Viðskipti

Fréttamynd

Hráolíuverð hækkar í verði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á fjármálamarkaði í dag eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að hráolíu- og eldsneytisbirgðir landsins hefðu dregist meira saman en spáð hafði verið. Veðurspáin næstu vikur réð sömuleiðis nokkru um hækkunina en því er spáð að olíuvinnslustöðvum við Mexíkóflóa geti stafað hætta af hitabeltisstormum á næstunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð við opnun viðskipta á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir skell í gær. Helstu vísitölurnar þrjár hafa hækkað um tæp 0,7 prósent. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,58 prósent í Kauphöll Íslands í dag og stendur í 7.844 stigum. Gengi bréfa í Icelandair Group hefur lækkað mest, eða um 4,49 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Minni hagnaður hjá skaðatryggingafélögunum

Hagnaður innlendu skaðatryggingafélaganna nam rúmum 19,5 milljörðum króna á síðasta árið samanborið við 20,2 milljarða árið á undan. Langstærstur hluti hagnaðar félaganna kemur úr fjármálarekstri en hagnaður af honum lækkar um níu milljarða á milli ára. Hagnaður af lögboðnum tryggingum skiluðu einum milljarði í vasa félaganna en 720 milljóna tap var á frjálsum ökutækjatryggingum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lítið lát á kaupgleði með kortum

Heildarvelta vegna kreditkortanotkunar nam 23,6 milljörðum króna í júlí. Þetta er örlítið minni notkun en í mánuðinum á undan. Raunaukning kreditkortaveltu nemur hins vegar 10 prósentum frá sama mánuði í fyrra. Erlend kortavelta jókst á sama tíma um 24 prósent á milli ára. Greiningardeild Glitnis segir kortaveltu á öðrum ársfjórðungi merki um að einkaneysla hafi vaxið á ný á vordögum eftir samdrátt á fyrsta ársfjórðungi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækkun í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,42 prósent á fyrsta stundarfjórðungi frá opnun viðskipta í Kauphöll Íslands og stendur vísitalan í 7.934 stigum. Lækkunin er í takti við niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

LME með rúman þriðjung bréfa í Stork

Marel hefur aukið enn við hlut sinn í hollensku iðnsamsteypunni Stork NV í gegnum LME eignarhaldsfélag og fer nú með 32,16 prósenta hlut í henni, samkvæmt flöggun fyrirtækisins í gær. Breska blaðið Financial Times segir andstöðuna gegn 1,5 milljarða evra yfirtökutilboði breska fjárfestingafélagsins Candover í Stork hafa harðnað til muna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitölur lækka í Asíu og Evrópu

Nokkur lækkun var á hlutabréfamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag. Þetta er í takti við lækkun á bandaríska markaðnum í gær. Gengi Nikkei-vísitölunnar í Japan lækkaði um 2,2 prósent við lokun markaða þar í landi í morgun en vísitalan í Taívan fór niður um 3,6 prósent. Hin breska FTSE-100 vísitalan hefur lækkað um eitt prósent það sem af er dags.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mikill samdráttur hjá Virgin Atlantic

Hagnaður breska flugfélagsins Virgin Atlantic nam 6,6 milljónum punda, jafnvirði tæplega 880 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 77,5 milljónir punda árið á undan. Þetta er rúmlega 90 prósenta samdráttur á milli ára. Auðkýfingurinn Richard Branson, stærsti hluthafi flugfélagsins, segir óhagstæð skilyrði hafa bitnað á hagnaði flugfélagsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rauður dagur á bandarískum markaði

Dagurinn hefur verið rauður á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en helstu vísitölurnar þrjár hafa allar lækkað um rúmt prósent það sem af er dags. Á sama tíma hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 1,24 prósent en hún fór nú um þrjúleytið undir 8.000 stig.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri Pickenpack segir upp

Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Pickenpack Gelmer, dótturfélags Icelandic Group, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Guðmundur var ráðinn til starfa í fyrra en hann var áður framkvæmdastjóri frystisviðs Delpierre. Torsten Krüger tekur við starfi Guðmundar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækkanir á bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa hefur hækkað í sveiflukenndum viðskiptum á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Gengi hlutabréfa í Evrópu hefur sveiflast nokkuð það sem af er dags á meðan Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,85 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lækkun við opnun viðskipta

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,59 prósent við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur vísitalan í 8.051 stigi. Þetta er í takt við gengi á helstu fjármálamörkuðum í Evrópu í dag og í Bandaríkjunum í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréf lækka í Evrópu en hækka í Japan

Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega við opnun viðskipta á fjármálamörkuðum í Evrópu í dag. Þetta kemur í kjölfar lækkunar á markaði í Bandaríkjunum í gær. Gengi Nikkei-vísitölunnar hækkaði hins vegar lítillega við lokun viðskipta í kauphöllinni í Japan. Flestar vísitölur hækkuðu í gær eftir skell á föstudag að bandaríska hlutabréfamarkaðnum undanskildum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vísitölur lækkuðu í Bandaríkjunum

Vísitölur lækkuðu lítillega á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag þrátt fyrir hækkun við upphaf viðskipta. Vísitölur í Evrópu hækkuðu sömuleiðis, þar á meðal Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands, sem hækkaði um 1,32 prósent og endaði í 8.099 stigum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Blackstone þrefaldast

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Blackstone Group skilaði hagnaði upp á 774 milljónir bandaríkjadala, rétt tæplega 51 milljarð íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er þrefalt meiri hagnaður en á sama tíma fyrir ári. Fasteignafjárfestingarnar skiluðu langmestum hagnaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá Sparisjóði Keflavíkura

Sparisjóðurinn í Keflavík hagnaðist um rúma 4,6 milljarða krónar á fyrri helmingi ársins samanborið við rétt rúman milljarð króna á sama tíma í fyrra. Aukningin nemur 338,7 prósentum á milli ára en hagnaður sparisjóðsins hefur aldrei verið meiri á einum árshelmingi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan yfir 8.000 stigum á ný

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,34 prósent og fór í 8.100 stig skömmu eftir opnun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Vísitalan lækkaði um 3,47 prósent á föstudag og fór undir 8.000 stigin. Hún hafði ekki verið lægri síðan um miðjan maí í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kauphallarfulltrúar ræða málin

Fulltrúar norrænu kauphallarsamstæðunnar OMX og kauphallarinnar í Dubai ætla að funda í dag og ræða um hugsanlegt tilboð hinna síðastnefndu í meirihluta bréfa í OMX. Fréttastofa Associated Press segir geta stefnt í yfirtökubaráttu á milli kauphallarinnar í Dubai og bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq um OMX.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Útlán Íbúðalánasjóðs 6,3 milljarðar í júlí

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu rúmum 6,3 milljörðum króna í síðasta mánuði. Af þeim voru 600 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán voru 5,7 milljarðar króna, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Meðallán var tæplega 9,4 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Marels 7,4 milljónir evra

Hagnaður matvælavinnsluvélafyrirtækisins Marel nam 7,4 milljónum evra, jafnvirði 670,8 milljónum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins samanborið við 797 þúsund evrur, 71,9 milljónir króna, á sama tíma í fyrra. Þetta er nokkuð yfir væntingum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil lækkun Úrvalsvísitölunnar

Úrvalsvísitalan lækkaði um 3,47 prósent í Kauphöllinni í dag og endaði hún í 7.993 stigum við lokun viðskipta. Viðlíka lækkun á vísitölunni hefur ekki sést síðan í byrjun apríl í fyrra en þá voru miklar hræringar á íslenskum hlutabréfamarkaði. Gengi bréfa í Evrópu hafa sömuleiðis lækkað mikið í dag. Lækkunin heldur áfram á bandarískum hlutabréfamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mosaic Fashions úr Úrvalsvísitölunni

Breska tískuvörukeðjan Mosaic Fashions verður fjarlægt úr Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar á mánudag í kjölfar þess að félagið Tessera Holding ehf og tengdir aðilar hafa eignast 99,8 prósent í félaginu. Fyrirtækið var skráð á markað fyrir tveimur árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áfram lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði

Lækkun hélt áfram þegar opnað var fyrir viðskipti á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um rúm 0,7 prósent, Standard & Poor um 0,8 prósent og Nasdaq-vísitalan um rúmt prósent. Lækkun hefur verið víða á hlutabréfamarkaði víða um heim. Seðlabankar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa brugðist við með því að opna sjóði sína og veita fjármálafyrirtækjum vilyrði fyrir lánum á góðum kjörum til að koma í veg fyrir lausafjárskort.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan undir 8.000 stigum

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,47 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur nú í 7.994 stigum. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan um miðjan maí. Gengi allra félaga í Kauphöllinni hafa ýmist staðið í stað eða lækkað. Gengi bréfa í Exista hafa lækkað mest, eða um 5,49 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn þrengir að bandarískum lánafyrirtækjum

Gengi bréfa í bandaríska fjármálafyrirtækinu Countrywide Financial Corporation féll um 17,5 prósent í Bandaríkjunum í dag. Markaðir vestanhafs opna senn og bíða fjárfestar eftir því hvort lækkun á hlutabréfamarkaði þar í landi haldi áfram. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur lækkað um rúm 30 prósent síðan á vordögum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjárfestar halda að sér höndum

Úrvalsvísitalan hefur verið á hraðri niðurleið það sem af er degi og hefur ekki verið lægri síðan um miðjan maí. Vísitalan hafði lækkað um 3,33 prósent í dag og stendur vísitalan í 8.004 stigum. Krónan hefur veikst um tæp tvö prósent í dag og stóð í 121,9 stigum um hádegi. Sérfræðingur hjá Glitni segir fjárfesta halda að sér höndum á hlutabréfamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista með fimmtung í Sampo

Exista flaggaði í finnsku kauphöllinni í dag 20 prósenta hlut í A-hluta finnska fjármála- og tryggingafyrirtækinu Sampo. Fyrirtækið átti áður 19,93 prósent í Sampo. Kaupin eru háð samþykki fjármálaeftirlitsstofnana.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil lækkun í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan lækkaði um þrjú prósent við opnun viðskipta í Kauphöllinni nú klukkan tíu og stendur nú í 8.032 stigum. Þetta er í takt við niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en lækkanir í Asíu og Evrópu hafa verið á svipuðu róli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Milestone 27,2 milljarðar króna

Fjármálafyrirtækið Milestone hagnaðist um 27,2 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 1,9 milljarða á sama tíma fyrir ári. Milestone seldi 13 prósenta hlut í Glitni í byrjun apríl fyrir 54 milljarða króna. Félagið og tengdir aðilar eiga enn um sjö prósent í bankanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð á niðurleið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað um rúman bandaríkjadal í dag samhliða hræringum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum og horfum á minnkandi eftirspurn eftir eldsneyti í Bandaríkjunum í sumarlok.

Viðskipti erlent