Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ó­dýrt“ að gera samningana tor­tryggi­lega

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð.

Völd óskast: For­seti allra kyn­slóða?

Landssamband Ungmennafélaga og JCI á Íslandi bjóða forsetaframbjóðendum að mæta ungu fólki í Iðnó kl. 14:00 þann 5. maí. Efstu fimm frambjóðendum var boðið til samtals við ungt fólk. Í pallborðinu mætast Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr.

Ísrael sam­þykkir ekki vopna­hlé

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að, þó Ísraelsmenn séu tilbúnir til þess að gera hlé á átökunum til að Hamasliðar afhendi þá gísla sem enn eru í þeirra haldi, komi það ekki til greina að binda endanlegri enda á átökin.

Viður­kennir að hafa gengið of hart fram

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, segir að öflugt umbótastarf í vinnuanda á skrifstofunni hafa gengið vel og að félagið sé á réttri leið. Óánægju hefur gætt meðal stafsmanna félagsins, meðal annars með framgöngu Þórarins.

Sló til starfs­manns og beit við­skipta­vin

Lögregla var kölluð út til verslunar Krónunnar í Skeifunni um klukkan fjögur síðdegis eftir að maður hafði slegið til starfsmanns verslunarinnar sem meinaði honum aðgang að búðinni, auk þess að hafa bitið annan viðskiptavin. 

„Skrímsla­deildin“ hafi skorið upp her­ör gegn mót­fram­bjóð­endum Katrínar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi skrifaði harðorða færslu á síðu sína á Facebook í dag þar sem hún skaut föstum skotum á svokallaða „áróðursmaskínu Íslands“ og það sem hún kallar „skrímsladeildina.“ Hún fer einnig ófögrum orðum um umfjöllun Stefáns Einars Stefánssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, í aðdraganda forsetakosninganna.

For­seti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkis­stjórnina

Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð.

Tólf tíma tökudagar og svo forsetaframboð

Jón Gnarr hefur í nógu að snúast þessa dagana þar sem auk forsetaframboðsins leikur hann í leikriti í Borgarleikhúsinu og í nýjum íslenskum sjónvarpsþáttum. Hann segir það taka allt að fjórar klukkustundir að sminka hann. Tökudagar hefjist klukkan sex að morgni og er tólf klukkutíma langur.

Gaman að geta grætt fólk á góðan hátt

Magnús Kjartan Eyjólfsson, aðalsöngvari Stuðlabandsins, steig á stokk í gær í fyrsta sinn frá því að hann greindist með hvítblæði í febrúar á þessu ári. Stuðlabandið spilaði á Samfés og Magnús söng með þeim tvö lög. Hann segir stundina hafa verið einstaka sér í lagi vegna þess að hann á tvær dætur sem voru á ballinu.

Sjá meira