Kópavogur

Fréttamynd

„Ógerlegt“ að auglýsa lóð lúxusíbúða á Kársnesi

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði.

Innlent
Fréttamynd

„Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“

Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað.

Innlent
Fréttamynd

Tvö til fjögur

Nei þetta er ekki grein um aukagjald vegna leikskóladvalar í Kópavogi, þetta er heldur ekki grein um opnunartíma Vínbúðarinnar á Djúpavogi. Mæli samt með Djúpavogi, bjó þar um stund.

Skoðun
Fréttamynd

Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina

Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið.

Innlent
Fréttamynd

Tími fram­fara í leik­skóla­málum er kominn

Öll sveitarfélög í landinu glíma við erfiðleika tengda leikskólastarfi. Nú hefur bæjarstjórn Kópavogsbæjar eftir samráð við starfsfólk og stjórnendur leikskóla bæjarins, félag leikskólakennara og fleiri hagsmunaaðila ákveðið að bjóða foreldrum val um sex stunda dvalartíma gjaldfrjálsan. Gjaldskrá fyrir sjö klukkustunda dvalartíma er óbreytt en gjaldskrárhækkanir verða á tímum umfram það. 

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta tryggir okkur skíðafæri“

Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólamál í Kópavogi

Höfundur er Anna Mjöll Guðmundsdóttir, forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Níu ára strákur í Kópavogi ætlar að verða heimsfrægur söngvari

„Ég ætla að verða heimsfrægur söngvari og mjög góður dansari “, segir níu ára strákur í Kópavogi, sem vann söngvakeppni barnanna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Það er ekki nóg með að strákurinn sé góður að syngja því hann hefur fengið fimmtán bikara og þrjátíu verðlaunapeninga í keppnum í samkvæmisdansi.

Lífið
Fréttamynd

Fjórir hand­teknir vegna þjófnaða í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Kópavogi í gær sem grunaður er um þjófnað. Var hann staðinn að því að fela verkfæri í runna og gat hvorki gert grein fyrir sér né var með nokkur skilríki á sér.

Innlent
Fréttamynd

Vita enn ekki hvað or­sakaði leka í Sport­húsinu

Mikill leki varð í Sporthúsinu í Kópavogi í dag. Ákveðið var að taka lögn í sundur fyrir ofan húsið þegar ekkert gekk að finna orsökina. Enn er verið að þurrka í stöðinni en viðgerð á lögninni fer fram eftir verslunarmannahelgina. 

Innlent
Fréttamynd

Aug­ljóst að eitt­hvað sé að þegar veikinda­dagar eru 39 á ári

Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að ef ekkert hefði verið aðhafst varðandi leikskólamál bæjarins hefði þjónusta ekki staðið undir kröfum foreldra. Breytingar á gjaldskrá leiða af sér miklar hækkanir hjá þeim sem ekki hafa tök á því að hafa barnið sitt skemur en sex tíma á dag í leikskóla. 

Innlent
Fréttamynd

Þyrlu­flugið eins og ná­granni með lé­lega golf­sveiflu

Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að það þurfi að staldra við og skoða hvort þyrluflug eigi í raun og veru heima á Reykjavíkurflugvelli. Hann skorar á Samgöngustofu að endurskoða flugleið þyrla svo þær fljúgi ekki yfir mikla íbúabyggð í Kópavogi og nágrannasveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta eru myrkra­verk“

Meiri­háttar magn af rusli er í­trekað skilið eftir í hafnargarðinum við Kópa­vogs­höfn. Nú í vikunni var sér­lega mikið skilið eftir og kveðst hafnar­vörður vera orðinn þreyttur á á­standinu. Dæmi eru um að klósett, vaskur og elda­vél hafi verið skilin eftir í höfninni.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur á Hafnarfjarðarvegi olli töfum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sautjánda tímanum í dag vegna olíuleka á Hafnarfjarðarvegi við Hamraborg í Kópavogi. Töluverðar tafir urðu á umferð til vesturs.

Innlent