Páfagarður

Fréttamynd

Ræðir vopn og nánara sam­starf við þýska leið­toga

Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær.

Erlent
Fréttamynd

Selenskíj til fundar við páfa

Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin.

Erlent
Fréttamynd

Frans páfi veitir konum kosningarétt

Frans páfi hefur ákveðið að veita konum kosningarétt á komandi biskupafundi. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem konur mega leggja fram atkvæði á Kirkjuþingi Biskupa. Á Kirkjuþinginu funda biskupar alls staðar að úr heiminum og stendur viðburðurinn yfir í nokkrar vikur í senn.

Erlent
Fréttamynd

Páfinn segist vera enn á lífi

Frans páfi grínaðist er hann var fluttur af spítala í Rómarborg í gær eftir þriggja daga dvöl þar. Hann hafði verið lagður þar inn vegna öndunarfærasýkingar. 

Erlent
Fréttamynd

Frans páfi lagður inn á sjúkrahús

Frans páfi hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Róm vegna öndunarfærasýkingar. Páfinn, sem er orðinn 86 ára gamall er þó ekki með Covid að sögn Vatikansins.

Erlent
Fréttamynd

Vatíkanið opnar rannsókn á 40 ára hvarfi unglingsstúlku

Páfagarður hefur heimilað að rannsókn verði hafin á hvarfi 15 ára stúlku sem hvarf fyrir 40 árum, sumarið 1983. Þetta er talið eitt dularfyllsta mannshvarf í sögu Vatíkansins og margar kenningar benda til tengsla á milli Vatíkansins og Mafíunnar.

Erlent
Fréttamynd

Kardinálinn George Pell er látinn

Hinn umdeildi ástralski kardináli, George Pell, lést í Rómarborg á Ítalíu í gærkvöldi, 81 árs að aldri. Hann var á sínum tíma sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum en síðar sýknaður.

Erlent
Fréttamynd

Þakkaði Benedikt fyrir að opna dyr fyrir aðra páfa

Um fimmtíu þúsund manns tóku þátt í jarðarför Benedikts sextánda, fyrrverandi páfa, sem fer fram í Vatíkaninu í dag. Um tvö hundruð þúsund manns eru sagðir hafa vottað páfanum fyrrverandi virðingu sína. Frans páfi stýrði jarðarförinni en í hann hrósaði forvera sínum í hástert fyrir það að hafa sest í helgan stein og opnað þá leið fyrir öðrum páfum.

Erlent
Fréttamynd

Útilokar ekki að setjast í helgan stein

Frans páfi segir ekki útilokað að hann muni setjast í helgan stein vegna heilsubrests. Hann kveðst ekki tilbúinn að kveðja embættið strax en möguleikann þurfi hann að íhuga.

Erlent
Fréttamynd

Frans páfi biður fyrir enda­lokum far­aldurs

Frans páfi fagnaði komu jólanna í gærkvöldi fyrir framan um tvö þúsund manns í Péturskirkju í Vatíkaninu. Í predikun sinni gerði páfinn lítillæti Krists að umtalsefni sínu og hvatti fólk til að minnast þess að frelsari kristinna manna hefði komið í heiminn fátækur.

Erlent
Fréttamynd

Zlatan skiptist á jólagjöfum við páfann

Sænski fótboltamaðurinn Zlatan Ibrahimovic er í guðatölu hjá mörgum, þar á meðal sjálfum sér. Hann fékk að heimsækja Frans páfa í Vatíkanið þar sem þeir skiptust á jólagjöfum.

Fótbolti
Fréttamynd

Biden sækir G20-fund og hittir páfann fyrir loftslagsráðstefnuna

Joe Biden Bandaríkjaforseti er kominn til Evrópu þar sem hann verður viðstaddur tvo fundi á næstu dögum. Forsetinn byrjar í Róm þar sem G20 ríkin hittast til að ræða skattamál og þá mun hann hitta Frans Páfa í Vatíkaninu en Biden er aðeins annar kaþólikkinn í sögu Bandaríkjanna sem sest á forsetastól.

Erlent
Fréttamynd

Málaferli í Vatíkaninu vegna fjárdráttar

Giovanni Angelo Becciu kardináli er einn þeirra tíu sem ákærðir hafa verið vegna fjárdráttar. Málið á rætur sínar að rekja til fjárfestingar Vatíkansins í fasteignaverkefni í Lundúnum.

Erlent