Heilbrigðismál

Fréttamynd

Vísa kjara­deilu starfs­manna hjúkrunar­heimila til sátta­semjara

Stéttarfélagið Efling vísaði kjaradeilu sinni við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) til ríkissáttasemjara í dag. Félagið krefst lausnar á undirmönnnun og álagi á starfsfólk á hjúkrunarheimilum auk samninga í samræmi við launastefnu úr kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins frá því í mars.

Innlent
Fréttamynd

Enn til­kynnt um maga­kveisu á há­lendinu

Tilkynnt var um tvo veika einstaklinga í Hrafntinnuskeri í gær. Nóróveira hefur greinst í sýnum frá fólki sem veiktist af magakveisu á fjölsóttum ferðamannastöðum á hálendinu nýverið. Rannsókn landlæknis og heilbrigðiseftirlits Suðurlands á hópsmitinu stendur enn yfir. Ekki er hægt að fullyrða um uppruna smits, í neysluvatni eða annars staðar.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlusveitin kölluð til fjórum sinnum síðasta sólar­hringinn

Þyrlusveitir Landhelgisgæslunnar hafa sinnt fjórum útköllum síðasta sólarhringinn ofan á það að hafa sinnt viðbragði við Breiðamerkurjökli í gær. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir þyrlusveitina hafa sinnt sjúkraflugi vegna bráðra veikinda á Hvammstanga, Hornbjargi og Grundarfirði og svo á skemmtiferðaskipi sem var um 150 sjómílur norður af Ísafirði.

Innlent
Fréttamynd

Saurgerlar fundust í neyslu­vatni

Saurgerlar og E.coli bakteríur hafa fundist í neysluvatni við reglubundið eftirlit á Borgafirði eystra. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu HEF veitna þar sem segir að nauðsynlegt sé að sjóða vatn áður en þess er neytt.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að veita Mikka eins gott líf og kostur er

Mikael Smári Evensen var þriggja ára gamall þegar hann var greindur með taugahrörnunar sjúkdóminn AT, eða ataxia telangiectasia en sjúkdómurinn leggst meðal annars á tauga- og ónæmiskerfið og leiðir til alvarlegrar færniskerðingar. Í sumarbyrjun í fyrra greindist Mikael Smári síðan einnig með bráðahvítblæði og er því í harðri krabbbameinsmeðferð, ofan á allt hitt.

Lífið
Fréttamynd

Ó­víst hvernig skólahópurinn smitaðist

Allt bendir til að upp hafi komið nóróveirusmit í Emstruskála, Básum og í Þórsmörk þar sem hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir veiktust í nótt. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir óljóst hvernig smitið kom upp.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast þess að ráð­herra dragi fyrir­­­mæli sín til lög­reglu til baka

Eigendur netverslunarinnar Sante.is hafa sent fjármálaráðherra bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við „óeðlileg afskipti ráðherra af lögreglurannsókn.“ Í bréfinu er þess krafist að fyrirmæli ráðherrans til lögreglunnar verði dregin til baka og að ráðuneytið fjarlægi bréfið sem hann sendi lögreglunni af opinberum vefsvæðum.

Innlent
Fréttamynd

Eyjólfur Árni og Rann­veig Rist koma ný inn í stjórn Klíníkurinnar

Á aðalfundi Klíníkurinnar, sem starfrækir einkarekna skurðaðgerðarþjónustu í Ármúla, í gær voru þau Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Rannveig Rist, forstjóri ISAL-álversins í Straumsvík, kjörin ný inn í stjórn félagsins. Eyjólfur Árni, sem verður jafnframt stjórnarformaður Klíníkurinnar, segir það vera grundvallaratriði að fyrirtæki eins og Klíníkin fái að þróast í takt við þær breytingar sem eru að verða heilbrigðisþjónustu hér á landi.

Innherji
Fréttamynd

Telja apa­bóluna ekki „nýja CO­VID“

Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu segir að mpox-veiran, sem áður var þekkt sem apabóla, sé ekki „nýtt COVID“. Heilbrigðisyfirvöld viti hvernig eigi að hefta útbreiðslu veirunnar sem hefur skotið upp kollinum víða um lönd undanfarið.

Erlent
Fréttamynd

Ekki ráð­legt að drekka orku eða neyta einnar fæðutegundar

Ný norræn næringarviðmið voru gefin út nýlega. Jóhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnastjóri næringar hjá embætti Landlæknis og næringarfræðingur, segir ekki miklar breytingar frá fyrri ráðleggingum. Það séu hærri viðmið um D-vítamín á Íslandi og að í nýjum ráðleggingum sé lögð meiri áhersla á að borða meira úr jurtaríkinu og minna rautt kjöt til að minnka kolefnisspor mataræðis. Jóhanna ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Sex­tíu veikir og minnst sex með nóró­veiru

Búið er að staðfesta að í það minnsta sex af þeim rúmlega sextíu sem veiktust eftir að hafa gist á Rangárvöllum á síðustu vikum séu með nóróveiru. Unnið er að því að greina sýni úr neysluvatni á svæðinu og hvort nóróveirur hafi borist í vatnsból. 

Innlent
Fréttamynd

„Það eru allir með ADHD“

Sú mýta virðist lífseig hér á landi að annar hver Íslendingur sé með ADHD og varla þurfi að líta á ADHD sem eitthvað vandamál, það eru jú allir með það. Þessi mýta hljómar saklaus en þegar betur er að gáð getur hún haft neikvæðar afleiðingar fyrir þá sem eru með ADHD. En hvers vegna?

Skoðun
Fréttamynd

ADHD og Sköpunar­gáfa: Leyndar­mál Skapandi Fram­fara:

Eftir að hafa lært um mitt ADHD og farið í gegnum tveggja ára sjálfsrannsókn, lestri og endurmati á mínu eigin lífi eftir mörguar áskoranir en líka sigrana, hef ég orðið var við tilhneigingu til að einblína á erfiðleikana sem fylgja ADHD.

Skoðun
Fréttamynd

Læknar, heil­brigðis­starfs­fólk og lykill að lausninni

Formaður Læknafélags Íslands, Steinunn Þórðardóttir, skrifaði skrifaði nýverið grein um stöðu lækna og starfsumhverfi þeirra. Lesturinn var sláandi. Ekki vegna þess að myndin sem skrifuð var upp kom mér á óvart eða að þetta sé í fyrsta sinn sem læknir deilir reynslu sinni. Heldur það hversu langan tíma það tekur okkur að breyta og gera úrbætur í heilbrigðiskerfinu.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­lifði fá­læti lækna þegar lykkjan týndist inni í henni

Sigrún Arna Gunnarsdóttir segir umræðu um endómetríósu af skornum skammti, sjúkdómurinn sé mun algengari en flesta grunar. Hún lýsir í Íslandi í dag miklu fálæti á Landspítalanum en hún var ekki greind með sjúkdóminn fyrr en hún leitaði til einkarekinnar heilbrigðisstofu. Þangað til gekk Sigrún í gegnum gríðarleg veikindi, eftir að það tók fjórar tilraunir og fimm mánuði að ná úr henni hormónalykkju vegna samgróninga af völdum ógreindrar endómetríósu.

Lífið