Akureyri

Fréttamynd

Í­búar sváfu vært meðan á öllu gekk á jarð­hæðinni

Íbúar í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri þar sem kona fannst látin á fimmta tímanum í nótt virðast flestir hafa sofið á sínu græna eyra í nótt og ekki tekið eftir neinu. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á vettvangi vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um mann­dráp á Akur­eyri

Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

MA vann MORFÍs

Lið Menntaskólans á Akureyri bar sigur úr býtum í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, þetta árið. Úrslit fóru fram á föstudagskvöld í Háskólabíó.

Lífið
Fréttamynd

Hættir með Matar­gjafir á Akur­eyri með sorg í hjarta

Sigrún Steinarsdóttir hefur síðustu tíu ár rekið Facebook-hópinn Matargjafir á Akureyri og nágrenni. Í hópnum getur fólk séð hvaða matur er í boði í frískáp sem staðsettur er fyrir utan heima hjá henni auk þess sem það getur svo sent umsókn, til hennar, um að fá mataraðstoð í formi Bónuskorts.

Innlent
Fréttamynd

Blöskrar að ekki hafi verið leitað til heima­fólks

Rekstrarstjóri hljóðkerfa- og ljósaleigu á Akureyri segir óeðlilegt að tæki og tól sem notuð voru á árshátíð Landsvirkjunar hafi verið keyrð austur frá Reykjavík í stað þess að þau væru leigð af aðilum á Norðurlandi. Hann segir Þóru Arnórsdóttir fara með rangt mál þegar hún fullyrði að ferðin skili nærsamfélaginu tugum milljóna.

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra stjörnu hótel opni við Skógar­böðin

Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um hönnun, uppbyggingu og rekstur fjögurra stjörnu hótels við hlið Skógarbaðanna í Eyjafirði. Hótelið verður með 120 herbergi, fjögurra hæða, auk þakhæðar með útsýni yfir Eyjafjörðinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áttaði sig ekki á at­vikinu fyrr en hann sá vegfarandann falla í götuna

Gangandi vegfarandi lést eftir umferðarslys á Akureyri í ágúst 2022. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur birt skýrslu um atvikið, en þar segir að megin ástæða slyssins hafi verið sú að ökumaðurinn hafi ekki gætt nægilega vel að umferð gangandi vegfarenda, sem átti forgang. Þó er tekið fram að orsakir slyssins hafi verið fleiri, og að mögulega væri bíllinn sem ekið var á manninn þannig hannaður að illa hafi mátt sjá vegfarandann.

Innlent
Fréttamynd

KEA selur hlut sinn í Slippnum

KEA hefur selt 12 prósenta eignarhlut sinn í Slippnum á Akureyri. Kaupandi eignarhlutarins er dótturfélag Kaldbaks sem hefur átt ráðandi hlut í Slippnum um nokkurra ára skeið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það er eins og þú þurfir að skera barnið þitt úr reipinu til að fá að­stoð“

„Fyrir okkur er þetta einfaldlega spurning um líf eða dauða. Við erum vanmáttug, við erum týnd og við erum alltaf í lausu lofti,” segja Adam Snær Atlason og Thelma Rut Hafliðadóttir, foreldrar þrettán ára stúlku sem glímir við flókinn og fjölþættan vanda. Þau hafa staðið í stappi undanfarin tíu ár við að fá viðeigandi úrræði fyrir dóttur sína hjá Akureyrarbæ en segjast koma allstaðar að lokuðum dyrum.

Innlent
Fréttamynd

Snjóbylur setur strik í stærstu skíðahelgi ársins

Víða er ófært á Norður- og Austurlandi í dag og þurftu stjórnendur Hlíðarfjalls að loka á einni stærstu skíðahelgi ársins þegar snjóbylur skall á. Þá hafa björgunarsveitir þurft að aðstoða mikinn fjölda ferðalanga.

Innlent
Fréttamynd

Fálkaorðuhafinn á Olís: „Lengi af­neitaði ég því að Ragnar væri dáinn“

„Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn. Ef fólk fór að tala um hann í þátíð, gekk ég í burtu. Því með því að tala ekki um að hann væri dáinn, náði ég að sannfæra mig um að kannski væri hann á lífi, segir Sesselja Vilborg Arnardóttir stöðvarstjóri Olís á Akureyri, fálkaorðuhafi og stofnandi Raggagarðs í Súðavík.

Áskorun
Fréttamynd

„Við vælum ekki þegar við fáum nýjan snjó“

Akureyri iðar af lífi og fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Hlíðarfjall á síðustu dögum. Aðstæður í fjallinu eru með góðu móti, enda segir rekstrarstjóri skíðasvæðisins ekki hægt að kvarta þegar nýr snjór fellur í brekkurnar.

Innlent
Fréttamynd

Á­rásir með eggvopni og hamri á Akur­eyri

Stunguárás og árás með hamri voru framdar á Akureyri aðfaranótt síðastliðins laugardags. Áverkar þeirra sem urðu fyrir árásunum voru minni háttar og hafa þeir verið útskrifaðir af sjúkrahúsi.

Innlent
Fréttamynd

„Fullt af fólki sem ber hlýjar til­finningar til þessarar björgunar­þyrlu“

Það var mikið um að vera í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar flutningur fyrstu stóru björungarþyrlu Íslendinga á Flugsafn Íslands á Akureyri var undirbúinn. Benóný Ásgrímsson fyrrverandi flugstjóri Landhelgisgæslunnar segir komu þyrlunnar til landsins, fyrir nærri þremur áratugum, hafa verið gríðarlegt framfaraskref.

Innlent
Fréttamynd

Frum­hlaup Sjálf­stæðis­manna í héraði?

Við gleðjumst flest yfir því að stórir hópar launafólks á almennum vinnumarkaði hafi skrifað undir kjarasamninga til næstu fjögurra ára með aðkomu aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.

Skoðun
Fréttamynd

Ekið með björgunar­þyrlu til Akur­eyrar

Fyrsta stóra björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verður í dag flutt úr flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli á Flugsafn Íslands á Akureyri. Lagt var af stað með þyrluna frá flugskýlinu á tólfta tímanum en búist er við að ferðin taki sex tíma. 

Innlent