Kjaramál

Fréttamynd

Úrslitastund eftir viku

ASÍ telur forsendur kjarasamninga brostnar, en forsetinn segir ótímabært að rekja ástæðurnar. Framkvæmdastjóri SA segir Íslendinga upplifa sögulegt skeið.

Innlent
Fréttamynd

Hættir við að aftengja ofurhækkun kjararáðs

Laun sveitarstjórnarmanna í Grýtubakkahreppi hækka um 25 prósent og hafa þá hækkað yfir 44 prósent á rúmu ári. Launin eru því nú að fullu tengd við þingfararkaup á ný eftir að þau voru ekki látin fylgja umdeildri hækkun kjararáð.

Innlent
Fréttamynd

Lækkun launa afvopni ekki stéttarfélög

Forseti ASÍ segir að það sé ekki í andstöðu við hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að krefjast launalækkunar tiltekins hóps. Verkalýðsforingi gagnrýnir ASÍ. Telur frekar eiga að krefjast sambærilegrar hækkunar.

Innlent
Fréttamynd

Óeining um hvort lækka eigi laun

Starfshópur um málefni kjararáðs skilaði af sér skýrslu í gær þar sem meðal annars kom fram að hópurinn teldi ekki að lækka ætti laun þeirra sem heyra undir kjara­ráð.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair semur við flugmenn

Icelandair ehf. og Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA )hafa undirritað kjarasamning sem gildir til 31. desember 2019. Samningurinn fer nú í kynningu og atkvæðagreiðslu hjá FÍA.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Launahækkanirnar rúmast innan SALEK

Tólf félög Bandalags háskólamanna hafa samþykkt kjarasamninga við íslenska ríkið. Gerðardómur um kjaramál félaganna rann sitt skeið síðasta haust. Samningarnir verða kynntir félagsmönnum í vikunni. Þeir munu eiga lokaorðið.

Innlent
Fréttamynd

„Við skrimtum á launum sem duga ekki og tilvera okkar er mjög erfið“

Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu skiluðu í dag fimmfalt fleiri undirskriftum meðmælenda en þau þurftu til að skila löglegu framboði. Sólveig segir breiðan hóp láglaunafólks að baki framboðinu sem finnst að núverandi stjórn Eflingar hafi brugðist.

Innlent
Fréttamynd

Gylfi segist ekkert hafa að óttast

Sigri Sólveig Anna Jónsdóttir formannskjör í Eflingu þurfi Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, að íhuga stöðu sína segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Gylfi lítur ekki svo á og segir það óvanalegt að formenn aðildarfélaga ASÍ hlutist til um innri mál annarra aðildarfélaga.

Innlent