Fréttir Mosaic Fashions úr Úrvalsvísitölunni Breska tískuvörukeðjan Mosaic Fashions verður fjarlægt úr Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar á mánudag í kjölfar þess að félagið Tessera Holding ehf og tengdir aðilar hafa eignast 99,8 prósent í félaginu. Fyrirtækið var skráð á markað fyrir tveimur árum. Viðskipti innlent 10.8.2007 14:23 Áfram lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Lækkun hélt áfram þegar opnað var fyrir viðskipti á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um rúm 0,7 prósent, Standard & Poor um 0,8 prósent og Nasdaq-vísitalan um rúmt prósent. Lækkun hefur verið víða á hlutabréfamarkaði víða um heim. Seðlabankar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa brugðist við með því að opna sjóði sína og veita fjármálafyrirtækjum vilyrði fyrir lánum á góðum kjörum til að koma í veg fyrir lausafjárskort. Viðskipti erlent 10.8.2007 14:01 Úrvalsvísitalan undir 8.000 stigum Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,47 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur nú í 7.994 stigum. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan um miðjan maí. Gengi allra félaga í Kauphöllinni hafa ýmist staðið í stað eða lækkað. Gengi bréfa í Exista hafa lækkað mest, eða um 5,49 prósent. Viðskipti innlent 10.8.2007 13:35 Enn þrengir að bandarískum lánafyrirtækjum Gengi bréfa í bandaríska fjármálafyrirtækinu Countrywide Financial Corporation féll um 17,5 prósent í Bandaríkjunum í dag. Markaðir vestanhafs opna senn og bíða fjárfestar eftir því hvort lækkun á hlutabréfamarkaði þar í landi haldi áfram. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur lækkað um rúm 30 prósent síðan á vordögum. Viðskipti erlent 10.8.2007 12:50 Fjárfestar halda að sér höndum Úrvalsvísitalan hefur verið á hraðri niðurleið það sem af er degi og hefur ekki verið lægri síðan um miðjan maí. Vísitalan hafði lækkað um 3,33 prósent í dag og stendur vísitalan í 8.004 stigum. Krónan hefur veikst um tæp tvö prósent í dag og stóð í 121,9 stigum um hádegi. Sérfræðingur hjá Glitni segir fjárfesta halda að sér höndum á hlutabréfamarkaði. Viðskipti innlent 10.8.2007 12:22 Íraksstríðið illa skipulagt Forsætisráðherra Danmerkur segir Íraksstríðið hafa verið illa skipulagt og ástandið í landinu nú langt frá því að vera viðunandi. Hann er þó enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að fara með hervaldi gegn Saddam Hússein. Erlent 10.8.2007 12:12 Ókyrrð á mörkuðum um allan heim Úrvalsvísitalan lækkaði um 3% þegar opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í morgun. Krónan hefur veikst um rúm 2%. Þetta er í takt við lækkanir á alþjóðlegum mörkuðum en mikil ókyrrð ríkir um allan heim vegna vandræða á bandarískum húsnæðislánamarkaði. Erlent 10.8.2007 12:00 Exista með fimmtung í Sampo Exista flaggaði í finnsku kauphöllinni í dag 20 prósenta hlut í A-hluta finnska fjármála- og tryggingafyrirtækinu Sampo. Fyrirtækið átti áður 19,93 prósent í Sampo. Kaupin eru háð samþykki fjármálaeftirlitsstofnana. Viðskipti innlent 10.8.2007 10:17 Mikil lækkun í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan lækkaði um þrjú prósent við opnun viðskipta í Kauphöllinni nú klukkan tíu og stendur nú í 8.032 stigum. Þetta er í takt við niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en lækkanir í Asíu og Evrópu hafa verið á svipuðu róli. Viðskipti innlent 10.8.2007 10:02 Hagnaður Milestone 27,2 milljarðar króna Fjármálafyrirtækið Milestone hagnaðist um 27,2 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 1,9 milljarða á sama tíma fyrir ári. Milestone seldi 13 prósenta hlut í Glitni í byrjun apríl fyrir 54 milljarða króna. Félagið og tengdir aðilar eiga enn um sjö prósent í bankanum. Viðskipti innlent 10.8.2007 09:38 Umhverfisvænir leigubílar Leigubílastöð í Hafnarfirði ætlar að skipta öllum bílaflota sínum út fyrir umhverfisvæna bíla fyrir mitt næsta ár. Tveir metanbílar og einn tvinnbíll eru þegar komnir á göturnar. Talsmenn stöðvarinnar hvetja stjórnvöld til að taka frumvkæði í vistvæðingu bíla. Innlent 9.8.2007 18:56 Ólögleg seðilgjöld? Heimilin í landinu greiða upp undir hundrað og tuttugu þúsund krónur í seðilgjöld hvert á ári, sem forstjóri Neytendastofu segir oft tilhæfulaus og jafnvel ólögleg. Hann skorar á viðskiptaráðherra að beita sér fyrir lagasetningu sem dregur úr seðilgjöldum. Innlent 9.8.2007 18:27 Olíuverð á niðurleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað um rúman bandaríkjadal í dag samhliða hræringum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum og horfum á minnkandi eftirspurn eftir eldsneyti í Bandaríkjunum í sumarlok. Viðskipti erlent 9.8.2007 16:00 Lækkanir á flestum fjármálamörkuðum Gengi hlutabréfa á bandarískum fjármálamarkaði lækkaði talsvert við opnun viðskipta í dag. Helstu vísitölurnar hækkuðu nokkuð í gær en tóku dýfu í dag. Skýringanna er að leita í áhyggjum manna um að samdráttur á bandarískum fasteignalánamarkaði hafi haft áhrif á alþjóðamarkaði. Gengi bréfa á evrópskum fjármálamörkuðum hefur sömuleiðis farið niður í dag. Viðskipti erlent 9.8.2007 14:28 Evrópski seðlabankinn býr til stuðpúða Evrópski seðlabankinn hefur opnað pyngjur sínar og boðist til að lána evrópskum fjármálastofnunum allt að 95 milljarða evra, jafnvirði um 8.300 milljarða íslenskra króna, til að mýkja áhrifin af harðri lendingu vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og koma í veg fyrir að þeirra gæti í Evrópu. Mörg lánafyrirtæki sem hafa haldið úti starfsemi í Bandaríkjunum hafa orðið illa úti vegna samdráttarins. Viðskipti erlent 9.8.2007 13:58 Hraður vöxtur á Norðurlöndunum Norræn hagkerfi munu vaxa hratt á árinu, eða allt frá 3,8 prósentum til 4,5 prósenta. Vöxturinn mun verða talsvert minni hér á landi á sama tíma, einungis 1,5 prósent, að því er fram kemur í nýrri skýrslu greiningardeildar Glitnis um stöðu og horfur í efnahagsmálum á Norðurlöndunum. Viðskipti innlent 9.8.2007 12:05 Afkoma Danske Bank undir væntingum Hagnaður Danske Bank fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nam rúmum 10 milljörðum danskra króna, jafnvirði rúmra 118 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að vera 18 prósenta hækkun frá sama tíma í fyrra en þetta lítillega undir væntingum. Viðskipti erlent 9.8.2007 10:39 Hagnaður Murdochs eykst milli ára News Corporation, afþreyinga- og fjölmiðlaveldi ástralskættaða milljarðamæringsins Ruperts Murdoch, skilaði hagnaði upp á 890 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 56,5 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi, sem var fjórði fjórðungurinn í bókum samstæðunnar. Þetta er 4,5 prósenta aukning á milli ára. Viðskipti erlent 9.8.2007 09:21 Vilja 25 prósent í OMX Kauphöllin í Dubaí er enn að þreifa fyrir sér með kaup á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX og greindi frá því í dag að hún ætli að tryggja sér allt að fjórðung í henni. OMX-samstæðan rekur kauphallir víða á Norðurlöndunum, þar á meðal hér, og í Eystrasaltsríkjunum. Gengi bréfa í OMX-samstæðunni hækkaði um tæp sex prósent í dag. Viðskipti innlent 9.8.2007 09:44 Acer með mestu markaðshlutdeildina Tölvuframleiðandinn Acer er með 20,3 prósenta markaðshlutdeild á fartölvumarkaði í Evrópu og er það mesta markaðshlutdeildin í álfunni, samkvæmt nýútkominni skýrslu greiningafyrirtækisins Gartner. Þetta er fjórða árið í röð sem fyrirtækið situr í fyrsta sæti. Viðskipti innlent 9.8.2007 09:22 Tugir barna notið hágæslu Börn sem notið hafa hágæslu á Barnaspítala Hringsins skipta tugum, segir yfirlæknir á vökudeild spítalans. Innlent 8.8.2007 18:43 Samkeppnin ekki grimm Framkvæmdastjóri FÍB blæs á þá skýringu að grimm samkeppni skýri lakari afkomu olíufélaganna. Hann segir álagningu olíufélaganna á eldsneyti hafa hækkað síðastliðin tvö ár, og snarhækkað á dísilolíu. Innlent 8.8.2007 18:40 Storebrand keyrir fram úr væntingum Hagnaður norska fjármálafyrirtækisins Storebrand nam 576 milljónum norskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta jafngildir rúmum 6,3 milljörðum króna, sem er 73 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Þetta er næstum tvöfalt meira en greinendur gerðu ráð fyrir. Kaupþing og Exista eiga rúman fjórðung í félaginu. Viðskipti innlent 8.8.2007 16:06 Pliva dregur úr hagnaði Barr Hagnaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr nam 45,3 milljónum bandaríkjadala, rúmlega 2,9 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 41 prósents samdráttur frá sama tíma í fyrra og skrifast að mestu leyti á kostnað við yfirtöku á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva síðasta haust. Afkoman er talsvert undir væntingum greinenda. Viðskipti erlent 8.8.2007 14:54 Stýrivaxtahækkun líkleg í Bretlandi Englandsbanki gaf í skyn í dag að stýrivaxtahækkun liggi í loftinu. Bankinn var undir miklum þrýstingi á fyrri hluta árs að hækka stýrivexti til að ná verðbólgu niður. Hann brást við með stýrivaxtahækkunum á árinu og standa vextirnir í Bretlandi nú í 5,75 prósentum. Stýrivaxtahækkanir fara fyrir brjóstið á verslanaeigendum. Viðskipti erlent 8.8.2007 11:03 Carlsberg yfir væntingum Hagnaður danska bjórframleiðandans Carlsberg nam rétt rúmum einum milljarði danskra króna, jafnvirði 11,8 milljörðum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þrátt fyrir samdrátt upp á 18 prósent á milli ára er afkoman yfir væntingum markaðsaðila. Viðskipti erlent 8.8.2007 10:04 Kínverjar horfa til Hollands Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo er sagður vera að íhuga að leggja fram kauptilboð í hollenska keppinautinn Packard Bell. Verðmiðinn er talinn hlaupa á um 800 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 51 milljarðs íslenskra króna. Viðskipti erlent 8.8.2007 09:15 Blóð á veggjum hótelherbergisins Portúgalskir miðlar greina frá því í dag að blóð hafi fundist á veggjum hótelherbergis þaðan sem breska stúlkan Madeleine McCann hvarf fyrir rúmum þremur mánuðum. Foreldrar stúlkunnar segjast fullvissir um að stúlkan hafi verið numin þaðan lifandi á brott. Erlent 7.8.2007 18:19 Hústökumönnum hent út Ísraelskir lögreglumenn þurftu að beita landa sína hörðu þegar þeir hentu þeim út úr húsi á Vesturbakkanum í dag. Hústökumenn höfðu hreiðrað þar um sig þrátt fyrir úrskurð hæstaréttar Ísraels um að það mættu þeir ekki. Glæpur segja hústökumenn. Erlent 7.8.2007 18:25 Ekki ákveðið hvort bólusett verður Gin- og klaufaveiki hefur greinst á öðru nautgripabúi í Suður-Englandi og óttast að veikin hafi einnig greinst á því þriðja. Ekki hefur verið ákveðið hvort skepnur á Englandi verði nú bólusettar við veikinni í stórum stíl. Erlent 7.8.2007 18:02 « ‹ 151 152 153 154 155 156 157 158 159 … 334 ›
Mosaic Fashions úr Úrvalsvísitölunni Breska tískuvörukeðjan Mosaic Fashions verður fjarlægt úr Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar á mánudag í kjölfar þess að félagið Tessera Holding ehf og tengdir aðilar hafa eignast 99,8 prósent í félaginu. Fyrirtækið var skráð á markað fyrir tveimur árum. Viðskipti innlent 10.8.2007 14:23
Áfram lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Lækkun hélt áfram þegar opnað var fyrir viðskipti á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um rúm 0,7 prósent, Standard & Poor um 0,8 prósent og Nasdaq-vísitalan um rúmt prósent. Lækkun hefur verið víða á hlutabréfamarkaði víða um heim. Seðlabankar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa brugðist við með því að opna sjóði sína og veita fjármálafyrirtækjum vilyrði fyrir lánum á góðum kjörum til að koma í veg fyrir lausafjárskort. Viðskipti erlent 10.8.2007 14:01
Úrvalsvísitalan undir 8.000 stigum Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,47 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur nú í 7.994 stigum. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan um miðjan maí. Gengi allra félaga í Kauphöllinni hafa ýmist staðið í stað eða lækkað. Gengi bréfa í Exista hafa lækkað mest, eða um 5,49 prósent. Viðskipti innlent 10.8.2007 13:35
Enn þrengir að bandarískum lánafyrirtækjum Gengi bréfa í bandaríska fjármálafyrirtækinu Countrywide Financial Corporation féll um 17,5 prósent í Bandaríkjunum í dag. Markaðir vestanhafs opna senn og bíða fjárfestar eftir því hvort lækkun á hlutabréfamarkaði þar í landi haldi áfram. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur lækkað um rúm 30 prósent síðan á vordögum. Viðskipti erlent 10.8.2007 12:50
Fjárfestar halda að sér höndum Úrvalsvísitalan hefur verið á hraðri niðurleið það sem af er degi og hefur ekki verið lægri síðan um miðjan maí. Vísitalan hafði lækkað um 3,33 prósent í dag og stendur vísitalan í 8.004 stigum. Krónan hefur veikst um tæp tvö prósent í dag og stóð í 121,9 stigum um hádegi. Sérfræðingur hjá Glitni segir fjárfesta halda að sér höndum á hlutabréfamarkaði. Viðskipti innlent 10.8.2007 12:22
Íraksstríðið illa skipulagt Forsætisráðherra Danmerkur segir Íraksstríðið hafa verið illa skipulagt og ástandið í landinu nú langt frá því að vera viðunandi. Hann er þó enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að fara með hervaldi gegn Saddam Hússein. Erlent 10.8.2007 12:12
Ókyrrð á mörkuðum um allan heim Úrvalsvísitalan lækkaði um 3% þegar opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í morgun. Krónan hefur veikst um rúm 2%. Þetta er í takt við lækkanir á alþjóðlegum mörkuðum en mikil ókyrrð ríkir um allan heim vegna vandræða á bandarískum húsnæðislánamarkaði. Erlent 10.8.2007 12:00
Exista með fimmtung í Sampo Exista flaggaði í finnsku kauphöllinni í dag 20 prósenta hlut í A-hluta finnska fjármála- og tryggingafyrirtækinu Sampo. Fyrirtækið átti áður 19,93 prósent í Sampo. Kaupin eru háð samþykki fjármálaeftirlitsstofnana. Viðskipti innlent 10.8.2007 10:17
Mikil lækkun í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan lækkaði um þrjú prósent við opnun viðskipta í Kauphöllinni nú klukkan tíu og stendur nú í 8.032 stigum. Þetta er í takt við niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en lækkanir í Asíu og Evrópu hafa verið á svipuðu róli. Viðskipti innlent 10.8.2007 10:02
Hagnaður Milestone 27,2 milljarðar króna Fjármálafyrirtækið Milestone hagnaðist um 27,2 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 1,9 milljarða á sama tíma fyrir ári. Milestone seldi 13 prósenta hlut í Glitni í byrjun apríl fyrir 54 milljarða króna. Félagið og tengdir aðilar eiga enn um sjö prósent í bankanum. Viðskipti innlent 10.8.2007 09:38
Umhverfisvænir leigubílar Leigubílastöð í Hafnarfirði ætlar að skipta öllum bílaflota sínum út fyrir umhverfisvæna bíla fyrir mitt næsta ár. Tveir metanbílar og einn tvinnbíll eru þegar komnir á göturnar. Talsmenn stöðvarinnar hvetja stjórnvöld til að taka frumvkæði í vistvæðingu bíla. Innlent 9.8.2007 18:56
Ólögleg seðilgjöld? Heimilin í landinu greiða upp undir hundrað og tuttugu þúsund krónur í seðilgjöld hvert á ári, sem forstjóri Neytendastofu segir oft tilhæfulaus og jafnvel ólögleg. Hann skorar á viðskiptaráðherra að beita sér fyrir lagasetningu sem dregur úr seðilgjöldum. Innlent 9.8.2007 18:27
Olíuverð á niðurleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað um rúman bandaríkjadal í dag samhliða hræringum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum og horfum á minnkandi eftirspurn eftir eldsneyti í Bandaríkjunum í sumarlok. Viðskipti erlent 9.8.2007 16:00
Lækkanir á flestum fjármálamörkuðum Gengi hlutabréfa á bandarískum fjármálamarkaði lækkaði talsvert við opnun viðskipta í dag. Helstu vísitölurnar hækkuðu nokkuð í gær en tóku dýfu í dag. Skýringanna er að leita í áhyggjum manna um að samdráttur á bandarískum fasteignalánamarkaði hafi haft áhrif á alþjóðamarkaði. Gengi bréfa á evrópskum fjármálamörkuðum hefur sömuleiðis farið niður í dag. Viðskipti erlent 9.8.2007 14:28
Evrópski seðlabankinn býr til stuðpúða Evrópski seðlabankinn hefur opnað pyngjur sínar og boðist til að lána evrópskum fjármálastofnunum allt að 95 milljarða evra, jafnvirði um 8.300 milljarða íslenskra króna, til að mýkja áhrifin af harðri lendingu vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og koma í veg fyrir að þeirra gæti í Evrópu. Mörg lánafyrirtæki sem hafa haldið úti starfsemi í Bandaríkjunum hafa orðið illa úti vegna samdráttarins. Viðskipti erlent 9.8.2007 13:58
Hraður vöxtur á Norðurlöndunum Norræn hagkerfi munu vaxa hratt á árinu, eða allt frá 3,8 prósentum til 4,5 prósenta. Vöxturinn mun verða talsvert minni hér á landi á sama tíma, einungis 1,5 prósent, að því er fram kemur í nýrri skýrslu greiningardeildar Glitnis um stöðu og horfur í efnahagsmálum á Norðurlöndunum. Viðskipti innlent 9.8.2007 12:05
Afkoma Danske Bank undir væntingum Hagnaður Danske Bank fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nam rúmum 10 milljörðum danskra króna, jafnvirði rúmra 118 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að vera 18 prósenta hækkun frá sama tíma í fyrra en þetta lítillega undir væntingum. Viðskipti erlent 9.8.2007 10:39
Hagnaður Murdochs eykst milli ára News Corporation, afþreyinga- og fjölmiðlaveldi ástralskættaða milljarðamæringsins Ruperts Murdoch, skilaði hagnaði upp á 890 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 56,5 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi, sem var fjórði fjórðungurinn í bókum samstæðunnar. Þetta er 4,5 prósenta aukning á milli ára. Viðskipti erlent 9.8.2007 09:21
Vilja 25 prósent í OMX Kauphöllin í Dubaí er enn að þreifa fyrir sér með kaup á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX og greindi frá því í dag að hún ætli að tryggja sér allt að fjórðung í henni. OMX-samstæðan rekur kauphallir víða á Norðurlöndunum, þar á meðal hér, og í Eystrasaltsríkjunum. Gengi bréfa í OMX-samstæðunni hækkaði um tæp sex prósent í dag. Viðskipti innlent 9.8.2007 09:44
Acer með mestu markaðshlutdeildina Tölvuframleiðandinn Acer er með 20,3 prósenta markaðshlutdeild á fartölvumarkaði í Evrópu og er það mesta markaðshlutdeildin í álfunni, samkvæmt nýútkominni skýrslu greiningafyrirtækisins Gartner. Þetta er fjórða árið í röð sem fyrirtækið situr í fyrsta sæti. Viðskipti innlent 9.8.2007 09:22
Tugir barna notið hágæslu Börn sem notið hafa hágæslu á Barnaspítala Hringsins skipta tugum, segir yfirlæknir á vökudeild spítalans. Innlent 8.8.2007 18:43
Samkeppnin ekki grimm Framkvæmdastjóri FÍB blæs á þá skýringu að grimm samkeppni skýri lakari afkomu olíufélaganna. Hann segir álagningu olíufélaganna á eldsneyti hafa hækkað síðastliðin tvö ár, og snarhækkað á dísilolíu. Innlent 8.8.2007 18:40
Storebrand keyrir fram úr væntingum Hagnaður norska fjármálafyrirtækisins Storebrand nam 576 milljónum norskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta jafngildir rúmum 6,3 milljörðum króna, sem er 73 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Þetta er næstum tvöfalt meira en greinendur gerðu ráð fyrir. Kaupþing og Exista eiga rúman fjórðung í félaginu. Viðskipti innlent 8.8.2007 16:06
Pliva dregur úr hagnaði Barr Hagnaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr nam 45,3 milljónum bandaríkjadala, rúmlega 2,9 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 41 prósents samdráttur frá sama tíma í fyrra og skrifast að mestu leyti á kostnað við yfirtöku á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva síðasta haust. Afkoman er talsvert undir væntingum greinenda. Viðskipti erlent 8.8.2007 14:54
Stýrivaxtahækkun líkleg í Bretlandi Englandsbanki gaf í skyn í dag að stýrivaxtahækkun liggi í loftinu. Bankinn var undir miklum þrýstingi á fyrri hluta árs að hækka stýrivexti til að ná verðbólgu niður. Hann brást við með stýrivaxtahækkunum á árinu og standa vextirnir í Bretlandi nú í 5,75 prósentum. Stýrivaxtahækkanir fara fyrir brjóstið á verslanaeigendum. Viðskipti erlent 8.8.2007 11:03
Carlsberg yfir væntingum Hagnaður danska bjórframleiðandans Carlsberg nam rétt rúmum einum milljarði danskra króna, jafnvirði 11,8 milljörðum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þrátt fyrir samdrátt upp á 18 prósent á milli ára er afkoman yfir væntingum markaðsaðila. Viðskipti erlent 8.8.2007 10:04
Kínverjar horfa til Hollands Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo er sagður vera að íhuga að leggja fram kauptilboð í hollenska keppinautinn Packard Bell. Verðmiðinn er talinn hlaupa á um 800 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 51 milljarðs íslenskra króna. Viðskipti erlent 8.8.2007 09:15
Blóð á veggjum hótelherbergisins Portúgalskir miðlar greina frá því í dag að blóð hafi fundist á veggjum hótelherbergis þaðan sem breska stúlkan Madeleine McCann hvarf fyrir rúmum þremur mánuðum. Foreldrar stúlkunnar segjast fullvissir um að stúlkan hafi verið numin þaðan lifandi á brott. Erlent 7.8.2007 18:19
Hústökumönnum hent út Ísraelskir lögreglumenn þurftu að beita landa sína hörðu þegar þeir hentu þeim út úr húsi á Vesturbakkanum í dag. Hústökumenn höfðu hreiðrað þar um sig þrátt fyrir úrskurð hæstaréttar Ísraels um að það mættu þeir ekki. Glæpur segja hústökumenn. Erlent 7.8.2007 18:25
Ekki ákveðið hvort bólusett verður Gin- og klaufaveiki hefur greinst á öðru nautgripabúi í Suður-Englandi og óttast að veikin hafi einnig greinst á því þriðja. Ekki hefur verið ákveðið hvort skepnur á Englandi verði nú bólusettar við veikinni í stórum stíl. Erlent 7.8.2007 18:02