
Bretland

Grant segir Sun hafa brotist inn til sín
Leikarinn Hugh Grant hefur sakað breska slúðurfréttablaðið um að hafa brotist inn í íbúð sína og komið GPS-tæki fyrir á bíl sínum í von um að komast að einhverju til að greina frá í blaðinu. Grant kom fyrir dóm í gær þar sem hann sakaði blaðið einnig um að hafa hlerað heimasímann sinn og hakkað sig inn í símsvarann.

Corden stimplaði sig út með hjartnæmum skilaboðum
Spjallþáttur breska þáttastjórnadans James Corden lauk göngu sinni í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi eftir átta ár á skjánum. Í þessum síðasta þætti kvaddi Corden áhorfendur, meðal annars aðstoð söngvarans Harry Styles og leikarans Will Ferrell og þá kom Joe Biden Bandaríkjaforseti sérstökum skilaboðum á framfæri.

Kirkjan á Englandi minnir á að Jesús var einhleypur
Þjóðkirkjan á Englandi segir að það eigi að bera jafn mikla virðingu fyrir einhleypu fólki og þeim sem eru í hjónabandi. Benda þau á að Jesús hafi sjálfur verið einhleypur.

Hugh Grant verður Úmpa-Lúmpa
Hugh Grant mun leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem kemur út í desember. Myndin segir frá ævintýrum sælgætisjöfursins Willy Wonka áður en hann opnaði sælgætisgerðina. Ungstirnið Timothee Chalamet fer með hlutverk Wonka í myndinni.

Bretar hafna stærsta samruna leikjaiðnaðarins
Samkeppniseftirlit Bretlands hefur ákveðið að meina bandaríska tæknifyritækinu Microsoft að festa kaup á leikjarisanum Activision Blizzard fyrir 69 milljarða Bandaríkjadollara. Ákvörðunin er áfall fyrir forsvarsmenn fyrirtækisins sem hyggjast áfrýja.

Ákærð fyrir að myrða mann sem kúgaði móður hennar með kynlífsmyndbandi
TikTok-áhrifavaldur ætlaði að leggja gildru fyrir mann sem var að fjárkúga móður hennar með kynlífsmyndbandi. Menn á hennar vegum þvinguðu bíl mannsins af veginum með þeim afleiðingum að hann og vinur hans létust. Konan og móðir hennar hafa verið ákærðar fyrir morð ásamt sex öðrum.

Strictly-dómarinn Len Goodman er látinn
Breski dansarinn Len Goodman, sem um árabil var formaður dómnefndarinnar í bresku dansþáttunum Strictly Come Dancing, er látinn, 78 ára að aldri.

Lést af sárum sínum eftir árás hunds
Karlmaður lést í Derby á Englandi í gær eftir árás hunds. Lögregla aflífaði hundinn á vettvangi.

Meghan segir fréttaflutning af bréfaskrifum til Karls ósannan
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, gagnrýnir breska fjölmiðla vegna fréttaflutnings af því að bréfaskrif á milli hennar og Karls konungs hins þriðja hafi haft áhrif á ákvörðun hennar um að mæta ekki til krýningar hans. Hún segir það fjarri sannleikanum.

Varð að hætta skyndilega við tónleika vegna veikinda
Breska tónlistargoðsögnin Sam Smith hefur hætt við tónleika sína í Glasgow með eins dags fyrirvara vegna skyndilegra veikinda.

Breskri konu með Alzheimer vísað frá Svíþjóð
Breskri konu á áttræðisaldri hefur verið vísað frá Svíþjóð þar sem henni láðist að leggja fram tilhlýðileg gögn fyrir áframhaldandi dvalarleyfi í landinu. Hún hefur búið þar í tæp 20 ár, er nú rúmföst og með Alzheimer en er vísað úr landi vegna Brexit.

Olíusjóðurinn vill ekki gera olíufélag loftslagsvænna
Norski olíusjóðurinn ætlar að greiða atkvæði gegn ályktun um að breska olíufélagið BP setji sér metnaðarfyllri loftslagsmarkmið á hluthafafundi í næstu viku. Hópurinn sem stendur að ályktuninni segir sjóðinn ekki framfylgja eigin fjárfestingastefnu.

Prinsinn tók við pöntun frá steinhissa viðskiptavini
Vilhjálmur Bretaprins kom viðskiptavini á indverskum veitingastað í Birmingham á óvart í gær þegar hann tók við pöntun hans símleiðis fyrir hönd starfsfólks veitingastaðarins.

Raab segir af sér vegna ásakana undirmanna um einelti
Dominic Raab, dómsmálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Ástæðan eru niðurstöður rannsóknar á ásökunum fjölda undirmanna hans um einelti og áreiti.

Gylfi Þór staddur á Íslandi eftir tvö ár í farbanni
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta er staddur hér á landi en hann var á dögunum leystur úr farbanni eftir að saksóknaraembættið í Manchester ákvað að kæra hann ekki vegna meints kynferðisbrots hans.

Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls
Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun.

Leiðtogar Vesturlanda búa sig undir viðbrögð Rússa við gagnsókn Úkraínumanna
Leiðtogar á Vesturlöndum eru sagðir búa sig undir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti grípi til allra þeirra vopna sem hann á eftir til að bregðast við gagnsókn Úkraínumanna sem er sögð vera yfirvofandi.

Skoðar hvort tilefni sé til að leita réttar síns
Gylfi Þór Sigurðsson er sagður liggja undir feldi nú þegar lögreglan í Manchester hefur ákveðið að fella niður rannsókn á máli hans. Hann muni á næstu dögum leita sér lögfræðilegrar ráðgjafar um hvort tilefni sé til þess að hann leiti réttar síns fyrir breskum dómstólum.

Gylfi geti sótt bætur vilji hann það
Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi.

Fatahönnuðurinn Mary Quant er látin
Breski fatahönnuðurinn Lafði Mary Quant er látin, 93 ára að aldri. Hún átti þátt í að móta tísku sjöunda áratugarins með hönnun sinni á stuttum pilsum og fleiru.

Meghan afþakkar boð í krýningu Karls
Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll.

Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður
Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands.

Biden heimsækir Norður-Írland
Mikil öryggisgæsla er nú á Norður-Írlandi en Joe Biden Bandaríkjaforseti komar þangað í opinbera heimsókn í gærkvöldi.

Guðni og Eliza verða viðstödd krýningu Karls
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú munu ferðast til London í byrjun maí til þess að vera viðstödd krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Engum ráðherrum var boðið á krýninguna.

Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji
Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum.

Norður-Írar á varðbergi yfir páskana
Í gær voru liðin 25 ár frá því að föstudagssáttmálinn var undirritaður á Norður-Írlandi. Friðarsáttmálinn, sem kenndur er við föstudaginn langa (e. The Good Friday Agreement), var undirritaður árið 1998 og batt hann enda á þriggja áratuga löngu stríði milli írskra kaþólska þjóðernissinna og breska mótmælendur sem varð 3.600 manns að bana.

Becker segir fangelsisvistina allt öðruvísi en í bíómyndunum
Tenniskappinn Boris Becker, sem bar þrisvar sinnum sigur úr býtum á Wimbledon, segir dvöl sína í fangelsi á Bretlandseyjum hafa verið afar harkalega. Fangelsisvist sé allt öðru vísi en í kvikmyndunum.

Love Island-stjarna eignaðist dóttur
Love Island-stjarnan Shaughna Phillips eignaðist dótturina Luciu á þriðjudaginn 4. apríl síðastliðinn. Þetta er frumburður raunveruleikastjörnunnar.

Frakkar og Þjóðverjar virðast hafa misst áhugann á Bretlandi í kjölfar Brexit
Vísbendingar eru uppi um að Frakkar og Þjóðverjar séu að missa áhugann á að ferðast til Bretlands í kjölfar Brexit. Ástæðurnar eru meðal annars kröfur um framvísun vegabréfs en minna en helmingur íbúa Frakklands og Þýskalands eiga gilt vegabréf.

Einn söngvara S Club 7 látinn
Paul Cattermole, einn söngvara breska poppbandsins S Club 7, er látinn aðeins 46 ára að aldri. Hann fannst látinn á heimili sínu í Dorset í gær en ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.