
Bláskógabyggð

Dómur í máli kennara í Bláskógabyggð stendur
Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Bláskógabyggðar í máli kennara sem var í Landsrétti dæmdar miskabætur vegna ólöglegrar áminningar og uppsagnar.

Vara við saur í Laugarvatni
Sveitarfélagið Bláskógabyggð varar fólk við því að stunda böð eða leika sér í Laugarvatni þessa dagana. Ástæðan er sú að saurmengun hefur mælst í vatninu.

Spyr hvort vandamálið séu ferðamenn sem borga ekki til að skoða Gullfoss
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spyr þingmann Sjálfstæðisflokksins hvort hann vilji meina að vandamálið við skort á neyðarþjónustu á ferðamannastöðum sé að ferðamenn borgi ekki þúsund krónur til að skoða Gullfoss.

Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist
Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst.

Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast
Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda.

Reynslubolti og Tik Tok prestur glíma við vígslubiskupinn
Nokkur spenna er í loftinu fyrir komandi kosningu vígslubiskups í Skálholti. Tveir prestar fengu einni fleiri tilnefningu en starfandi vígslubiskup.

Þingmaður segir skort á símasambandi óviðunandi
Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir óviðunandi að ekki sé símasamband við þjóðveg 1 eða stærstu ferðamannastaði landsins. Hann kallar eftir að byggt verði upp 5G fjarskiptakerfi eftir færeyskri fyrirmynd.

Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu
Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum.

Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss
Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang.

Unglingsdrengur í sjálfheldu úti á Laugarvatni
Björgunarsveitin Ingunn bjargaði fjórtán ára dreng í fyrr í kvöld sem var í sjálfheldu úti á Laugarvatni. Hann var á lítilli bátkænu, áralaus og bátinn rak hratt undan vindi út á vatnið.

Forseti Íslands ræddi um bómullarforeldra
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi um snjóruðningsforeldra, þyrluforeldra og Excel-foreldra, sem saman mynda bómullarforeldra, þegar hann ávarpaði nemendur og gesti á 70 ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni í vikunni.

Mikil ánægja með hælisleitendur á Laugarvatni
Mikil ánægja er hjá heimamönnum á Laugarvatni með þá sextíu hælisleitendur, sem dvelja nú tímabundið á heimavist á Laugarvatni. Sumt af fólkinu er farið að vinna sjálfboðavinnu á staðnum eða láta gott af sér leiða á annan hátt á meðan það bíður niðurstöðu sinna mála.

Segja félagslífið miklu skemmtilegra en námið sjálft
Það var hátíðarstemning á Laugarvatni í dag þegar menntaskólinn á staðnum fagnaði 70 ára afmæli sínu. Um 130 nemendur stunda nám við skólann og búa þeir allir á heimavist. Nemendur segja félagslífið langskemmtilegast við skólann.

Sjötíu ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni fagnað
Menntaskólinn að Laugarvatni fagnar sjötíu ára afmæli sínu í vikunni, eða miðvikudaginn 12. apríl. Sérstök hátíðardagskrá verður að því tilefni þar sem forseti Íslands verður sérstakur heiðursgestur. Einnig verður opið hús í skólanum á afmælisdaginn þar sem öllum landsmönnum er boðið að koma í heimsókn til að skoða skólann, heimavistina og þiggja veitingar.

Allt fullt af fólki í sumarbústöðum yfir páskana
Allir sumarbústaðir, sem skipta þúsundum í Uppsveitum Árnessýslu eru fullir af fólki nú um páskahelgina. Sundlaugarnar eru vinsælasti afþreyingastaður fólksins í fríinu sínu.

„Fyrstu berin eru svakalega stór og djúsí“
Fyrstu íslensku jarðarberin vorsins eru nú komin í verslanir, stór og bragðgóð frá jarðaberjastöðinni Jarðarberjalandi í Reykholti í Bláskógabyggð. Um heilsársræktun verður að ræða með lýsingu í nýjum gróðurhúsum stöðvarinnar.

Sumarbústaður við Laugarvatn brann til kaldra kola
Sumarbústaður í landi Snorrastaða við Laugarvatn varð alelda í morgun og er nú gjörónýtur. Engin slys urðu á fólki að sögn slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu en aðstæður á vettvangi voru nokkuð erfiðar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi brunans.

Reiknað með 10 þúsund ferðamönnum á dag á Þingvöllum í sumar
Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segist hlakka til sumarsins því þar er reiknað með met fjölda ferðamanna. Það kæmi þjóðgarðsverði ekki á óvart að allt upp í tíu þúsund manns muni ganga í Almannagjá á hverjum degi í ljósi þess hvað reiknað er með mörgum skemmtiferðaskipum til landsins.

Þyrlan aftur kölluð til vegna vélséðaslyss á Langjökli
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út skömmu eftir klukkan þrjú í dag vegna vélsleðaslyss á Jarlhettum, suður af Langjökli.

Fluttur með þyrlu gæslunnar eftir alvarlegt fjórhjólaslys
Alvarlegt fjórhjólaslys varð við Hlöðuvallaveg undir Langjökli í morgun. Einn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Hætta starfsemi ungmennabúða á Laugarvatni
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur ákveðið að hætta starfsemi ungmennabúða á Laugarvatni. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að rekja megi ákvörðunina til myglu og rakaskemmda sem fundust í febrúar á þessu ári.

Sjö ára þrautagöngu kennara lauk með sigri í Landsrétti
Kennara, sem áminntur var og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar.

Stór bústaður við Apavatn var alelda þegar slökkviliðið mætti
Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning um að kviknað væri í sumarbústað norðaustan við Apavatn klukkan rétt rúmlega sjö í morgun. Þá var bústaðurinn þegar alelda.

Draugabær birtist undan snjónum eftir rýmingu svæðisins
Enn á eftir að fjarlægja um fimmtán hjólhýsi af þeim um tvö hundruð sem voru í gömlu hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn. Mikið rusl eftir rýminguna hefur birst eftir því sem snjó hefur tekið að leysa á staðnum í hlýindum undanfarinna vikna.

Skoða að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss
Landeigendur jarðar austan megin við Gullfoss skoða nú ásamt öðrum að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss. Með brúnni væri hægt að koma í veg fyrir að ráðast þurfi í dýrar framkvæmdir við að byggja upp aðstöðu austan megin en ferðamönnum sem kjósa að fara þeim megin fer fjölgandi með hverju ári.

Ungmennabúðum á Laugarvatni lokað vegna myglu
Starfsemi Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni leggst af á meðan ráðist verður í umfangsmiklar framkvæmdir vegna myglu og rakaskemmda sem greinst hafa í húsnæði ungmennabúða félagsins á staðnum.

Jóna Katrín nýr skólameistari ML
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Jónu Katrínu Hilmarsdóttur í embætti skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni til fimm ára frá 15. febrúar 2023.

„Það er áhættuatriði að fara hér um á veturna“
Betur fór en á horfðist þegar kona lenti í lífsháska er hún féll ofan í gjá við Öxará á Þingvöllum á sunnudag. Konan fór á bólakaf í ískalt vatnið en um átján gráðu frost var á svæðinu. Þjóðgarðsvörður segir ljóst að mun verr hefði getað farið en aðeins er tæpt ár frá því að ungt barn féll ofan í sprungu á svipuðum stað.

Samfélagsleg áhrif af sambúð með Landsvirkjun
Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu 6. janúar síðastliðinn við sveitastjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Harald Þór Jónsson, kemur fram að skoða þurfi áhrif fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar á samfélagið. Samfélagsleg áhrif Landsvirkjunar á þetta litla samfélag í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þaðan sem ég er ættuð og ber sterkar taugar til, hafa lengi verið mér hugleikin. Ég tek undir þetta hjá Haraldi.

Féll í gjá við Öxará
Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar.