

Bretar hafa yfirtekið Íslendinga yfir þau vestrænu lönd sem greiða hæstu vexti af skuldum sínum. Heilt yfir er vaxtabyrði að lækka í Vestur Evrópu en hækka í Bandaríkjunum.
Breski fréttamaðurinn George Alagiah er látinn, 67 ára að aldri, eftir níu ára langa baráttu við krabbamein.
Love Island stjörnuparið Molly-Mae Hague og Tommy Fury eru trúlofuð. Tommy fór á skeljarar á spænsku eyjunni Ibiza um helgina en fjögur ár eru síðan þau kynntust í raunveruleikaþáttunum.
Bresk stjórnvöld hyggjast í fyrsta sinn rannsaka til hlýtar einu fangabúðir nasista sem vitað er að voru reistar á breskri grundu, á eyjunni Alderney í Ermasundi. Er það gert eftir að ný sönnunargögn fundust sem varpað hafa ljósi á grimmdarverk nasista á eyjunni.
„Með því að hjálpa þeim er ég í raun að endurgjalda þeim mitt eigið líf,“ segir hin breska Sue Frecklington í samtali við Vísi. Á hernámssárunum var faðir Sue heimtur úr helju af íslenskum bónda hér á landi. Mennirnir tveir þróuðu í kjölfarið með sér vináttu sem átti eftir að spanna marga áratugi og ná þvert yfir fjórar kynslóðir.
Peysa sem Díana prinsessa klæddist í upphafi níunda áratugar síðustu aldar er nú til sölu á uppboði. Um er að ræða rauða peysu með mynstri af hvítum kindum. Ein kindin er þó svört og er talið að Díana hafi þess vegna verið hrifin af peysunni.
Fyrirsætan Gigi Hadid var handtekin ásamt vinkonu sinni þegar þær mættu til Cayman-eyja á dögunum. Vinkonurnar ferðuðust með einkaflugvél og voru með í fórum sínum kannabis og áhöld til að neyta þess.
Þeir Ari Ólafsson og Pétur Ernir Svavarsson, sem báðir hafa gert það gott sem söngvarar hér á landi, útskrifuðust á dögunum úr virtu söngleikjanámi Royal Academy of Music í London. Báðir voru þeir í aðalhlutverki í sinni lokasýningu. Ari, sem eignaðist sitt fyrsta barn í apríl, segir námið hafa verið gríðarlega þroskandi og lítur björtum augum til framtíðar.
Söng- og leikkonan Jane Birkin er látin, 76 ára að aldri. Hún var best þekkt fyrir að hafa sungið dúetta með tónlistarmanninum Serge Gainsbourg og leikið í kvikmyndum á borð við Evil Under The Sun og Blow-up.
Röð tilviljana leiddi til þess að Örn S. Kaldalóns, kerfisfræðingur og fálkaorðuhafi, kynntist eiginkonu sinni, Kamillu Suzanne Kaldalóns, í Englandi á fyrri hluta áttunda áratugarins. Hann var þá 29 ára og hún rétt rúmlega tvítug. Kamilla fluttist búferlum til Íslands til að vera með Erni sem á þeim tíma þótti nokkuð óvenjuleg og djörf ákvörðun.
Kevin Spacey, hinn þekkti bandaríski leikari, segist miður sín yfir því að maður hafi sakað sig um nauðgun. Spacey segist hafa liðið eins og hann hafi verið stunginn í bakið þegar hann heyrði fyrst af ásökunum.
Davide Sanclimenti, samfélagsmiðlastjarna sem gerði garðinn frægan í Love Island, hefur rofið þögnina eftir að myndband birtist af honum á samfélagsmiðlum þar sem hann virtist neyta eiturlyfja á skemmtistað á Ibiza.
Breski sjónvarpsfréttamaðurinn Huw Edwards er sá sem stendur frammi fyrir ásökunum um að hafa borgað táningi fyrir kynferðislegt myndefni.
Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“.
Microsoft fékk í gær grænt ljós á að ganga frá 69 milljarða dala kaupum fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Samruninn verður sá stærsti í sögu leikjaiðnaðarins og með kaupunum mun Microsoft koma höndum yfir vinsæla tölvuleiki eins og Call of Duty seríuna, Diablo, Overwatch, World of Warcraft og Candy Crush.
Karl Bretakonungur var ekkert sérstaklega þolinmóður þegar hann tók á móti Joe Biden, Bandaríkjaforseta, í Windsor kastala í dag. Biden tók sér góðan tíma í samræður við lífvörð konungsins, sem var ekkert sérstaklega skemmt.
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, munu funda í Lundúnum í dag þar sem efsta mál á dagskrá verður ósk Úkraínumanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu.
Ónafngreindur en vel þekktur sjónvarpsmaður hjá Breska ríkisútvarpinu (BBC) stendur frammi fyrir ásökunum um að hafa borgað táningi fyrir kynferðislegt myndefni. Hann er sagður hafa lagt þúsundir punda inn á reikning stúlkunnar.
„Þegar fimmtugsafmælið mitt nálgaðist árið 2020 hélt ég af stað í rómantíska ferð til Íslands ásamt kærastanum mínum. Við lentum, og síðan sagði mér hann mér upp í komusalnum á flugvellinum.“
Eitt barn er látið og sex önnur slösuð auk tveggja fullorðinna eftir að Land Rover jeppa var keyrt inn í grunnskóla í Wimbledon hverfi í suðvesturhluta London í morgun. Um er að ræða skóla fyrir stúlkur á aldrinum 4 til 11 ára.
Karl III var í dag krýndur konungur Skotlands samkvæmt hefð sem nær allt aftur til sautjándu aldar þegar Karl I Englandskonungur var krýndur konungur Skotlands.
Enskur ferðamaður, sem skar á dögunum nafn sitt og kærustu sinnar á vegg ítalska hringleikahússins Kólosseum, segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri mannvirkisins. Hann hefur nú beðið borgarstjóra Rómarborgar afsökunar á athæfinu og segir það „vandræðalegt“ að hann hafi ekki verið meðvitaður um háan aldur Kólosseum.
Enn eitt parið úr bresku raunveruleikaþáttunum Love Island er hætt saman. Að þessu sinni eru það þau Ron Hall og Lana Jenkins sem byrjuðu saman fyrir þremur mánuðum síðan í vetrarútgáfu raunveruleikaþáttanna vinsælu.
Hjúkrunafræðingur í Wrexham í Wales hefur verið svipt starfsleyfinu eftir að sjúklingur hennar sem hún átti í ástarsambandi við lést í bifreið sinni, á meðan ástarfundi þeirra stóð.
Óánægja yfirvalda á Orkneyjum með framkomu breskra stjórnvalda í sinn garð gæti orðið til þess að eyjarnar verði að norsku yfirráðasvæði. Þau kanna nú önnur möguleg stjórnkerfi, þar á meðal að leita aftur í faðm Norðmanna.
Sérfræðingar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu þjálfa úkraínska hermenn í bráðameðferð fyrir vígvellina. Deildarstjóri segir fyrstu mínúturnar skipta mestu máli svo fólki blæði ekki út.
Enska ofurfyrirsætan Naomi Campbell greindi frá því í dag að hún hefði eignast son og væri orðin tveggja barna móðir, 53 ára að aldri.
Harry Bretaprins og Meghan Markle var gert að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage) í mars á þessu ári. Um er að ræða híbýli hjónanna á lóð Windsor-kastala sem staðsettur er vestur af Lundunúm. Hjónin eru nú búin að tæma bústaðinn og skila lyklunum að þeim.
Réttarhöld yfir bandaríska leikaranum Kevin Spacey eru hafin. Spacey er ákærður fyrir alls tólf kynferðisbrot gegn fjórum drengjum.
Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan.