Kjaramál

Fréttamynd

Um­samdar kaup­hækkanir sagðar meiri en góðu hófi gegnir

Stjórnendur sem Innherji ræddi við eru sammála um að ánægjulegt sé að lending hafi náðst í kjaraviðræðum. Hins vegar séu umfang kauphækkana í einhverjum tilfellum umfram þeirra væntingar og þær ekki til þess fallnar að auka verðstöðugleika. Forstjóri Húsasmiðjunnar segir að samningarnir muni kosta rekstur fyrirtækisins hundruð milljóna á næsta ári.

Innherji
Fréttamynd

Sam­starf um stöðug­leika

Þegar ég bauð mig fram til Alþingis síðastliðið haust var það vegna þess að ég vildi gera vel. Ástandið í heiminum hefur haft áhrif á efnahagsástandið hér á landi sem og annar staðar. Við getum þó ornað okkur við það að allar líkur eru á að um tímabundið ástand sé að ræða, staða ríkissjóðs er mun sterkari en áður var gert ráð fyrir og viðsnúningur getur því orðið hraður þegar ástandið færist aftur í eðlilegt horf. Við þurfum þó að stíga varlega til jarðar næstu mánuði, tryggja stöðugleika og ná niður verðbólgu og vöxtum.

Skoðun
Fréttamynd

Laun félagsmanna VR á taxta hækka um ellefu prósent að meðaltali

Félagsmenn hjá VR sem eru á taxta fá að meðaltali ellefu prósenta hækkun á launum sínum frá því sem var í apríl síðastiðnum verði nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins samþykktur. VR er fjölmennasta stéttarfélag landsins með yfir fjörutíu þúsund félagsmenn. Samningurinn er til fimmtán mánaða.

Innlent
Fréttamynd

„Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“

Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum.

Innlent
Fréttamynd

Áminntur fyrir að ræða um óheiðarleika í framsetningu Katrínar á barnabótum

Þingmaður Samfylkingar sakaði forsætisráðherra um óheiðarlega framsetningu á breytingum á barnabótum vegna kjarasamninga í ræðustól Alþingis í dag og var í kjölfarið beðinn um að gæta orða sinna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku áminninguna óstinnt upp og kölluðu eftir sérstökum umræðum um fundarstjórn forseta.

Innlent
Fréttamynd

Sækjum fram á ó­vissu­tímum

Kjarasamningar fyrir stærstan hluta launafólks á almennum vinnumarkaði hafa nú verið undirritaðir eftir að Starfsgreinasamband Íslands reið á vaðið í byrjun mánaðarins og verslunarmenn og samflot iðn- og tæknifólks fylgdi svo í kjölfarið gær. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir fólkið í landinu, ekki síst á óvissutímum.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta eru plástrar á svöðusár“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegna kjarasamninga sýni að hún geri sér enga grein fyrir því hversu slæmt ástandið sé á mörgum heimilum hér á landi

Innlent
Fréttamynd

Með miklar fjárhagsáhyggjur og sitja eftir ein án samnings

Tveir þriðju félagsfólks Eflingar með undir 500 þúsund krónur í mánaðarlaun er með miklar fjárhagsáhyggjur. Yfir þriðjungur allra Eflingarfélaga hafa þurft að leita sér aðstoðar vegna bágrar fjárhagsstöðu og fjórðungur gerði það hjá vinum eða ættingum. Margir eiga í erfiðleikum með afborganir lána.

Innlent
Fréttamynd

Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma.

Innlent
Fréttamynd

„Ég tel að menn hafi þarna samið af sér“

Formaður Eflingar segir nýundirritaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fela í sér kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Menn hafi samið af sér við gerð kjarasamninganna og hún harmi það.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn líti á niðurstöðu kjarasamninga með „jákvæðum augum“

Með undirritun kjarasamninga við stóran hluta alls almenns vinnumarkaðar, sem kveða á um launahækkanir sem eru í takti við flestar efnahagsspár, er „stór óvissuþáttur“ að baki, að mati hagfræðinga. Þeir segja að með samningunum sé búið að minnka óvissu um verðbólguhorfur sem gæti stutt við lækkun vaxta horft fram á við.

Innherji
Fréttamynd

Byltingin nartar í börnin

Það hefur heldur betur gustað um verkalýðshreyfinguna síðasta árið og óhætt að segja að kjarabaráttan hafi á stundum fallið í skuggann á hjaðningavígum innan hreyfingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Búinn að heyra í for­manni samninga­nefndar

Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, gerir ráð fyrir því að funda með Kristínu Lindu Árnadóttur, formanni samninganefndar ríkisins í vikunni. Hann fagnar því að tekist hafi að semja í dag en segist ekki vita hvort félagsmenn BHM sætti sig við svipaðan samning.

Innlent
Fréttamynd

„Góðar líkur“ á að samningurinn skili launafólki auknum kaupmætti

Verði sá kjarasamningur sem hefur verið undirritaður milli SA og VR, LÍV og samflots iðnaðarmanna staðfestur mun það „vafalítið“ verða mörgum léttir, bæði launafólki og atvinnurekendum, að fá meiri vissu um fjárráð og rekstrarkostnað næsta árið, að sögn hagfræðings. Samningurinn sé nálægt grunnspá Seðlabankans um launaþróunina og gangi verðbólguspár eftir er útlit fyrir að hann muni skila launafólki almennt nokkurri kaupmáttaraukningu á komandi ári.

Innherji
Fréttamynd

Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka

Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%.

Innlent
Fréttamynd

Friðrik vill fund nú þegar

Friðrik Jónsson formaður BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur formann samninganefndar ríkisins, Kristínu Lindu Árnadóttur, til að boða tafarlaust til fundar.

Innlent
Fréttamynd

Samningurinn leggi grunn að lækkandi verð­bólgu

Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu.

Innlent
Fréttamynd

Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun

Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

Samningar óvænt í höfn í Karphúsinu

Samningar hafa tekist í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV – Landsamband íslenskra verslunarmanna, samflot iðnaðar- og tæknifólks. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjari. Skrifað verður undir samninga klukkan 13 og verður Vísir í beinni útsendingu frá Karphúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings

Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og fulltrúa VR, Landssambands verslunarmanna og samflots iðnaðar- og tæknimanna lauk á fimmta tímanum í nótt án þess að samningar hefðu náðst.

Innlent
Fréttamynd

Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn

Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina.

Innlent