Miðflokkurinn

Fréttamynd

Er Ísland þriðja heims ríki?

Þegar við hugsum um þriðja heims ríki dettur mönnum líklega Ísland alls ekki í hug. Líklega myndi fæstum láta sér detta til hugar að setja Ísland í þann hóp ríkja.

Skoðun
Fréttamynd

Hver leik­stýrir Svf. Ár­borg?

Sveitarfélagið Árborg hefur vaxið mikið á undanförnum árum og stefnir í áframhaldandi vöxt vegna eftirspurnar frá nýjum íbúum og áforma landeigenda um uppbyggingu.

Skoðun
Fréttamynd

Út­hugsað ill­virki

Í síðustu viku urðum við Íslendingar, því miður, vitni að úthugsuðu og þaulskipulögðu illvirki. Í beinni útsendingu níddust yfirvöld á þremur konum sem höfðu enga möguleika á því að bera hönd fyrir höfuð sér.

Skoðun
Fréttamynd

Lýð­ræðis­legur ó­mögu­leiki

Nú reynir formaður Sjálfstæðisflokksins að berja í brestina eða öllu heldur „að fylla uppí gljúfur“ til að halda öndunarvél sitjandi ríkisstjórnar í gangi.

Skoðun
Fréttamynd

Fýlupúka­fé­lag Sjálf­stæðis­flokksins snúið aftur

Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. 

Innlent
Fréttamynd

Hjá­róma her­óp ríkis­stjórnar­and­stæðinga

Að undanförnu hafa tveir mætir menn innan raða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra á opinberum vettvangi um að þeim leiðist þetta ríkisstjórnarsamstarf sem þeir eru og hafa verið þátttakendur í. Annar þeirra er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hinn er fyrrverandi þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Einnig hafa óbreyttir þingmenn, varaþingmenn og íslandsmethafi í svikum við kjósendur innan flokksraða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra, jafnt opinberlega sem á fundum í Valhöll.

Skoðun
Fréttamynd

Fals on í fals á fals ofan?

Undanfarnar vikur hefur opinberast smátt og smátt með hvaða hætti stöðugleikaeignir sem ríkissjóður eignaðist við uppgjör föllnu bankanna voru og hafa verið meðhöndlaðar í meðförum fjármálaráðuneytisins, Lindarhvols ehf, framkvæmdaaðilum sölu eignanna og þeirra sem sjá áttu um eftirlit með framkvæmd sölu eignanna.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég veit hver tapar á þessu, það er almenningur“

Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir leyndina við uppgjör Lindarhvols hafa hvatt hann til að halda málinu á lofti. Hann segir ljóst að það sé almenningur sem tapi ef ekkert verður aðhafst í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindar­hvols

Þing­menn Mið­flokksins hafa óskað eftir því við for­sætis­ráð­herra að hann leggi fram til­lögu til for­seta Ís­lands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upp­lýsingar sem fram koma í ný­birtri Lindar­hvols­skýrslu.

Innlent
Fréttamynd

Pjatt­krati skilar skatti – með einum eða öðrum hætti

Formaður Samfylkingarinnar lent í því (eins og maður gerir) að fá kauprétt í fyrirtæki sem hún vann í. Fínustu kaup. Fyrir þrjár milljónir fékk hún hlut að verðmæti 10 milljónir svipað og á lokadögum útsölu í Kringlunni. Allt er þetta gott því verðugur er verkamaðurinn launanna.

Skoðun
Fréttamynd

Fantasíur innviðaráðherra

Ein stærsta hugsjón okkar sem stofnuðum og störfum í Miðflokknum er að tryggja jöfn tækifæri íbúa um allt land, að skilja engan eftir. Því miður er það svo að landsbyggðin situr eftir á flestum sviðum þjónustu hins opinbera og á það jafnt við um menntamál, heilbrigðismál og stjórnsýslu.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað kostar bygging 39.080 í­búða á næstu 10 árum hið opin­bera?

Húsnæðisskortur er í landinu. Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) gefur það út að þörfin sé 39.080 íbúðir á næstu 10 árum. Til að bregðast við húsnæðisvandanum hafa stjórnvöld og ýmsir hagsmunaaðilar rætt og kynnt ýmsar lausnir á því hvernig mæta skuli húsnæðisþörfinni.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnin gæti haltrað á­fram í ást­lausu hjóna­bandi

Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi.

Innlent
Fréttamynd

Segir það ó­sk­hyggju að hún hafi þurft ein­hvern í lið með sér

Bára Halldórsdóttir, aðgerðarsinni, segir það óskhyggju af Sigmundi Davíð að halda því fram að hún hafi þurft einhvern í lið með sér til skipulagningar á klaustursupptökunum. Hún segir það fyndið hvernig Sigmundur leiði umræðuna sífellt að eftirmálum málsins en ekki málinu sjálfu. 

Innlent
Fréttamynd

Skjálfta­hrina er hafin í Val­höll

Nú skelfur Valhöll. Valhöll skelfur vegna þess að kominn er fram efnilegur leiðtogi í öðrum stjórnmálaflokki sem ógnar því valdajafnvægi sem Sjálfstæðisflokkurinn vill viðhalda. Valdajafnvægi þar sem einn stjórnmálaflokkur hefur töglin og hagldirnar.

Skoðun
Fréttamynd

Falskur tónn sleginn í Ár­borg

Fyrir ári síðan eða í lok sl. kjörtímabils var samþykkt á bæjarstjórnarfundi að ganga til samstarfs við KPMG um árangurstjórnun í fjármálum sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu gegn tillögunni og óskuðu eftir frestun málsins. Nú kveður við annan tón, sem betur fer.

Skoðun
Fréttamynd

Hið raun­veru­lega vanda­mál naut­gripa­ræktar

Háttvirtur þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi birti grein undir heitinu Raunveruleg staða nautgriparæktar í síðustu útgáfu Bændablaðsins. Vill undirrituð taka undir að staða nautgriparæktunar í dag sé orðin grafalvarleg og hjá alltof mörgum nautgripabændum komin yfir þolmörk, því líkt og háttvirtur þingmaður benti réttilega á þá hefur rekstrarniðurstaða greinarinnar vegna áranna 2017-2021 verið í öllum tilfellum neikvæð.

Skoðun
Fréttamynd

Fit for 55: „Eins og að segja fólki að fara til út­landa með Nor­rænu“

Utanríkisráðherra segir það algjörlega kristaltært að ekkert verði af loftlagssköttum ESB um millilandaflug án þess að tillit verði tekið til séríslenskra aðstæðna. Um sé að ræða víðtækasta mál frá því að Ísland varð aðili að EES samningnum og forgangsröðun eftir því. Þingmaður Miðflokksins segir að verði innleiðingin samþykkt sé verið að rústa stöðu Íslands sem stoppistöðvar í tengiflugi. 

Innlent