Reykjavík

Fréttamynd

Mikið að gera hjá björgunar­sveitum vegna ó­veðurs

Rétt fyrir ellefu í morgun hófst óveðursvakt björgunarsveitamanna í Borgarnesi þegar tilkynnt um fok á þakplötum, þakklæðningum og lausamunum. Upp úr hádegi fóru tilkynningar að berast flestum björgunarsveitum á suðvesturhorni landsins.

Innlent
Fréttamynd

Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska

Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ánægja með Dag minni í austurborginni

Reykvíkingar eru ánægðari með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en aðrir landsmenn. Íbúar í vesturhluta borgarinnar eru mun ánægðari með störf borgarstjóra en aðrir. 

Innlent
Fréttamynd

Tók langan tíma að fatta að vinna þyrfti úr áfallinu

Sólrún Alda Waldorff, sem komst lífs af en brenndist illa í bruna í Mávahlíð í október fyrir tveimur árum, segir það hafa tekið langan tíma að átta sig á að hún þyrfti að vinna úr áfallinu. Sólrún Alda segir sögu sína í tilefni af eldvarnarátaki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar með Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Innlent
Fréttamynd

Nemendur kippa sér lítið upp við breytingarnar í Hagaskóla

Til greina kemur að rífa hluta af Hagaskóla eftir að svæsin mygla fannst í húsnæðinu. Allt kapp er lagt á að uppræta mygluna svo hægt verði að hefja kennslu þar að nýju, en á meðan fer kennsla að stærstum hluta fram á Hóteli Sögu og Háskólabíói. Nemendur kippa sér hins vegar lítið upp við þetta fyrirkomulag, og raunar líkar það bara ágætlega.

Innlent
Fréttamynd

Skammar foreldra í Fossvoginum sem eigi að vita betur

Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir foreldra í Fossvoginum eiga að vita betur en að tala um það sem þyngra en tárum taki að börn þeirra missi af skólabúðum. Skólastjórinn í Fossvogsskóla sagði upp störfum nýlega og vísaði til gríðarlegs álags sem fylgt hefði starfinu.

Innlent
Fréttamynd

Kæru foreldrar í Fossvogi

Kæru foreldrar í Fossvogi, við þurfum að tala saman. Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri aðsókn í örvunarbólusetningu í þessari viku

Þriðja vika örvunarbólusetningarátaksins fór vel af stað í vikunni en um 20 þúsund manns fengu örvunarskammt í vikunni. Framkvæmdasjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðinu segir mætinguna hafa verið vonum framar og bíður spennt eftir næstu viku. 

Innlent
Fréttamynd

Segja barnavernd hafa lokið málinu án frekari athugasemda

Úttekt Reykjavíkurborgar á sjálfstætt starfandi leikskólanum Sælukoti stendur enn yfir. Forsvarsmenn leikskólans segja skólann hafa starfað við góðan orðstír undir eftirliti frá árinu 1984. Sælukot hefur tryggt sér þjónustu lögmanns til að gæta hagsmuna leikskólans.

Innlent
Fréttamynd

Eldsmiðjan kveður eftir 35 ár

Eldsmiðjunni við Suðurlandsbraut verður lokað næsta vor þegar hún víkur fyrir nýjum veitingastað. Um er að ræða seinasta útibú Eldsmiðjunnar sem var á fjórum stöðum snemma árs 2020. Fyrsta Eldsmiðjan var opnuð á Bragagötu árið 1986 en rekstri staðarins var hætt í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Velkomin í hverfið mitt

Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum tekið á móti fleira fólki af erlendum uppruna en nokkurntíma áður. Innflytjendur eru fjölbreytur hópur sem leggur sitt að mörkum í þessu samfélagi og það skiptir miklu máli að vel sé staðið að móttöku nýrra íbúa, hvort sem þeir flytjast hingað til skemmri eða lengri tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Heimatilbúin sprengja fannst í Mánatúni

Torkennilegur hlutur sem fannst í ruslagámi í Mánatúni í Reykjavík var heimatilbúin sprengja samkvæmt heimildum Vísis. Þrír voru handteknir í aðgerðum sérsveitar lögreglu þar í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Skólastjóri Fossvogsskóla hættir

Skólastjóri Fossvogsskóla er hættur störfum. Það kom fram í pósti sem Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sendi í dag. Starfsemi Fossvogsskóla hefur verið flutt annað vegna myglu- og rakaskemmda.

Innlent
Fréttamynd

Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum

Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka.

Innlent