Grindavík

Fréttamynd

Enn af Bláa lóninu

Undanfarið hef ég skrifað nokkrar greinar um það sem ég tel að sé vanmat á hættu af völdum jarðhræringa á Reykjanesskaga. Ég hef bent á að óvissa sé mikil og að best sé að fara varlega þegar ákvarðanir eru teknar varðandi það hvað er leyft og hvað ekki á svæðinu þar sem jarðhræringar eiga sér nú stað á Reykjanesskaga.

Skoðun
Fréttamynd

Land rís enn og á­fram talið lík­legast að gjósi

Land rís áfram jafnt og þétt við Svartsengi og það er mat náttúruvársérfræðinga að líklegast sé að þessi atburður endi með gosi líkt og gerðist þann 18. desember. Tugir skjálfta mælast á svæðinu á hverjum sólarhring.

Innlent
Fréttamynd

Hjón létust á Grindavíkurvegi

Fólkið sem lést í umferðarslysi á Grindavíkurvegi hét Frímann Grímsson og Margrét Á. Hrafnsdóttir. Þau voru hjón og láta eftir sig tvö uppkomin börn, tengdabörn og barnabörn.

Innlent
Fréttamynd

Bláa lónið opnar á morgun

Bláa lónið opnar aftur á morgun. Allar rekstrareiningar lónsins opna í fyrramálið fyrir utan hótelin Silica og Retreat og veitingastaðinn Moss sem verða lokuð út mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Tveir létust á Grindavíkurvegi

Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 

Innlent
Fréttamynd

Vís­bending um að kviku­þrýstingur sé að byggjast upp

Enn hægist á landrisi við Svartsengi, en það er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukist líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Þetta kemur fram í uppfærslu frá Veðurstofu Íslands, en þar segir að ekki sé útilokað að það dragi úr kvikuinnflæði.

Innlent
Fréttamynd

„Er afar þakk­lát“

Danielle Rodriguez leikmaður Grindavíkur í körfuknattleik varð íslenskur ríkisborgari nú í desember. Hún segir það mikinn heiður að hafa verið veittur ríkisborgararéttur. 

Körfubolti
Fréttamynd

Vill eld­gosa­varnir við Hafnar­fjörð

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að nú verði að fara að skoða að reisa eldgosavarnir í byggðunum vestast í Hafnarfirði en þar má finna Vellina og Hvaleyri. Eldgos geti hafist nánast hvar sem er á Brennisteins-Bláfjallakerfinu, Krýsuvíkurkerfinu og í Eldvörpum á Reykjanesi. 

Innlent
Fréttamynd

Virknin færir sig nær höfuð­borgar­svæðinu: „Þetta er þessi nýi veru­leiki“

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir stóran skjálfta sem skók suðvesturhornið rétt fyrir hádegi í dag benda til þess að skjálftavirknin sé að færa sig hægt og rólega yfir í Trölladyngju sem staðsett er mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Grindavíkur. Skjálftin er ekki vísbending um að neitt stórt sé að fara að gerast á svæðinu á næstu mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Skjálftinn lík­lega ekki merki um kvika sé að brjótast upp

Tveir nokkuð stórir skjálftar riðu yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þá líklega ekki til marks um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðsins heldur afleiðing spennubreytinga á Reykjanesi.

Innlent
Fréttamynd

Kapp­hlaup við tímann og náttúruna

Undirbúningur fyrir varnargarða fyrir utan Grindavík er hafinn. Unnið verður allan sólarhringinn á svæðinu næstu vikur en verkstjóri segir starfsmenn vera í kapphlaupi við náttúruna og tímann.

Innlent
Fréttamynd

Senni­lega spurning um tíma frekar en hvort

Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“

Innlent
Fréttamynd

Gist á 23 heimilum

Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Grindvíkingurinn er maður ársins

Maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, er Grindvíkingurinn. Valið var ekki erfitt að þessu sinni. Hver og einn íbúi bæjarins á hlutdeild í útnefningunni.

Innlent