Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2025 10:00 Mikil fjölgun var meðal umsókna í leikskólakennarafræði í Háskóla Íslands. Einnig fjölgaði umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði og íslensku sem annað mál. Vísir/Anton Brink Rúmlega níu þúsund umsóknir bárust í grunn- og framhaldsnám í Háskóla Ísland. Í tilkynningu segir að fjölgun hafi verið í umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði, tungumálum og leikskólakennarafræði. Íslenska sem annað mál áfram með flestar umsóknir. Í tilkynningu kemur fram að háskólanum hafi borist nærri 5.100 umsóknir um grunnnám og tæplega 4.000 um framhaldsnám fyrir komandi skólaár. Af þeim eru yfir 600 umsóknir um nýja tegund háskólanáms á framhaldsstigi, örnám, sem ætlað er að mæta kröfum fólks í atvinnulífi sem vill bæta við sig þekkingu á afmörkuðu sviði. Umsóknir um grunnnám í ár eru eilítið fleiri en í fyrra en þess skal getið að umsóknum á því námsstigi fjölgaði um tíu prósent í fyrra. Umsóknir um framhaldsnám eru hins vegar aðeins færri en í fyrra en á pari við árið 2023. „Háskóli Íslands er með mesta og breiðasta námsframboð háskóla á Íslandi, námsframboð sem greinilega fellur framtíðarnemendum okkar vel. Í þessu sambandi er verulega ánægjulegt að sjá að hin mikla fjölgun umsókna í fyrra heldur sér í ár. Við hlökkum mikið til að taka við stórum hópi nýnema í haust,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Flestar umsóknir á Hugvísindasviði Í tilkynningu Háskólans kemur fram að flestar umsóknir hafi verið á Hugvísindasviði þar sem þær voru rúmlega 1.500. Þar er nám í íslensku sem öðru máli og svokallaðri íslenskustoð langvinsælast en samanlagt eru umsóknir um það nám tæplega 800, ýmist í BA-nám eða styttra hagnýtt nám í greinunum. Félagsvísindasviði barst 961 umsókn og líkt og oftast áður eru flestar umsóknir um viðskiptafræði eða 330. Umsóknir um nám við Lagadeild eru um 200 og fjölgar um rúmlega fjórðung milli ára. Þá eru umsóknir um nám í hagfræði nærri 130 og fjölgar um rúmlega þriðjung milli ára. Enn fremur stefna um 120 á nám í félagsráðgjöf og um 60 hyggja á nám í félagsfræði. Á Heilbrigðisvísindasviði voru umsóknirnar nærri 1.200. Þar er læknisfræði vinsælasta námsleiðin en ríflega 270 skráðu sig í inntökupróf sem fór fram dagana 5. og 6. júní. Sjötíu og fimm nemendur verða teknir inn í námið líkt og í fyrra. Umsækjendur um nám í sjúkraþjálfunarfræði voru rúmlega 90 en þar verða 40 teknir inn eftir yfirferð inntökuprófa. Það er sami fjöldi og tekinn er inn í tannlæknisfræði næsta haust en þar sóttu 55 um að þreyta inntökupróf. Umsóknir um nám í sálfræði reyndust nærri 260 og 180 sóttu um nám í hjúkrunarfræði. Auk þessu bárust um 60 umsóknir um nám í heilbrigðisgagnafræði, örlítið færri í lífeindafræði og tæplega 50 umsóknir í næringarfræði, sem er rúmlega 60 prósent fjölgun milli ára. Þá hyggja um 40 á nám í lyfjafræði. 36 prósenta fjölgun í umsókna í leikskólakennarafræði Umsóknir á Menntavísindasviði reyndust rúmlega 830 og fjölgar um sjö prósent milli ára. Um 220 sækja um nám á námsleiðum sem tengjast grunnskólakennslu og tæplega 100 hyggja á nám í leikskólakennarafræði, sem er 38 prósent fjölgun umsókna á milli ára. Þá ætla rúmlega 220 í alþjóðlegt nám í menntunarfræði og rúmlega 100 í nám í þroskaþjálfafræði. Umsóknir um námsleiðir í uppeldis- og menntunarfræði eru enn fremur nærri 70 og rúmlega 60 sækja um nám í íþrótta- og heilsufræði. Verkfræði- og náttúruvísindasviði bárust rúmlega 600 umsóknir. Í tölvunarfræði eru þær rúmlega 120 og næri 300 stefna á nám í einhverjum af námsleiðum skólans í verkfræði. Nærri 50 manns sækja um þrjár námsleiðir skólans á sviði stærðfræði og stærðfræðimenntunar, um 40 vilja hefja nám í líffræði, tæplega 30 í lífefna- og sameindalíffræði og um 25 í ferðamálafræði og landfræði. Umsóknir um framhaldsnám við Háskóla Íslands, annað en doktorsnám, reyndust rúmlega 3.800. Nærri 1.400 þeirra bárust Félagsvísindasviði og um 850 Menntavísindasviði sem eru þau fræðasvið sem fá flestar umsóknir. Enn fremur bárust 455 umsóknir um námsleiðir innan þverfræðilegs framhaldsnáms við Háskóla Íslands, flestar í námsleiðir tengdar menntun framhaldsskólakennara eða tæplega 140. Nærri 90 umsóknir bárust um alþjóðlegt nám í umhverfis- og auðlindafræði og enn fremur 48 umsóknir um nám í iðnaðarlíftækni, 50% fleiri en í fyrra, en HÍ býður upp á þá námsleið í samstarfi við Alvotech sem er með höfuðstöðvar í landi Vísindagarða skólans. Litlu færri sækja um nám í lýðheilsuvísindum eða rúmlega 40. Meðal umsókna um framhaldsnám eru tæplega 640 umsóknir um örnám í fjölbreyttum greinum við Háskóla Íslands. Þessu til viðbótar hafa samkvæmt tilkynningu háskólans borist 134 umsóknir um doktorsnám á árinu. Skóla- og menntamál Háskólar Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að háskólanum hafi borist nærri 5.100 umsóknir um grunnnám og tæplega 4.000 um framhaldsnám fyrir komandi skólaár. Af þeim eru yfir 600 umsóknir um nýja tegund háskólanáms á framhaldsstigi, örnám, sem ætlað er að mæta kröfum fólks í atvinnulífi sem vill bæta við sig þekkingu á afmörkuðu sviði. Umsóknir um grunnnám í ár eru eilítið fleiri en í fyrra en þess skal getið að umsóknum á því námsstigi fjölgaði um tíu prósent í fyrra. Umsóknir um framhaldsnám eru hins vegar aðeins færri en í fyrra en á pari við árið 2023. „Háskóli Íslands er með mesta og breiðasta námsframboð háskóla á Íslandi, námsframboð sem greinilega fellur framtíðarnemendum okkar vel. Í þessu sambandi er verulega ánægjulegt að sjá að hin mikla fjölgun umsókna í fyrra heldur sér í ár. Við hlökkum mikið til að taka við stórum hópi nýnema í haust,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Flestar umsóknir á Hugvísindasviði Í tilkynningu Háskólans kemur fram að flestar umsóknir hafi verið á Hugvísindasviði þar sem þær voru rúmlega 1.500. Þar er nám í íslensku sem öðru máli og svokallaðri íslenskustoð langvinsælast en samanlagt eru umsóknir um það nám tæplega 800, ýmist í BA-nám eða styttra hagnýtt nám í greinunum. Félagsvísindasviði barst 961 umsókn og líkt og oftast áður eru flestar umsóknir um viðskiptafræði eða 330. Umsóknir um nám við Lagadeild eru um 200 og fjölgar um rúmlega fjórðung milli ára. Þá eru umsóknir um nám í hagfræði nærri 130 og fjölgar um rúmlega þriðjung milli ára. Enn fremur stefna um 120 á nám í félagsráðgjöf og um 60 hyggja á nám í félagsfræði. Á Heilbrigðisvísindasviði voru umsóknirnar nærri 1.200. Þar er læknisfræði vinsælasta námsleiðin en ríflega 270 skráðu sig í inntökupróf sem fór fram dagana 5. og 6. júní. Sjötíu og fimm nemendur verða teknir inn í námið líkt og í fyrra. Umsækjendur um nám í sjúkraþjálfunarfræði voru rúmlega 90 en þar verða 40 teknir inn eftir yfirferð inntökuprófa. Það er sami fjöldi og tekinn er inn í tannlæknisfræði næsta haust en þar sóttu 55 um að þreyta inntökupróf. Umsóknir um nám í sálfræði reyndust nærri 260 og 180 sóttu um nám í hjúkrunarfræði. Auk þessu bárust um 60 umsóknir um nám í heilbrigðisgagnafræði, örlítið færri í lífeindafræði og tæplega 50 umsóknir í næringarfræði, sem er rúmlega 60 prósent fjölgun milli ára. Þá hyggja um 40 á nám í lyfjafræði. 36 prósenta fjölgun í umsókna í leikskólakennarafræði Umsóknir á Menntavísindasviði reyndust rúmlega 830 og fjölgar um sjö prósent milli ára. Um 220 sækja um nám á námsleiðum sem tengjast grunnskólakennslu og tæplega 100 hyggja á nám í leikskólakennarafræði, sem er 38 prósent fjölgun umsókna á milli ára. Þá ætla rúmlega 220 í alþjóðlegt nám í menntunarfræði og rúmlega 100 í nám í þroskaþjálfafræði. Umsóknir um námsleiðir í uppeldis- og menntunarfræði eru enn fremur nærri 70 og rúmlega 60 sækja um nám í íþrótta- og heilsufræði. Verkfræði- og náttúruvísindasviði bárust rúmlega 600 umsóknir. Í tölvunarfræði eru þær rúmlega 120 og næri 300 stefna á nám í einhverjum af námsleiðum skólans í verkfræði. Nærri 50 manns sækja um þrjár námsleiðir skólans á sviði stærðfræði og stærðfræðimenntunar, um 40 vilja hefja nám í líffræði, tæplega 30 í lífefna- og sameindalíffræði og um 25 í ferðamálafræði og landfræði. Umsóknir um framhaldsnám við Háskóla Íslands, annað en doktorsnám, reyndust rúmlega 3.800. Nærri 1.400 þeirra bárust Félagsvísindasviði og um 850 Menntavísindasviði sem eru þau fræðasvið sem fá flestar umsóknir. Enn fremur bárust 455 umsóknir um námsleiðir innan þverfræðilegs framhaldsnáms við Háskóla Íslands, flestar í námsleiðir tengdar menntun framhaldsskólakennara eða tæplega 140. Nærri 90 umsóknir bárust um alþjóðlegt nám í umhverfis- og auðlindafræði og enn fremur 48 umsóknir um nám í iðnaðarlíftækni, 50% fleiri en í fyrra, en HÍ býður upp á þá námsleið í samstarfi við Alvotech sem er með höfuðstöðvar í landi Vísindagarða skólans. Litlu færri sækja um nám í lýðheilsuvísindum eða rúmlega 40. Meðal umsókna um framhaldsnám eru tæplega 640 umsóknir um örnám í fjölbreyttum greinum við Háskóla Íslands. Þessu til viðbótar hafa samkvæmt tilkynningu háskólans borist 134 umsóknir um doktorsnám á árinu.
Skóla- og menntamál Háskólar Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira