
Dans

Sigurbogi þegar heimsmeistarar í dansi komu til landsins
Um helgina lauk formlega keppni um sjö þúsund dansara frá öllum heimshornum í Braga í Portúgal. Alls kepptu 250 ungir dansarar frá Íslandi frá ellefu dansskólum og þeim til stuðnings voru foreldrar, systkini, ömmur, afa, vinir og vandamenn.

Tvöfaldir heimsmeistarar á tveimur dögum: „Ég er hálf orðlaus“
Íslenskir dansarar frá DansKompaní í Reykjanesbæ unnu tvenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í dansi í dag. Skólastjóri DansKompaní segir að dugnaður og liðsheild sé galdurinn á bakvið þennan magnaða árangur.

Kynntust á almenningssalerni
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir danshöfundur og leikstjóri frumsýnir í dag verkið Release eða Létti sem hún skrifaði sjálf ásamt listakonunni Sally Cowdin. Verkið sprettur frá þeirra eigin upplifun og segir frá konum sem kynnast á almenningssalerni.

Glæsilegir gestir á Grímunni
Prúðbúið sviðslistafólk fjölmennti í Borgarleikhúsið í gærkvöldi þar sem Grímuverðlaunahátíðin var haldin í ár.

Grímuverðlaunum dreift jafnt í kvöld
Grímuverðlaunin voru veitt í tuttugasta og fyrsta skiptið í kvöld. Óhætt er að segja að verðlaunum hafi verið dreift nokkuð jafnt milli tilnefndra sýninga í kvöld.

„Þetta er rosa mikil óvissa og ótrúlega leiðinlegt fyrir okkur“
„Dans er líka íþrótt,“ segja nemendur listdansskólans Plié sem mótmæltu og sýndu um leið listir sínar á Austurvelli í morgun. Greint var frá gjaldþroti dansskólans á mánudag en hann hefur verið starfræktur síðan 2014. Stjórnendur skólans segja framtíð listdansskóla á Íslandi í hættu fái þau ekki viðeigandi styrki frá hinu opinbera líkt og aðrar íþróttir og tómstundir. Nemendur skólans eru á leið á heimsmeistaramót eftir tæpan mánuð og segja óvissuna erfiða.

Tjölduðu á Arnarhóli í rigningunni fyrir dansgjörning
Hópur ungra kvenna sem í morgun voru búnar að slá upp tjaldi í rigningunni vakti athygli gangandi vegfaranda, ekki síst vegna óútileguvæns veðurs. Vissulega ræddi ekki um útilegu heldur undirbúning fyrir listgjörning á vegum Hins hússins sem stelpurnar flytja í miðbæ Reykjavíkur í sumar.

Missa aðstöðuna rétt fyrir heimsmeistaramót eftir gjaldþrot skólans
Tvær stelpur sem eru á leið á heimsmeistaramótið í dansi segja það ömurlegt að missa æfingahúsnæðið örfáum vikum fyrir mótið. Í kjölfar gjaldþrots dansskóla þeirra vita þær aldrei hvar þær æfa næst.

Ráðin skólastjóri Listdansskólans
Elizabeth Greasley hefur verið ráðin skólastjóri Listdansskóla Íslands og tekur hún við stöðunni af Guðmundi Helgasyni.

Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur
Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn.

Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum
Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti.

„Þetta er eiginlega bara endalaus gleði“
Vitatorgsbandið var í dag heiðrað fyrir störf sín, en bandið spilar vikulega fyrir eldri borgara og þiggur ekki krónu fyrir. Hljómsveitarmeðlimur á tíræðisaldri segir félagsskapinn ómissandi.

Hún er allt í senn: Krúttleg, klístruð og grótesk
Dansarinn og danshöfundurinn Halla Ólafsdóttir flutti til Svíþjóðar fyrir rúmum tuttugu árum en hún starfar þar í borg við góðan orðstír.

Kann vel við að búa í ferðatösku
Hafdís Eyja Vésteinsdóttir segir ástríðu sína fyrir dansi alltaf hafa verið til staðar en áhuginn hafi kviknað í kringum tónlistina sem hún var alin upp við.

Krabbameinsbaráttan varð að dansverki
Dansarinn, fjöllistakonan og flugeldahönnuðurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir, eða Sigga Soffía eins og hún er alltaf kölluð, greindist með krabbamein fyrir tveimur árum. Þá með tvö lítil börn að útskrifast með meistaragráðu, sjálfstætt starfandi og nýflutt í draumahúsið á nesinu.

Strictly-dómarinn Len Goodman er látinn
Breski dansarinn Len Goodman, sem um árabil var formaður dómnefndarinnar í bresku dansþáttunum Strictly Come Dancing, er látinn, 78 ára að aldri.

Dönsuðu í sex klukkutíma til að safna fyrir vatnsdælum
Nemendur á miðstigi í Fossvogsskóla dönsuðu í sex klukkustundir til að safna fyrir vatnsdælum hjá Unicef. Börnin ætluðu upphaflega að safna fyrir þremur dælum en þau hafa nú safnað þrefalt hærri upphæð en þau ætluðu sér og það bætist enn í.

„Ber húð gefur besta gripið á súlunni“
Í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um heilsu og hreyfingu og kynnti Marín Manda sér allskyns hreyfingu sem hentar fyrir fólk á öllum aldri.

Eiga ekki pening fyrir öllu skólaárinu
Félag íslenskra listdansara hefur sett á fót undirskriftalista til að skora á Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra að veita fjármunum til listdansnáms til samræmis við aðrar greinar. Greininni sé mismunað.

Trúir því ekki að vorsýningin hafi verið sú síðasta
Vorsýning Listdansskóla Íslands fór fram í kvöld í skugga uppsagna kennara skólans og óvissu um framtíð hans. Skilaboð skólastjórans til stjórnvalda eru einföld: „Eigum við ekki bara að laga þetta í eitt skpti fyrir öll?“

„Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“
Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað.

Sex ráðherrar ekki leyst vandann
Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið.

Öllum starfsmönnum Listdansskóla Íslands sagt upp
Öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hefur verið sagt upp og framtíð skólans er í óvissu. Skólastjórinn segir skólann hafa átt í fjárhagslegum erfiðleikum en vonir standa til að hægt verði að tryggja áframhaldandi rekstur.

Örva skilningarvitin með skemmtilegri tilraunamennsku
Katrín Gunnarsdóttir og Eva Signý Berger mynda listrænt teymi verksins Soft Shell sem er stöðugt verk í vinnslu. Á morgun geta gestir komið og séð afrakstur af vinnustofu sem þær standa fyrir í Gryfjunni, Ásmundarsal.

Hópur eldri kvenna slær í gegn: Endursköpuðu hálfleiksatriði Rihönnu
Meðfylgjandi myndskeið kemur unnið hug og hjörtu netverja undanfarna daga og er sönnun þess að við erum aldrei of gömul til að sleppa af okkur beislinu, hafa gaman og lifa lífinu til hins ýtrasta.

Aðdáendur agndofa á frumsýningu Hringrásar
Hinn margverðlaunaði dansari og danshöfundur Þyri Huld Árnadóttir frumsýndi um helgina verkið Hringrás.

Gat ekki gengið eftir slysið en gafst aldrei upp á dansinum
Hinn margverðlaunaði dansari og danshöfundur Þyri Huld Árnadóttir lenti í slæmu slysi þegar hún sleit krossband í hné í miðjum dansi og gat ekki gengið í marga mánuði.

Uppgötvaði líkamann sinn upp á nýtt
„Innblásturinn fyrir verkið er þessi magnaði líkami sem við eigum,“ segir dansarinn Þyri Huld Árnadóttir, sem frumsýnir verkið Hringrás næstkomandi föstudag. Er um að ræða dansverk til heiðurs kvenlíkamanum en verkið samtvinnar myndlist, tónlist og dans, sem mynda heildræna hringrás.

„Það væri frábært fyrir hvert einasta lið að vera með sína eigin dansara“
Ieva Dambrauskienė stofnaði sveit klappstýra í miðjum kórónuveirufaraldri. Þær hvetja nú áfram og dansa fyrir körfuboltalið Hauka. Hún segir liðið hafa fengið mjög góð viðbrögð, þá sérstaklega frá karlmönnum.

„Þetta breytir algjörlega sýn manns á lífið“
Hinn fjölhæfi Rúrik Gíslason ber marga hatta. Síðustu fjögur ár hefur hann gegnt hlutverki velgjörðaherra SOS Barnaþorpa. Hann segir starfið hafa gjörbreytt sýn sinni á lífið og nýtir hann hvert tækifæri til þess að láta gott af sér leiða í þágu samtakanna.