
Reykjavík

Öllum sama um sóðaskap í Reykjavík
Teitur Atlason, íbúi í vesturbæ Reykjavíkur, kom að sorptunnum við nýlegar stúdentaíbúðir þar sem Hótel Saga var áður í vægast sagt illa hirtu ásigkomulagi.

Kajakræðarar í hættu hífðir upp
Þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti fyrir skömmu útkalli við Skildinganes þar sem tveir kajakræðarar ráku frá landi. Heppileg staðsetning þyrlunnar skipti sköpum.

Gekk berserksgang og olli tjóni á þremur bifreiðum
Maður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa valdið tjóni á þremur bifreiðum fyrir utan slysadeild. Maðurinn hafði fram að því gengið berserskgang að sögn lögreglu.

Mátti litlu muna að eldur í gámi bærist í hús
Maður var handtekinn vegna elds í ruslagámi í miðborg Reykjavíkur sem lögregla segir að hafi mátt litlu muna að bærist í nærliggjandi hús. Slökkviliði tókst að slökkva fljótt í gámnum.

„Við munum ekki eldast saman“
„Fyrsta tilfinningin var bara: „Nei, þetta getur ekki verið,“ segir Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður. Hann og unnusta hans, Sunna Kristín Hilmarsdóttir voru rétt byrjuð að búa sér til líf saman og stefndu á barneignir þegar Sunna Kristín var greind með ólæknandi krabbamein.

Ganga frá Hallgrímskirkju og spila hljóð frá sprengjuregni
Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmælagöngu klukkan 14 á morgun, þar sem gengið verður með barnavagna frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. Í kerrunum verða myndir af börnum sem hafa verið drepin á Gasa, og spiluð verða hljóð frá sprengjuregni á Gasa.

Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps
Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur.

Sérsveitin skarst í leikinn þegar unglingar slógust í Mjódd
Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð til þegar tilkynnt var um slagsmál tveggja hópa í Mjódd í Breiðholti í gærkvöldi. Um var að ræða hópa unglinga, sem fóru sína leið eftir að lögregla hafði rætt við þá. Engin kæra hefur verið lögð fram vegna slagsmálanna.

Hópar slógust en enginn ætlar að kæra
Talsverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, ef marka má dagbókarfærslu lögreglu. Þar segir meðal annars frá manni sem gistir fangaklefa á Hverfisgötu vegna gruns um að hafa brotið rúðu með því að kasta steini í hana og fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu.

Ók á mann og stakk af
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur útköllum í gærkvöldi þar sem slys höfðu orðið á fólki í umferðinni. Þar á meðal var tilkynning um að ekið hefði verið á mann á hlaupahjóli og ekið á brott.

Skólastjóri Rimaskóla í áfalli
Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum.

Rúður brotnar í Rimaskóla
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum.

Segja Vöku fara offari við að draga burt bíla
Svo virðist sem starfsmenn Vöku séu of duglegir í vinnunni og fari fram úr sér. Sú er í það minnsta skoðun Steinars Agnarssonar sem er smiður en hann hefur staðið í stappi við Vöku vegna húsbíls síns og svo annarra bíla sem hann segir hafa verið dregnir í burtu áður en tilskilinn frestur rann út. Reynir Guðmundsson framkvæmdastjóri Vöku vísar þessu á bug.

Maður hætt kominn eftir ísbjarnarárás
Hlúð er að manni á Landspítalanum sem slasaðist alvarlega í ísbjarnarárás á Traill-eyju á norðanverðri austurströnd Grænlands á föstudaginn síðasta.

Lúxussnekkja Ratcliffe í Reykjavíkurhöfn
Sherpa, lúxussnekkja breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe, liggur við Grandabakka í Reykjavíkurhöfn.

Frétti á eftir samstarfsfólki að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún sé embætti sínu vaxin.

Kom pólitík nálægt Brákarborgarfúskinu?
Rétt áður en veitingastaðurinn Hjá Dóra í Mjóddinni hætti starfsemi í lok apríl 2022 þá stóð ég þar í biðröð. Á meðan hin langa biðröð silaðist áfram spjallaði ég við nokkra iðnaðarmenn. Einn þeirra rifjaði upp sögu þegar verið var að byggja nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi um 20 árum áður.

Smíðaði stærstu skeifu heims úr 2.852 skeifum
Stærsta skeifa heims vekur nú mikla athygli gesta í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal, en í skeifunni eru 2.852 notaðar skeifur, sem hafa verið undir hestum út um allt land í gegnum árin.

Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum
Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill.

Kýldi leigubílstjórann og borgaði ekki
Tveir menn sem tóku leigubifreið upp í Breiðholt í nótt greiddu ekki fyrir farið. Annar þeirra hljóp úr bifreiðinni, og kýldi leigubílstjórann þegar hann hljóp á eftir honum. Málið er í rannsókn.

Með veiðistangir en neituðu því að hafa verið að veiða
Veiðivörður tilkynnti um tvo að veiðum í Elliðaá án leyfis. Aðilarnir á vettvangi neituðu sök við lögreglu þrátt fyrir að vera með veiðistangir meðferðis en veiðivörðurinn sagðist vera með mynd af þeim að veiðum. Ökumaður framvísaði skírteni bróður síns, og maður beraði sig fyrir konu.

Ármúlinn verði vel nothæfur leikskóli eftir tvær vikur
Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar segir að unnið verði að því næstu tvær vikurnar að gera húsnæðið í Ármúla huggulegt og leikskólahæft. Hún segir að ekki liggi fyrir hversu langan tíma framkvæmdir við Brákarborg munu taka, en borgin hafi veitt foreldrum allar upplýsingar sem eru fyrir hendi. Fundur verði boðaður með foreldrum á næstunni.

„Hann meiddi mig ekki mikið“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir ritar grein í tilefni af Druslugöngunni sem er á morgun og spyr hver hún sé eiginlega þessi drusla? Og kemst að því að hún geti verið hver sem er.

Ferðamennirnir lausir úr haldi eftir líkamsárás
Þrír erlendir ferðamenn sem gengu í skrokk Íslendings í miðbæ Reykjavíkur síðustu helgi eru lausir úr haldi að lokinni yfirheyrslu. Engin tengsl voru milli mannanna og þolanda, en varðstjóri segir skemmtunina hafa farið fram úr sér.

Ók gegn rauðu ljósi og olli hörðum árekstri
Harður árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar í gærkvöldi þegar ökumaður ók gegn rauðu ljósi.

Skoða að flytja Blóðbankann vegna myglu og raka
Til greina kemur að flytja starfsemi Blóðbankans vegna raka- og mygluvandamála sem upp komu í húsnæði hans við Snorrabraut. Mygla greindist síðasta sumar eftir langvarandi kvartanir starfsfólks.

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir árekstur á Miklubraut
Tveir voru fluttir á bráðamóttöku eftir árekstur á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar í Reykjavík.

Eldur í gaskút á Egilsgötu
Slökkviliðið þurfti að sinna útkalli í kvöld vegna elds sem kviknaði út frá gaskúti við grill á Egilsgötu í Reykjavík.

Kviknaði í bíl í miðborginni
Reykur stígur upp úr bílastæðahúsinu í Traðarkoti í miðborg Reykjavíkur vegna þess að eldur kom upp í bíl. Slökkviliðið er á vettvangi og er þegar búið að slökkva eldinn og unnið er að því að reykræsta húsið.

Myndlistaskólinn yfirgefur JL-húsið
Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin.