Landspítalinn

Fréttamynd

Fjölgaði á spítala og gjör­gæslu yfir jólin

Nú liggja fjórtán sjúklingar inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru fimm á gjörgæslu og þrír þeirra í öndunarvél. Helmingur einstaklinganna er óbólusettur, þar af fjórir þeirra sem eru á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð

Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag.

Innlent
Fréttamynd

Innlögnum ekki að fjölga

Innlögnum er ekki farið að fjölga á Landspítala þrátt fyrir gífurlega útbreiðslu omíkron-afbrigðisins. Um 1400 manns hafa greinst með veiruna á síðustu þremur dögum en talið er að jákvæðum niðurstöðum fjölgi á næstu virku dögum.

Innlent
Fréttamynd

Sextán ára í öndunarvél vegna Covid

Sextán ára einstaklingur liggur í öndunarvél á gjörgæslu á Landspítalanum vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Hjarta Geirs hætti að slá í hjóla­ferð í Hruna­manna­hreppi

Ótrúleg elja Ingunnar Sigurbjörnsdóttur, eiginkonu Geirs Óskarssonar, og skyndihjálparnámskeið frá 1986 sem hún tók þátt í skiptu sköpum þegar hjarta Geirs hætti að slá á annars fallegum sumardegi í Hrunamannahreppi í sumar. Þau eru uppfull af þakklæti til allra þeirra sem komu að því að bjarga lífi hans. 

Innlent
Fréttamynd

Óbólu­settum ó­heimilt að heim­sækja Land­spítala

Landspítali er nú á hættustigi og gerð er krafa um að aðstandendur, sem hyggjast heimsækja sjúklinga á spítalanum, séu annaðhvort fullbólusettir eða hafi fengið Covid á síðastliðnum sex mánuðum. Alls liggja nú tíu sjúklingar á Landspítala vegna Covid. 

Innlent
Fréttamynd

„Mönnunin er Akkilesar-hællinn“

Alma Möller landlæknir segir að um fjörutíu starfsmenn Landspítalans séu í einangrun vegna Covid-19. Mönnun spítalans er að hennar sögn Akkilesar-hællinn og verið er að leita allra leið til að létta álagi af Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Eitt barn á Landspítala með Covid-19

Tólf einstaklingar liggja nú á Landspítalanum vegna Covid-19, þar af eitt barn á barnadeild. Tveir sjúklingar eru á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Af sjúklingunum tólf eru tíu með virka sýkingu og í einangrun.

Innlent
Fréttamynd

Leg­slímu­flakk: bráð­nauð­syn­legar um­bætur

Legslímuflakk (endometriosis) er sjúkdómur sem getur valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að sjúkdómurinn hrjái allt að 10% kvenna. Einkenni sjúkdómsins eru mismunandi og geta verið óljós og breytileg milli tímabila hjá sama sjúklingi og því getur reynst erfitt að greina hann. Greiningartími er því oftar en ekki fleiri ár.

Skoðun
Fréttamynd

Sá sem dó var fullbólusettur

Sá sem lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum á föstudaginn var fullbólusettur. Hann var á áttræðisaldri en ekki er vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar hann smitaðist af. Frá upphafi faraldursins hafa 36 látist vegna Covid-19 hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra

Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska.

Innlent
Fréttamynd

Heimila heimsóknir á ný

Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að rýmka heimsóknarreglur á spítalanum en frá og með miðvikudeginum næsta, 15. desember, verða heimsóknir leyfðar á spítalanum á ný.

Innlent
Fréttamynd

Lést af völdum Covid-19 á Landspítala

Sjúklingur lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. Þetta segir í tilkynningu á vef farsóttanefndar Landspítala. Um er að ræða 36. andlátið af völdum sjúkdómsins hér á landi frá upphafi faraldurs.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri kærur í undir­­búningi á hendur Skúla Tómasi

Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Landspítalinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu eftir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa ekki að borga með skónum sínum þetta árið

Starfsmenn Landspítalans geta valið milli sjö mismunandi jólagjafa þetta árið. Mikil umræða skapaðist um val stjórnenda í fyrra þegar um sex þúsund starfsmenn fengu Omnom súkkulaðistykki og sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers.

Innlent
Fréttamynd

Meistaraflokkur kvenna hjá KR styrkti Barnaspítala Hringsins

Meistaraflokkur kvenna hjá KR færði Barnaspítala Hringsins í gær fallega gjöf.  Knattspyrnukonurnar mættu færandi hendi á sjúkrahúsið með leikföng, bækur og fleira fyrir börnin sem þar dvelja yfir hátíðarnar. Þær hvetja önnur lið til að gera slíkt hið sama.

Lífið
Fréttamynd

Markmiðið að grípa sem flesta og koma til móts við Landspítala

Ný Covid deild verður opnuð á hjúkrunarheimilinu Eir síðar í dag. Deildin getur tekið á móti allt að tíu öldruðum einstaklingum sem eru með væg einkenni. Framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar segir að um sé að ræða nauðsynlegt úrræði sem muni meðal annars létta undir með Landspítala.

Innlent