Grindavík

Fréttamynd

Sjónar­spil gær­kvöldsins engu líkt

„Sú sjón sem við sáum í gærkvöldi og náðum að fanga var eitthvað sem við höfum ekki séð síðan þessir eldar byrjuðu á Reykjanesi árið 2021,“ segir myndatökumaðurinn Björn Steinbekk. Hann flaug dróna sínum yfir eldgosinu í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Þróunin svipuð og var við Fagra­dals­fjall

Áfram dregur úr krafti eldgossins við Sundhnúksgíga en hraunflæði er um það bil fjórðungur af því sem það var í byrjun og er einungis þriðjungur sprungunnar virkur. Kvikustrókar eru lægri en þeir voru í byrjun og eru um það bil þrjátíu metrar þar sem þeir ná hæst.

Innlent
Fréttamynd

Í á­falli og ó­sofin: Fóru með verð­mæti til Grinda­víkur í gær

Íbúi í Grindavík segir fréttir gærkvöldisins hafa verið mikið áfall þrátt fyrir að eldgosinu fylgi einnig léttir. Fjölskyldan hafi farið í gær með verðmæti aftur til Grindavíkur í kjölfar ummæla lögreglustjórans á Suðurnesjum um að hann teldi líklegt að Grindvíkingar gætu haldið jól heima. Þau séu nú í áfalli og ósofin. 

Innlent
Fréttamynd

Von á er­lendum fjöl­miðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný

Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 

Innlent
Fréttamynd

Alls ekkert túr­ista­gos

Eldgosið norður af Grindavík er alls ekkert túristagos að sögn samskiptastjóra almannavarna. Eins og er stefnir hraunið ekki í átt að Grindavík en mögulega gæti það runnið yfir Grindavíkurveg. 

Innlent
Fréttamynd

Há­al­var­­legt en léttir á sama tíma

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir það ákveðinn létti hvar gossprungan á Reykjanesskaga liggur, þrátt fyrir að það sé alvarlegt hve nálægt bænum hún er. Til skoðunar er að reisa leiðigarða á svæðinu svo hraun renni ekki til byggðar.

Innlent
Fréttamynd

Skásta stað­setningin sem hægt var að fá

Búast má við því að hratt muni draga úr hraunflæði eldgossins á Reykjanesskaga. Jarðeðlisfræðingur segir gosið á besta stað miðað við aðstæður. Hraun renni ekki í átt að Grindavík, og það þurfi að renna langt til að ná varnargörðum við Svartsengi.

Innlent
Fréttamynd

Hefðu komist nær ef ekki væri fyrir „pópó“

Fjórir strákar að nafni Jói, Halli, Stefán og Stefán, sem fréttastofa ræddi við á Suðurstrandarvegi við Grindavík í kvöld segjast alltaf halda af stað að eldgosi þegar það fer að gjósa á Reykjanesi.

Innlent
Fréttamynd

Biðlar til fólks að fara úr Grinda­vík

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að eldgosið sem hófst í kvöld sé sem betur fer renna í norður og norðvestur sem ógni síður byggð í Grindavík. Ekki er útilokað að hraunrennslið breytist og því erfitt að segja til um framhaldið.

Innlent
Fréttamynd

Vinna við að loka gati á varnargarði

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað svæðinu að nýju við Grindavík. Einungis eru eftir starfsmenn verktaka sem vinna við að loka gati á varnargarði við Grindavíkurveg og við Bláa lónið.

Innlent
Fréttamynd

Eld­gosið myndað úr lofti

Hér fyrir neðan má sjá tvö myndbönd sem eru tekin af eldgosinu, sem hófst á Reykjanesskaga í kvöld, úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Neyðar­stigi al­manna­varna lýst yfir

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að fara neyðarstig almannavarna vegna eldgos á Reykjanesi sem hófst á ellefta tímanum í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

„Virðist vera frekar stórt“

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, varar fólk við að leggja af stað og fara nálægt eldgosinu sem hófst á Reykjanesskaganum í kvöld. Hún segist óttast að það gæti haft áhrif á byggð.

Innlent