan þær éta fóður með sérstöku íblöndunarefni, sem á að minnka metanlosun þeirra. Og það sem meira er, kýr eru ropandi meira og minna allan daginn, eða á 40 til 60 sekúndna fresti. 20.4.2024 20:05
25 þjóðerni í Grundaskóla á Akranesi Það er búið að vera meira en nóg að gera hjá nemendum og starfsfólki Grundaskóla á Akranesi síðustu daga því þar voru haldnir fjölmenningardagar en nemendur frá tuttugu og fimm löndum eru í skólanum. Einn nemandi kemur frá Arúba, sem er eyja í Karíbahafi. 20.4.2024 14:31
Sauðburður hafinn á Stokkseyri Eitt og eitt lamb er farið að koma í heiminn hjá sauðfjárbændum þó sauðburður hefjist ekki á fullum krafti fyrir en í maí hjá flestum. Á sauðfjárbúi við Stokkseyri eru nokkur nýfædd lömb. 15.4.2024 20:16
Mikill kálfadauði veldur kúabændum áhyggjum Ráðunautar Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins hafa síðustu mánuði unnið að innleiðingu nýs kynbótamats sem vonir standa til að muni hjálpa íslenskum bændum í baráttunni við of mikinn kálfadauða, en um 17% af þeim 26 til 27 þúsund kálfum, sem fæðast árlega koma dauðir í heiminn, sem þýðir 4.500 til 4.600 kálfar á ári. 15.4.2024 16:05
Um 800 manns mættu á Stóðhestaveislu Um átta hundruð manns mættu í Ölfushöllina á Ingólfshvoli í gærkvöldi til að sjá allra flottustu stóðhesta landsins spretta úr spori og kynna sig fyrir sumarið. Ellefu og tólf ára frænkur stálu hins vegar senunni á sýningunni þar sem þær gáfur ekki tommu eftir í reiðmennskunni. 14.4.2024 20:30
Fegurðin og gleðin í myndlistinni Starfsemi Myndlistarfélags Árnessýslu blómstrar nú sem aldrei fyrr því félagsmönnum fjölgar og fjölgar og myndlistarsýningum í takt við það. Nýjasta sýningin, sem heitir "Gróskan” hefur verið opnuð í blómabænum Hveragerði. 14.4.2024 09:30
Tæknidagur fjölskyldunnar í Neskaupstað Það verður mikið um að vera í Neskaupstað í dag því Verkmenntaskóli Austurlands stendur fyrir Tæknidegi fjölskyldunnar þar, sem hægt verður að kynnast nýjustu tækni, vísindum, nýsköpun og þróun á Austurlandi. 13.4.2024 12:31
Prjónar fjögur til sex pör af ullarsokkum á dag Gylfi Björgvinsson, sem býr í Grafarvogi situr ekki auðum höndum því hann gerir mikið af því að prjóna og ekki síst ullarsokka en þegar mest er þá prjónar hann fjögur til sex pör á dag. 10.4.2024 20:06