Börn og uppeldi

Fréttamynd

Síma­frí en ekki síma­bann

Barnamálaráðherra segir símabann í grunnskólum ekki á dagskrá, heldur símafrí. Börn hafi kallað eftir samræmdum reglum milli skóla og mikilvægt sé að símar trufli ekki kennslu, þótt skólar eigi að nýta sér nútímatækni. 

Innlent
Fréttamynd

Leik­skólar eru ekki munaður

Umræðan um fækkun fæðinga á Íslandi hefur vakið mikla athygli. Frjósemi hefur aldrei mælst lægri og margir spyrja: hvers vegna?

Skoðun
Fréttamynd

Netvís tekur við af SAFT

Netvís – Netöryggismiðstöð Íslands hefur hafið formlega starfsemi og tekur við hlutverki SAFT sem íslenskt Safer Internet Centre. Í tilkynningu segir að með stofnun miðstöðvarinnar hafi verið stigið mikilvægt skref í átt að öruggara, ábyrgara og heilbrigðara stafrænu samfélagi. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Miklar breytingar á gjald­skrá leik­skóla borgarinnar

Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík sem nýta ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá heilan mánuð ókeypis. Þá verður einnig veittur afsláttur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Miðað er við að breytingarnar taki gildi um áramótin.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast

Um 2500 börn bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar og hefur orðið mikil fjölgun á biðlista undanfarin fjögur ár. Bið barna eftir ADHD-greiningu getur verið á fimmta ár. Umboðsmaður barna kallar eftir aðgerðum stjórnvalda og segir áhyggjufullt hve mörg börn séu með stöðu sakbornings í ofbeldismálum.

Innlent
Fréttamynd

Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina

Linda Ólafsdóttir, rit- og myndhöfundur, opnar um helgina sýninguna Ég þori! Ég get! Ég vil! á Borgarbókasafninu í Grófinni. Á sýningunni verður hægt að sjá frummyndir og skissur úr bókinni sem kom út árið 2023. Myndirnar hafa áður verið sýndar í New York og á bókahátíðinni í Bologna á Ítalíu.

Menning
Fréttamynd

Hug-A-Lums þyngdar­bangsar sem allir elska

Hug-A-Lumps þyngdarbangsarnir komu fyrst á markað í fyrra og slógu rækilega í gegn. Fyrsta sending af þeim seldist upp á örfáum vikum þar sem bæði börn og fullorðnir heilluðust af mýkt þeirra og róandi áhrifum sem þeir hafa.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Anna ljósa fallin frá

Anna Eðvaldsdóttir, betur þekkt sem Anna ljósa, er látin 66 ára að aldri eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Hún var ein þekktasta ljósmóðir landsins, starfaði við fagið í tæpa þrjá áratugi og gaf út bækur með góðum ráðum fyrir verðandi og nýbakaða foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Skvísur séu al­mennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd

Birna Þórisdóttir, lektor við matvæla- og næringarfræðideild HÍ, segir skvísur almennt frekar næringarsnauðar og að ekki eigi að gefa börnum of mikið af þeim. Mikilvægt sé að þau læri á mat með því að handleika hann og leika með hann. Birna og Jóhanna E. Torfadóttir, lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ og verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis fóru yfir næringu barna og ungmenna í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Þau eru að herja á börnin okkar“

Þingmaður kallar eftir breytingum á lögum um veðmál á erlendum vefsíðum. Óbreytt ástand verði til þess að fleiri lendi í vandræðum með spilafíkn og að ungir karlmenn séu í mestri hættu.

Innlent
Fréttamynd

Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frí­stund

Móðir grunnskólabarns, sem fær að mæta á frístundaheimili einu sinni í viku, segir manneklu í frístundastarfi geta valdið félagslegri einangrun barna. Rúmlega fimm hundruð börn eru á biðlista eftir að fá pláss í frístundaheimili eða sértækri félagsmiðstöð.

Innlent
Fréttamynd

Þetta eru upp­á­halds barna­bækur ráð­herranna

Bækurnar Palli var einn í heiminum, Bróðir minn Ljónshjarta og Blómin á þakinu eru í miklu uppáhaldi hjá ráðherrum landsins. Þeir völdu sínar uppáhaldsbækur í tilefni Svakalegu lestrarkeppninnar sem stendur yfir í grunnskólum landsins.

Lífið
Fréttamynd

Veð­mál barna – hættu­legur leikur sem hægt er að stöðva

Á síðustu árum hefur veðmálastarfsemi barna tekið á sig nýja og hættulega mynd. Internetið býður upp á óheftan aðgang að fjölmörgum fjárhættuspilasíðum sem auglýsa sig eins og tölvuleiki, með litríku viðmóti, stigakerfum og bónusum sem margfaldast líkt og í spilum.

Skoðun
Fréttamynd

Æ fleiri Ís­lendingar velja að eignast ekki börn

Sá hópur Íslendinga sem velur að eignast ekki börn fer stöðugt stækkandi. Fæðingartíðni á Íslandi hefur verið í frjálsu falli frá bankahruninu. Ísland hefur státað af hærri fæðingartíðni en hin Norðurlöndin en er nú á svipuðum stað og eignast hver íslensk kona að meðaltali 1,56 barn.

Innlent
Fréttamynd

Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri

Tæp 68 prósent barna í 2. bekk í Reykjavík búa yfir aldurssvarandi hæfni í lestri. Það er niðurstaða Lesmáls 2025, prófs sem metur lestur, lesskilning og réttritun hjá nemendum í 2. bekk. Fjórðungur þátttakenda náði árangri á bilinu 31 til 60 prósent, eða alls 322 nemendur. Þá eru tæp sjö prósent sem náðu 0 til 30 prósent árangri.

Innlent
Fréttamynd

Harm­saga fjöl­skyldunnar ekkert eins­dæmi

Ása Berglind Hjálmasdóttir þingkona Samfylkingarinnar segir bráðnauðsynlegt að ólík börn hafi ólíka valmöguleika sem gefi þeim færi til að blómstra. Harmsaga úr fjölskyldu hennar sé alls ekkert einsdæmi.

Innlent
Fréttamynd

Manneklan er víða

Mikið hefur verið rætt um manneklu á leikskólum en minna fer fyrir umræðu um manneklu í frístundastarfi.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig fæ ég ung­lingana mína til að fara betur með peninga?

41 árs kona spyr: Ég er sjálf vinnusöm og fer vel með peninga. Ég hef lagt áherslu á að dætur mínar upplifi öryggi og eigi gott líf. Nú eru þær unglingar og í sumar þá vilja þær helst glápa á þætti og chilla. Á sama tíma er ég að slá blettinn, þvo þvott og dytta að húsinu. Þær hjálpa til ef ég æsi mig, en það endist stutt og ég er alltaf „vondi karlinn“. Ég hef áhyggjur af að þær hafi það of gott og er að velta fyrir mér hvernig ég kenni þeim að þær þurfi sjálfar að vinna fyrir hlutunum. Áttu ráð fyrir mig?

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“

Faðir manns sem glímdi við fíknivanda frá tólf ára aldri og svipti sig lífi tuttugu ára gamall segir kerfið hafa brugðist algjörlega. Neyðarvistun var eina úrræðið fyrir barn með fíknivanda og þar hafi strákurinn dvalið með langt gengnum eldri fíklum. Stofnanir sem eigi að grípa börn séu í raun völundarhús og drekkingarhylir.

Innlent
Fréttamynd

Í fyrsta sinn fleiri börn með of­fitu en í undirþyngd

Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust reynast fleiri börn og unglingar á skólaaldri á heimsvísu glíma við offitu en undirþyngd samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Eitt af hverjum tíu börnum á heimsvísu glíma við offitu samkvæmt skýrslunni og er markaðssetning mikið unninna matvæla sögð meðal mögulegra sökudólga.

Erlent