Miðflokkurinn Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Landsfundur Miðflokksins fer fram helgina 11. og 12 október og þar stendur til að kjósa varaformann flokksins. Embættið var lagt niður fyrir fjórum árum en nú á að taka það upp aftur. Framboðsfrestur rennur út á föstudaginn en tveir hafa ítrekað verið orðaðir við embættið sem hvorugur útilokar né staðfestir framboð. Innlent 1.10.2025 20:49 Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins lagði ekki fram tillögu um nýjan þingflokksformann á fundi þingflokksins nú síðdegis. Þingmenn eru á faraldsfæti í kjördæmaviku og ákveðið var að bíða með val á þingflokksformanni þar til „menn geta hist“. Innlent 1.10.2025 16:29 Hættir sem þingflokksformaður Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hyggst hætta sem þingflokksformaður Miðflokksins. Innlent 30.9.2025 08:53 Skora á Snorra að gefa kost á sér Stjórn Miðflokksins í Hafnarfirði skorar á Snorra Másson að gefa kost á sér í embætti varaformanns Miðflokksins á komandi landsþingi. Um þetta ályktaði stjórnin í dag en landsþing flokksins fer fram 10. til 12. október næstkomandi. Innlent 28.9.2025 13:15 Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði hafa áratugum saman snúist um það sama. Það er hvort Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking fái að setjast í bæjarstjórastólinn. Þetta leikrit endurtekur sig á fjögurra ára fresti. Skoðun 27.9.2025 11:32 Pjattkratar taka til Í fréttum af ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er það helst að frétta að ríkisstjórnin sem er skipuð pjattkrötum úr þrem flokkum stendur í tiltekt. Tiltekt pjattkratanna felst í nokkrum atriðum sem skilgreina flokkana þrjá. Skoðun 25.9.2025 15:32 Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Formaður félags kynjafræðikennara hafnar fullyrðingum þingmanns Miðflokksins um að í kynjafræði felist innræting hugmyndafræði. Mynd af þingmanninum úr skólastofu sýni að kynjafræðikennarar nýti dæmi úr veruleikanum. Innlent 24.9.2025 20:55 Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra útskýrði breytta afstöðu sína og Flokks fólksins til bókunar 35 og umsóknaraðild Íslands að ESB í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú síðdegis. Hún segist áður hafa vaðið í villu og svima vegna málsins. Innlent 22.9.2025 16:02 Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Fulltrúi Miðflokksins í byggðaráði Múlaþings vildi að guð gamla testamentsins deildi við félaga hans í ráðinu eftir að þeir lögðust gegn tillögu hans um að fækka sveitarstjórnarmönnum. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem hann vísar til almættis á sveitarstjórnarfundum. Innlent 19.9.2025 14:22 Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Bókun 35 verður aftur tekin fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis eftir að fyrstu umræðu um frumvarp utanríkisráðherra lauk í kvöld. Líklega fer það óbreytt í aðra umræðu en spurning er hvort ríkisstjórnin muni aftur finna sig knúna til að beita „kjarnorkuákvæðinu“ til að þvinga það í gegnum aðra umræðu, sem stjórnarliðar hafa ekki útilokað. Innlent 18.9.2025 20:18 Ekkert bólaði á ræðumanni Skondin uppákoma varð á Alþingi í vikunni þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir ræðumanni sem var á leið í pontu. Hildur birti myndband af uppákomunni á samfélagsmiðlum í dag. Innlent 16.9.2025 22:20 Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Lagt er upp með að ný útgjöld ríkisins verði fjármögnuð með tilfærslum og sparnaði og að vöxtur ríkisútgjalda á næsta ári verði hóflegur. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann mælti fyrir fjárlögum næsta árs á Alþingi í morgun. Innlent 11.9.2025 12:48 Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina fela sig á bak við slæmar gjörðir fyrri ríkisstjórnarinnar en toppi einungis vitleysuna sem átti sér stað á síðasta kjörtímabili. Hann gagnrýnir harðlega ríkisstjórnarflokkana, einn þeirra geri allt til að komast í Evrópusambandið, annar segir eitt og geri annað og sá þriðji þurfi að vera í sérstöku innanhússeftirliti. Innlent 10.9.2025 21:10 „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Formaður Framsóknarflokksins segir þingsetningarræðu forseta Íslands hafa verið sérstaka, en þar hvatti hann þingheim til að standa ekki í málþófi. Þingmaður Miðflokksins segir forsetann hafa tekið þægilegustu afstöðuna í málinu. Innlent 10.9.2025 12:51 Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Stjórnarandstaðan þarf að fá ný tæki í hendurnar til að geta sinnt sínu lýðræðislega hlutverki ef málþófsvopnið verður bitlaust með virkjun 71. greinar þingskapalaga sem heimilar takmörkun á ræðutíma. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Þingið hafi verið komið í algjört öngstræti við afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins í sumar en leiðtogar flokka þurfi nú að setjast niður og ræða hvað sé hægt að gera í staðinn, þannig sómi sé af þingstörfum. Innlent 10.9.2025 08:07 Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja alveg skýrt að bókun 35 verði afgreidd á þingvetrinum sem hefst í dag. Forsætisráðherra kýs að kalla svokallað „kjarnorkuákvæði“ frekar „lýðræðisákvæði“ og virðist ekki útiloka að því verði beitt á ný. Innlent 9.9.2025 11:57 Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Rithöfundur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddu málfrelsi sem mikið hefur verið til umræðu eftir umdeildan Kastljós-þátt. Þau sammælast um að á Íslandi ríki málfrelsi en það þýði ekki að segja ætti allt sem hver maður hugsar. Það að vera ósammála skoðunum annarra sé ekki brot á málfrelsi. Innlent 7.9.2025 17:13 „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna 78, segir að henni hafi aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing í opinberri umræðu og þegar hún ræddi við Snorra Másson í Kastljósi á mánudag. Innlent 5.9.2025 15:36 76 dagar sem koma aldrei aftur Nýverið lýsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar því yfir að sumarfrí íslenskra grunnskólabarna séu allt of löng. Í grein sem hann birti á Vísi benti hann á að íslensk börn séu í 76 daga sumarfríi og lagði til að stytta þau um 2 vikur til að létta á foreldrum og atvinnulífinu. Skoðun 5.9.2025 06:01 Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir að eftir sjónvarpsviðtal á mánudaginn séu að baki líklega undarlegustu nokkrir dagar á hans stutta stjórnmálaferli. Vanstillt viðbrögð á netinu hafi tekið út yfir allan þjófabálk. Innlent 4.9.2025 13:24 Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir um ofbeldi og dreifingu persónuupplýsinga í garð Snorra Mássonar og fjölskyldu hans. Það gera samtökin í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Fjallað var um það í morgun að sérsveit vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu hans í nótt. Innlent 4.9.2025 13:07 Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra höfðu eftirlit með heimili Snorra Mássonar alþingismanns í nótt, í kjölfar þess að heimilisfang hans var birt á samfélagsmiðlum. Innlent 4.9.2025 10:54 „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það. Innlent 4.9.2025 09:20 „Við hvað ertu hræddur?“ Forseti Trans Íslands segir umræðu um málefni hinsegin fólks hafa legið mög þungt á mörgum síðustu daga. Fólk er hvatt til að leita í félagsleg úrræði sem samtökin bjóða uppá. Hún segir hinsegin fólk hafa þjappað sér saman og vonar að sá stuðningur sem hafi komið fram víða í samfélaginu haldi áfram. Innlent 3.9.2025 19:16 Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefur komið flokksbróður sínum Snorra Mássyni til varnar en hann hefur mátt þola holskeflu gagnrýni vegna orðræðu hans og framkomu í Kastljósi á mánudag. Sigríður bendir meðal annars á að samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar sé andúð í garð Miðflokksmanna rúmlega fjórum sinnum meiri en andúð í garð trans fólks. Þá hefur formaður flokksins komið sínum manni til varnar. Innlent 3.9.2025 11:49 Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Hinseginfáninn var dreginn að hún víða um landið í dag, þar með talið við húsakynni Borgarholtsskóla. Tilefnið var umtöluð framganga Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi í gær þar sem málefni hinsegin fólks voru til umræðu. Skólameistari segir umræðuna grátbroslega en í leið grafalvarlega. Innlent 2.9.2025 19:34 „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. Innlent 2.9.2025 18:50 „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. Innlent 2.9.2025 18:26 Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. Innlent 2.9.2025 15:54 „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Borgarstjórnarflokkur Framsóknar hyggst leggja til að borgarstjórn samþykki ályktun á fundi sínum í dag þar sem borgin harmi ummæli sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, lét falla í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gær. Oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir fólk sem hafi uppi slík ummæli og viðhorf eigi ekkert erindi í stjórnmál. Innlent 2.9.2025 12:18 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 35 ›
Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Landsfundur Miðflokksins fer fram helgina 11. og 12 október og þar stendur til að kjósa varaformann flokksins. Embættið var lagt niður fyrir fjórum árum en nú á að taka það upp aftur. Framboðsfrestur rennur út á föstudaginn en tveir hafa ítrekað verið orðaðir við embættið sem hvorugur útilokar né staðfestir framboð. Innlent 1.10.2025 20:49
Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins lagði ekki fram tillögu um nýjan þingflokksformann á fundi þingflokksins nú síðdegis. Þingmenn eru á faraldsfæti í kjördæmaviku og ákveðið var að bíða með val á þingflokksformanni þar til „menn geta hist“. Innlent 1.10.2025 16:29
Hættir sem þingflokksformaður Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hyggst hætta sem þingflokksformaður Miðflokksins. Innlent 30.9.2025 08:53
Skora á Snorra að gefa kost á sér Stjórn Miðflokksins í Hafnarfirði skorar á Snorra Másson að gefa kost á sér í embætti varaformanns Miðflokksins á komandi landsþingi. Um þetta ályktaði stjórnin í dag en landsþing flokksins fer fram 10. til 12. október næstkomandi. Innlent 28.9.2025 13:15
Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði hafa áratugum saman snúist um það sama. Það er hvort Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking fái að setjast í bæjarstjórastólinn. Þetta leikrit endurtekur sig á fjögurra ára fresti. Skoðun 27.9.2025 11:32
Pjattkratar taka til Í fréttum af ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er það helst að frétta að ríkisstjórnin sem er skipuð pjattkrötum úr þrem flokkum stendur í tiltekt. Tiltekt pjattkratanna felst í nokkrum atriðum sem skilgreina flokkana þrjá. Skoðun 25.9.2025 15:32
Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Formaður félags kynjafræðikennara hafnar fullyrðingum þingmanns Miðflokksins um að í kynjafræði felist innræting hugmyndafræði. Mynd af þingmanninum úr skólastofu sýni að kynjafræðikennarar nýti dæmi úr veruleikanum. Innlent 24.9.2025 20:55
Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra útskýrði breytta afstöðu sína og Flokks fólksins til bókunar 35 og umsóknaraðild Íslands að ESB í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú síðdegis. Hún segist áður hafa vaðið í villu og svima vegna málsins. Innlent 22.9.2025 16:02
Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Fulltrúi Miðflokksins í byggðaráði Múlaþings vildi að guð gamla testamentsins deildi við félaga hans í ráðinu eftir að þeir lögðust gegn tillögu hans um að fækka sveitarstjórnarmönnum. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem hann vísar til almættis á sveitarstjórnarfundum. Innlent 19.9.2025 14:22
Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Bókun 35 verður aftur tekin fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis eftir að fyrstu umræðu um frumvarp utanríkisráðherra lauk í kvöld. Líklega fer það óbreytt í aðra umræðu en spurning er hvort ríkisstjórnin muni aftur finna sig knúna til að beita „kjarnorkuákvæðinu“ til að þvinga það í gegnum aðra umræðu, sem stjórnarliðar hafa ekki útilokað. Innlent 18.9.2025 20:18
Ekkert bólaði á ræðumanni Skondin uppákoma varð á Alþingi í vikunni þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir ræðumanni sem var á leið í pontu. Hildur birti myndband af uppákomunni á samfélagsmiðlum í dag. Innlent 16.9.2025 22:20
Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Lagt er upp með að ný útgjöld ríkisins verði fjármögnuð með tilfærslum og sparnaði og að vöxtur ríkisútgjalda á næsta ári verði hóflegur. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann mælti fyrir fjárlögum næsta árs á Alþingi í morgun. Innlent 11.9.2025 12:48
Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina fela sig á bak við slæmar gjörðir fyrri ríkisstjórnarinnar en toppi einungis vitleysuna sem átti sér stað á síðasta kjörtímabili. Hann gagnrýnir harðlega ríkisstjórnarflokkana, einn þeirra geri allt til að komast í Evrópusambandið, annar segir eitt og geri annað og sá þriðji þurfi að vera í sérstöku innanhússeftirliti. Innlent 10.9.2025 21:10
„Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Formaður Framsóknarflokksins segir þingsetningarræðu forseta Íslands hafa verið sérstaka, en þar hvatti hann þingheim til að standa ekki í málþófi. Þingmaður Miðflokksins segir forsetann hafa tekið þægilegustu afstöðuna í málinu. Innlent 10.9.2025 12:51
Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Stjórnarandstaðan þarf að fá ný tæki í hendurnar til að geta sinnt sínu lýðræðislega hlutverki ef málþófsvopnið verður bitlaust með virkjun 71. greinar þingskapalaga sem heimilar takmörkun á ræðutíma. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Þingið hafi verið komið í algjört öngstræti við afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins í sumar en leiðtogar flokka þurfi nú að setjast niður og ræða hvað sé hægt að gera í staðinn, þannig sómi sé af þingstörfum. Innlent 10.9.2025 08:07
Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja alveg skýrt að bókun 35 verði afgreidd á þingvetrinum sem hefst í dag. Forsætisráðherra kýs að kalla svokallað „kjarnorkuákvæði“ frekar „lýðræðisákvæði“ og virðist ekki útiloka að því verði beitt á ný. Innlent 9.9.2025 11:57
Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Rithöfundur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddu málfrelsi sem mikið hefur verið til umræðu eftir umdeildan Kastljós-þátt. Þau sammælast um að á Íslandi ríki málfrelsi en það þýði ekki að segja ætti allt sem hver maður hugsar. Það að vera ósammála skoðunum annarra sé ekki brot á málfrelsi. Innlent 7.9.2025 17:13
„Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna 78, segir að henni hafi aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing í opinberri umræðu og þegar hún ræddi við Snorra Másson í Kastljósi á mánudag. Innlent 5.9.2025 15:36
76 dagar sem koma aldrei aftur Nýverið lýsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar því yfir að sumarfrí íslenskra grunnskólabarna séu allt of löng. Í grein sem hann birti á Vísi benti hann á að íslensk börn séu í 76 daga sumarfríi og lagði til að stytta þau um 2 vikur til að létta á foreldrum og atvinnulífinu. Skoðun 5.9.2025 06:01
Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir að eftir sjónvarpsviðtal á mánudaginn séu að baki líklega undarlegustu nokkrir dagar á hans stutta stjórnmálaferli. Vanstillt viðbrögð á netinu hafi tekið út yfir allan þjófabálk. Innlent 4.9.2025 13:24
Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir um ofbeldi og dreifingu persónuupplýsinga í garð Snorra Mássonar og fjölskyldu hans. Það gera samtökin í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Fjallað var um það í morgun að sérsveit vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu hans í nótt. Innlent 4.9.2025 13:07
Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra höfðu eftirlit með heimili Snorra Mássonar alþingismanns í nótt, í kjölfar þess að heimilisfang hans var birt á samfélagsmiðlum. Innlent 4.9.2025 10:54
„Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það. Innlent 4.9.2025 09:20
„Við hvað ertu hræddur?“ Forseti Trans Íslands segir umræðu um málefni hinsegin fólks hafa legið mög þungt á mörgum síðustu daga. Fólk er hvatt til að leita í félagsleg úrræði sem samtökin bjóða uppá. Hún segir hinsegin fólk hafa þjappað sér saman og vonar að sá stuðningur sem hafi komið fram víða í samfélaginu haldi áfram. Innlent 3.9.2025 19:16
Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefur komið flokksbróður sínum Snorra Mássyni til varnar en hann hefur mátt þola holskeflu gagnrýni vegna orðræðu hans og framkomu í Kastljósi á mánudag. Sigríður bendir meðal annars á að samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar sé andúð í garð Miðflokksmanna rúmlega fjórum sinnum meiri en andúð í garð trans fólks. Þá hefur formaður flokksins komið sínum manni til varnar. Innlent 3.9.2025 11:49
Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Hinseginfáninn var dreginn að hún víða um landið í dag, þar með talið við húsakynni Borgarholtsskóla. Tilefnið var umtöluð framganga Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi í gær þar sem málefni hinsegin fólks voru til umræðu. Skólameistari segir umræðuna grátbroslega en í leið grafalvarlega. Innlent 2.9.2025 19:34
„Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. Innlent 2.9.2025 18:50
„Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. Innlent 2.9.2025 18:26
Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. Innlent 2.9.2025 15:54
„Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Borgarstjórnarflokkur Framsóknar hyggst leggja til að borgarstjórn samþykki ályktun á fundi sínum í dag þar sem borgin harmi ummæli sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, lét falla í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gær. Oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir fólk sem hafi uppi slík ummæli og viðhorf eigi ekkert erindi í stjórnmál. Innlent 2.9.2025 12:18