Dýr

Fréttamynd

MAST neitaði að selja van­rækta hesta

Matvælastofnun neitaði að samþykkja kauptilboð í hesta sem endað hafa í vörslu stofnunarinnar vegna vanrækslu. Stofnunin segir að lagaheimild fyrir kaupunum sé ekki til staðar og hyggst halda áfram að slátra hestum sem enda í vörslu stofnunarinnar, bregðist eigendur ekki við.

Innlent
Fréttamynd

Fyndn­ust­u dýr­a­lífs­mynd­ir árs­ins

Forsvarsmenn hinnar árlegu ljósmyndakeppni Comedy Wildlife Photography Awards birtu nýverið þær myndir sem keppa til úrslita í ár. Myndirnar sýna villt dýr við skondnar og oft undarlegar aðstæður.

Lífið
Fréttamynd

Skæð fuglaflensa gengur enn

Skæð fuglaflensa gengur og greinist enn í villtum fuglum hér á landi. Meira en hálft ár er liðið síðan flensan fór að greinast í villtum fuglum hér á Íslandi en Matvælastofnun telur ekki tímabært að aflétta sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi vegna flensunnar.

Innlent
Fréttamynd

Hvítabirnir hörfa norðar vegna þynningar á norðurskautsísnum

Hvítabirnir á Norðuríshafinu sækja sífellt norðar vegna þess hvað ísinn sunnar á hafinu þynnist hratt. Einn vísindamanna MOSAIC leiðangursins, sem lét skip sitt reka í eitt ár í gegnum ísbreiðuna, segir enn mögulegt að snúa þróuninni við en til þess hafi mannkynið skamman tíma.

Innlent
Fréttamynd

Álftir éta og éta upp kornakra bænda

Álftir eru verulegt vandamál þegar kornrækt er annars vegar því fuglarnir éta upp heilu hektarana frá bændum á örskotsstund. Kornbóndi á Suðurlandi segir að þó að þær séu reknar upp af ökrunum koma þær jafn harðan aftur, það verði að fækka fuglinum en í dag eru álftir friðaðar.

Innlent
Fréttamynd

Lést vegna heilaétandi amöbu

Unglingur í Nevada í Bandaríkjunum lést nýlega af völdum heilaétandi amöbu. Dýrið er talið hafa farið inn í nef og upp í heila unglinsins þegar hann baðaði sig í stöðuvatni í fylkinu.

Erlent
Fréttamynd

Telur sig mega sæta ofsóknum af hálfu MAST

Árni Stefán Árnason lögfræðingur, sem hefur sérhæft sig í dýraverndunarlöggjöf og barist ákaft fyrir velferð dýra, telur borðleggjandi að Matvælastofnun ofsæki sig vegna skoðana sinna og gagnrýni sem hann hefur sett fram á hendur stofnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Hin hrossin send aftur til eig­enda

Þrettán hross í Borgarfirði voru aflífuð af Matvælastofnun (MAST) í gær vegna alvarlegs ástands. Önnur hross reyndust vera í ásættanlegum holdum og var skilað til umráðamanns. Tíu þeirra eru þó sögð vera í viðkvæmu ástandi.

Innlent
Fréttamynd

Stöndum saman um líf­fræði­lega fjöl­breytni

Heilbrigð vistkerfi á landi, í ferskvatni og sjó eru undirstaða alls lífs á jörðinni og fjölbreytni lífríkisins er forsenda þess að vistkerfi geti starfað. Án fjölbreytni eru engir valkostir þegar bregðast þarf við breyttum aðstæðum og jafnvel ógnum eins og hlýnandi loftslagi.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölgar rjúpum sem má veiða á tíma­bilinu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest að veiðitímabil rjúpu verður frá 1. nóvember til 4. desember í ár. Ráðlögð veiði á tímabilinu er 26 þúsund fuglar, sem er fjölgun um sex þúsund fugla frá síðasta tímabili.

Innlent
Fréttamynd

Efast um hæfi MAST

Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 

Innlent
Fréttamynd

Taminn forystuhrútur í Skagafirði

Forystuhrúturinn Móri í Skagafirði þykir einstaklega fær þegar kemur að því að hlaupa samhliða hesti í bandi með bjölluna sína. Bóndinn á bænum, sem hefur tamið Móra notar hann mikið þegar hann er að smala því kindurnar laðast að Móra og síðan hleypur hann með þær heim á bæ.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki krónu eftir árekstur við kanínu

Hjólreiðamaðurinn Hlöðver Bernharður Jökulsson hafði ekki erindi sem erfiði er hann reyndi að sækja bætur úr ábyrgðatryggingu Reykjavíkurborgar vegna slyss sem varð er Hlöðver hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum og slasaðist nokkuð. Óhappatilvik var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er svo mikill hryllingur“

Búið er að hleypa hestunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um í sumar út. Þeir voru lokaðir inni um langt skeið og efast hestafólk í nærsveitum um að þeir lifi veturinn af, svo illa eru þeir farnir. 

Innlent
Fréttamynd

Til Svan­dísar Svavars­dóttur mat­væla­ráð­herra

Sæl Svandís, ég er að setja mig í samband við þig vegna dýraníðs í Borgarfirði. Þú hefur örugglega heyrt af þessu máli í fjölmiðlum. Steinunn Árnadóttir benti á þetta og hefur fylgt málinu eftir. MAST gerir ekkert. Lögreglan og dýraeftirlitsmaður á svæðinu gerir ekkert.

Skoðun
Fréttamynd

Villtum dýrum fækkað um 70 prósent á fimmtíu árum

Villtum dýrum á jörðinni hefur fækkað um tæp 70 prósent á rétt tæpum fimmtíu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu en þar er ofurneyslu mannfólks, minnkun skóglendis vegna ágangs manna og mengun þeirra kennt um þessa gríðarlegu fækkun dýra. 

Erlent
Fréttamynd

Eitruð froða rann um læk við Stekkja­bakka

Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur barst tilkynning í dag um froðu í læk við Stekkjabakka. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Veitur og fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins mættu á vettvang. Stíflu var komið fyrir til þess að koma í veg fyrir að froðan myndi flæða út í Elliðaár en froðan er talin hafa verið eitruð.

Innlent
Fréttamynd

Íhuga að skattleggja beljurop

Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni.

Erlent
Fréttamynd

Villtum dýrum í Evrópu fjölgar á ný

Aðgerðir til að fyrirbyggja útrýmingu villtra dýra hafa gefist afar vel á síðustu áratugum og nú er svo komið að dýr sem fyrir fáum áratugum voru í útrýmingarhættu farnast vel í villtri náttúru Evrópu. Evrópusambandið hyggst setja aðildarríkjum sínum enn strangari kröfur til að styrkja tilvist villtra dýra.

Erlent
Fréttamynd

Golfkúluhundurinn Kjói á Ísafirði

Hundurinn Kjói á Ísafirði er magnaður þegar kemur að golfi og golfíþróttinni því hann týnir upp í kjaftinn sinn allar golfkúlur, sem eru fyrir utan golfvöllinn í bænum. Hann tekur engar kúlur inn á vellinum, bara kúlurnar fyrir utan og skilar þeim til eiganda síns, sem er með mörg hundruð kúlur, sem Kjói hefur komið með heim.

Innlent
Fréttamynd

Segir hundinn ekki hafa ráðist á neinn

Eigandi hundsins á Akureyri sem fjallað var um á Vísi í gær segir hann ekki hafa bitið neinn heldur einungis hlaupið í átt að stúlku með annan hund í bandi. Hundurinn sé aldrei skilinn einn eftir úti. 

Innlent