Svona hljómuðu viðvörunarflauturnar í Grindavík Almannavarnir prófuðu viðvörunarflautur sínar í Grindavík og við Bláa lónið í gærkvöldi klukkan 22:00. 27.2.2024 09:57
Bein útsending: Fundur almannavarna með Grindvíkingum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra heldur upplýsingafund fyrir íbúa Grindavíkur. Fundurinn hefst klukkan 17:00 og stendur yfir til klukkan 19:00. 26.2.2024 16:16
Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. 26.2.2024 15:16
Geti ekki lengur falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðinga Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjar segir að Óbyggðanefnd hafi í síðustu viku hafnað ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð vegna kröfulýsingar ríkisins á landi í Vestmannaeyjum. Hann segir ráðherrann ekki geta falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðiskrifstofu, valdið sé hennar. 26.2.2024 13:56
Beðin um að flytja ekki dýr aftur í bæinn Matvælastofnun vill beina þeim tilmælum til Grindvíkinga að flytja ekki dýrin sín aftur inn í bæinn, jafnvel þó aðgengi hafi verið rýmkað. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26.2.2024 12:00
Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26.2.2024 10:38
Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26.2.2024 10:04
Eldur kviknaði í rútu í Hafnarfirði Eldur kom upp í rútu við bensínstöð N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu komu allir farþegar auk bílstjóra sér út í tæka tíð. 26.2.2024 08:57
Gervihnattamyndir sýni víðfeðmt landris á Íslandi Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vill að stjórnvöld undirbúi sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna eldgosa á Reykjanesi, meðal annars þá að Reykjanesbraut kunni að lokast. Gervihnattamyndir sýna víðfeðmt landris á Íslandi og grunar Þorvald að möttulstrókur undir landinu beri ábyrgð. Sé það rétt geti það bent til aukinnar gosvirkni um land allt. 26.2.2024 08:38
VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23.2.2024 15:51