Danski boltinn

Fréttamynd

Orri Steinn full­komnaði frá­bæran leik FCK

Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar tóku á móti nýliðum og botniliði dönsku úrvalsdeildarinnar Hvidovre á Parken í dag. Það var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi en FCK vann sannfærandi 4-0 sigur þar sem Orri Steinn Óskarsson skoraði fjórða markið.

Fótbolti
Fréttamynd

Fær góð ráð frá pabba: „Maður er bara alltaf að reyna passa í sporin“

Einar Þor­steinn Ólafs­son er að feta sín fyrstu skref í at­vinnu­mennskunni í hand­bolta. Hann er á sínu öðru tíma­bili með danska úr­vals­deildar­fé­laginu Fredericia og spilar þar undir stjórn Guð­mundar Guð­munds­sonar. Þá nýtur hann leið­sagnar frá föður sínum, sem er öllum hnútum kunnugur í þessum efnum.

Handbolti
Fréttamynd

Einar þakk­látur Guð­mundi: „Hefur kennt mér svo mikið“

Einar Þor­steinn Ólafs­son er að upp­lifa draum sinn sem at­vinnu­maður í hand­bolta. Hann er leik­maður bronsliðs Fredericia í Dan­mörku og spilar þar undir stjórn Guð­mundar Guð­munds­sonar. Þá gæti hann í næsta mánuði spilað sína fyrstu A-lands­leiki fyrir Ís­lands hönd.

Handbolti
Fréttamynd

Andri Lucas þver­tekur fyrir meint rifrildi

Andri Lucas Guðjohnsen er mættur aftur í íslenska A-landsliðið í fótbolta, verðskuldað, eftir að hafa slegið í gegn með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby upp á síðkastið. Andri Lucas segir það gefa liðinu mikið að hafa Gylfa Þór og Aron Einar í hópnum og þá þvertekur hann fyrir sögusagnir sem birtust í dönskum miðlum þess efnis að hann stæði í stappi við þjálfara IFK Norrköping. 

Fótbolti
Fréttamynd

Stefán stal rétti­­lega öllum fyrir­­­sögnum í Dana­veldi: „Ég er mættur aftur“

Ís­lenski at­vinnu­maðurinn í fót­bolta, Skaga­maðurinn Stefán Teitur Þórðars­son, stal fyrir­sögnunum á öllum helstu í­þrótta­vef­miðlum Dan­merkur með magnaðri þrennu sinni í 5-0 sigri Sil­ke­borg gegn Ís­lendinga­liði Lyng­by í dönsku úr­vals­deildinni á dögunum. Um var að ræða eitt­hundraðasta leik Stefáns Teits fyrir lið Sil­ke­borgar og hann kórónaði hann með þrennu á að­eins 8 mínútum og 22 sekúndum.

Fótbolti
Fréttamynd

Andri Lucas eigi það skilið að vera í landsliðinu á ný

Åge Hareide, lands­liðs­­þjálfari ís­­lenska karla­lands­liðsins í fót­­bolta, segir Andra Lucas Guð­john­sen, sóknar­mann danska úr­vals­deildar­fé­lagsins Lyng­by eiga það ræki­lega skilið að vera í lands­liðs­hópi Ís­lands fyrir komandi verk­efni í undan­keppni EM 2024. Andri Lucas hefur farið með himin­skautum í Dan­mörku upp á síð­kastið.

Fótbolti
Fréttamynd

Andri Lucas með sigur­markið í Óðins­vé

Íslendingalið Lyngby fer frá Óðinsvé með þrjú stig í pokanum eftir 2-1 sigur á OB í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Lyngby er nú ósigrað í síðustu fjórum leikjum sínum. Andri Lucas Guðjohnsne skoraði það sem reyndist sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks. 

Fótbolti
Fréttamynd

Orri með tvennu í níu marka sigri FCK

FCK gerði sér lítið fyrir og sigraði Lyseng 9-0 í 32-liða úrslitum danska bikarsins. Orri Steinn Óskarsson skoraði tvö mörk fyrir gestina frá Kaupmannahöfn en var svo skipt útaf í hálfleik. 

Fótbolti
Fréttamynd

Sverrir Ingi með endurkomu í sigri Midtjylland

Sverrir Ingi Sigurðsson sneri aftur á völlinn eftir meiðsli og spilaði fyrri hálfleikinn í 2-0 sigri Midtjylland gegn Næstved. Þeir komast með þessum sigri í 16-liða úrslit dönsku bikarkeppninnar. Daníel Kristjánsson, u19 ára landsliðsmaður, sat á bekknum allan leikinn. 

Fótbolti