Landhelgisgæslan

Fréttamynd

Þyrlan lenti á hringtorgi í Hveragerði

Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að lendi á hringtorgi rétt fyrir utan Hveragerði fyrr í dag. Hjálparsveit skáta aðstoðaði við að flytja einstaklinginn í átt að hringtorginu. 

Innlent
Fréttamynd

Einn alvarlega slasaður eftir bílveltu

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sótti tvo slasaða norður í land eftir að útkall barst vegna bílveltu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að annar þeirra sé alvarlega slasaður.

Innlent
Fréttamynd

Leituðu í alla nótt og fara nú yfir gögnin

Leit með neðansjávarfari að skipverjanum á Sighvati GK-57 hélt áfram í alla nótt og var leit hætt nú skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Farið verður yfir gögnin og staðan tekin aftur síðar í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Leitin að skipverjanum ekki enn borið árangur

Leitinni að karlmanni, sem féll frá boði línuskipsins Sighvats GK-57 í Faxaflóa á laugardag var haldið áfram í dag. Hún hefur þó ekki borið árangur og henni hætt í kvöld. Leit hefst aftur í morgunsárið með varðskipi Landhelgisgæslunnar en óákveðið er hvort þyrlan verði kölluð út. 

Innlent
Fréttamynd

Skýrsla tekin af skip­stjóranum í morgun

Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu af skipstjóra Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun. Skipverji féll frá borði Sighvats síðdegis á laugardag í Faxaflóa og stendur leit að honum enn yfir.

Innlent
Fréttamynd

Leitar­svæðið á Faxa­flóa stækkað í dag

Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni.

Innlent
Fréttamynd

Hefja leit að nýju við birtingu

Leitinni að skipverja sem féll útbyrðis síðdegis í gær var frestað á tíunda tímanum í kvöld, en leit hefur ekki borið neinn árangur. Varðskipið Þór verður á svæðinu í nótt og mun áhöfn þess hefja leit aftur í birtingu.

Innlent
Fréttamynd

Átta skip og bátar byrjaðir að leita aftur

Leit að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi á utanverðum Faxaflóa í gær hófst aftur klukkan tíu í morgun. Átta skip og bátar eru ýmist komnir á staðinn eða væntanlegir en varðskipið Þór stýrir aðgerðunum.

Innlent
Fréttamynd

Skipverjinn ófundinn: Leitað fram á nótt

Leit að manni sem féll útbyrðis af fiskiskipi um klukkan 17 í dag hefur enn engan árangur borið. Fimmtán skip og bátar ásamt tveimur þyrlum eru við leit eins sem stendur.  Ekki hefur tekin ákvörðun um framhald leitar annað en að áfram verður leitað í kvöld og fram á nótt.

Innlent
Fréttamynd

Snar­ræði á­hafnar þyrlunnar bjargaði manns­lífi

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar komst í hann krappan á föstudag þegar sækja þurfti alvarlega veikan sjúkling á Ísafjörð í aftakaveðri. Áhöfnin ákvað að fljúga þyrlunni aftur á bak inn Skutulsfjörð og komst þannig á leiðarenda. Læknar sem meðhöndluðu manninn á Landspítalanum segja snarræði áhafnarinnar hafa bjargað lífi hans.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt bílslys í Borgarfirði

Alvarlegt bílslys varð á sjöunda tímanum í kvöld norður af Barnafossi í Borgarfirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti einn slasaðan til Reykjavíkur á slysadeild. 

Innlent
Fréttamynd

Sendu tvær þyrlur eftir sprengingu um borð í flutningaskipi

Landhelgisgæslunni barst í dag tilkynning um eld um borð í erlendu flutningaskipi undan ströndum Íslands. Áhafnir tveggja þyrla, varðskipsins Þórs og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum voru kallaðar út á mesta forgangi.

Innlent