Svíþjóð

Fréttamynd

Anders­son tekin við sem for­maður af Löfven

Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var í gær kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven sem tók á sínum tíma við stöðunni af Håkan Juholt árið 2012.

Erlent
Fréttamynd

Tíu skotum skotið að rapparanum Ein­ár

Tíu skotum var skotið að sænska rapparanum Einár, úr tveimur mismunandi skotvopnum, þegar hann var ráðinn af dögum í suðurhluta Stokkhólms síðastliðinn fimmtudag. Hann var skotinn í bringu og í höfuð. Skotið hafði verið á tvo aðra rappara, sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður.

Erlent
Fréttamynd

Ís­­­lenskar forn­­­bók­­­menntir eru dá­­­sam­­­leg og van­­metin lista­­­verk

Sænski forn­sagna­fræðingurinn Lars Lönnroth er tví­mæla­laust ein­hver reyndasti og jafn­framt virtasti fræði­maður á sviði ís­lenskra mið­alda­bók­mennta sem er uppi í dag. Hann fagnar því að fræðin séu laus við þjóðernishyggjuna sem einkenndi þau á síðustu öld og segir bókmenntirnar dásamleg listaverk sem eigi erindi við heiminn allan, ekki bara Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Birkir Blær áfram í sænska Idolinu

Hinn 21 árs gamli tónlistarmaður, Birkir Blær Óðinsson, komst áfram í tíu manna úrslit sænsku söngvakeppninnar Idol í kvöld. Hann flutti lagið Yellow með Coldplay. 

Tónlist
Fréttamynd

Einn vin­sælasti rappari Sví­þjóðar skotinn til bana

Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni.

Erlent
Fréttamynd

Birkir Blær kominn í tíu manna úr­slit í sænska Idol

Hinn 21 árs gamli tónlistarmaður, Birkir Blær Óðinsson, er að slá í gegn í Svíþjóð þar sem hann er kominn í tíu manna úrslit í sænsku söngvakeppninni Idol. Birkir flutti til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám en það vatt fljótlega upp á sig.

Lífið
Fréttamynd

Skandinavísk flug­fé­lög af­nema grímu­skyldu

Fjögur skandinavísk flugfélög hafa afnumið grímuskyldu um borð í flugvélum í meirihluta flugferða. Forstjóri Icelandair segir ómögulegt að spá um hvenær grímuskyldu verður aflétt í flugvélum félagsins. 

Innlent
Fréttamynd

Kona látin eftir sprenginguna í Gautaborg

Sænska lögreglan segir að kona sem hefur legið særð á sjúkrahúsi eftir sprenginguna í íbúðarblokk í Gautaborg í síðasta mánuði sé látin. Karlmaður sem er grunaður um að hafa borið ábyrgð á sprengingunni fannst látinn í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Card, Angrist og Imbens fá Nóbelinn í hag­fræði

Sænska akademían tilkynnti í morgun að Kanadamaðurinn David Card annars vegar og hinn bandarísk-ísraelski Joshua D. Angrist og hollensk-bandaríski Guido W. Imbens hins vegar hafi hlotið hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans.

Erlent
Fréttamynd

Um­deildi lista­maðurinn Lars Vilks lést í bíl­slysi

Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni.

Erlent
Fréttamynd

Leita enn að íslenskum manni í Svíþjóð

Til stóð að halda áfram leit að íslenskum karlmanni á fimmtugsaldri sem hefur verið saknað frá því að hann hélt frá landi á sæþotu í Svíþjóð á laugardag. Frændi mannsins segist standa fyrir leit að honum.

Erlent