Fréttamaður

Margrét Björk Jónsdóttir

Margrét Björk er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Það er enn­þá verið að finna fullt af lifandi fólki“

Óttast er að fjöldi manns sem lifðu af mannskæða jarðskjálftann sem reið yfir Tyrkland og Sýrland á mánudag muni láta lífið vegna hörmulegra aðstæðna. Um tuttugu þúsund dauðsföll eru nú staðfest. Teymisstjóri íslenska hópsins sem vinnur að björgunarstörfum í Tyrklandi segir að lifandi fólk sé enn að finnast í rústunum en vonin fari dvínandi með hverjum deginum.

Björguðu kettlingum úr brennandi hús­næði

Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu sinnti níu útköllum með dælubílum síðasta sólarhringinn. Eldur kom upp í íbúðarhúsnæði í Garðabæ þar sem íbúar komust út af sjálfsdáðum en slökkvilið bjargaði kettlingum út úr húsnæðinu.

Appel­sínu­gular við­varanir, ó­vissu­stig og sam­ráðs­fundir vegna veðurs

Samhæfingarstöð almannavarna verður virkjuð klukkan tíu í dag vegna veðurs. Óvissustigi var í gær lýst yfir á Vestfjörðum vegna ofanflóðahættu en aukin hætta er á votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum vegna hlýinda og úrkomu. Óvissustigi hefur einnig verið lýst yfir á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna veðurs en appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan ellefu á svæðinu.

Grímu­klæddur maður skeit á bíl í Kópa­vogi

Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda.

Brotist inn verslun í Kópa­vogi í nótt og mikið um ölvunar­akstur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt. Mikið var um ýmiskonar tilkynningar sem tengdust ölvun, slagsmálum og hávaða. Sex einstaklingar voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og einn undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá var brotist inn í verslun í Kópavogi.

„Við getum ekki bara lagt öll hin mál­efnin til hliðar"

Elva Hrönn Hjart­ar­dótt­ir sem býður sig fram til formanns VR segir að ekki hafi verið lögð nógu mikil áhersla á mikilvæg málefni undanfarið hjá sitjandi formanni. Hún segir viðbrögð við tilkynningu framboðs síns ótrúleg.

Sjá meira