Almannavarnir Þórólfur ekki eins bjartsýnn og Áslaug Grunnskólanemi á höfuðborgarsvæðinu var einn þeirra þriggja sem greindust með kórónuveiruna á Íslandi í gær. Nemandinn var utan sóttkvíar, en smitaðist ekki í skólanum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Innlent 9.4.2021 12:42 Svona var upplýsingafundurinn um eldgosið Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar klukkan 11 þar sem farið verður yfir stöðu mála varðandi eldgosið á Reykjanesskaga. Innlent 9.4.2021 10:14 Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. Innlent 8.4.2021 14:27 Veirufrítt samfélag forsenda tilslakana Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að markmiðin með sóttvarnaaðgerðunum hér á landi séu nokkuð ljós, þó að þau kunni að vefjast fyrir mörgum. Stefnt er að nánast veirufríu samfélagi hér á landi, áður en hægt verður að ráðast í tilslakanir. Innlent 8.4.2021 11:59 Íbúar í Vogum hvattir til að loka gluggum vegna mengunar Íbúar í Vogum eru hvattir til að loka gluggum og kynda húsin sín vegna gasmengunar frá eldgosinu í Geldingadölum sem liggur nú yfir byggðinni. Innlent 5.4.2021 21:12 Klárt mál að fólk gæti verið í hættu Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vettvangsstjóri, segir alla krafta viðbragðsaðila nú fara í að koma fólki af gossvæðinu eftir að ný sprunga opnaðist. Öryggisins vegna þurfi að loka svæðinu þar sem fólk gæti verið í hættu. Innlent 5.4.2021 13:16 Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. Innlent 31.3.2021 18:43 Telja enn ekki ástæðu til að birta Covid tölur um helgar Áfram munu upplýsingar um Covid smittölur ekki vera aðgengilegar á vefnum covid.is um helgar þrátt fyrir að tíu manna samkomubann sé í gildi. Innlent 27.3.2021 19:00 Vísindaráð almannavarna: Kvika mun ekki brjóta sér leið upp á öðrum stað í bráð Engar vísbendingar eru um að kvika muni nálgast yfirborð á öðrum stað kvikugangsins í bráð. Þetta er niðurstaða fundar Vísindaráðs almannavarna sem kom saman í dag til að bera saman bækur sínar. Innlent 25.3.2021 16:49 Hættustig, neyðarstig og alls konar bannað Það er óhætt að ætla að hertar sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag og taka gildi á miðnætti hafi verið mörgum vonbrigði. Aðgerðirnar eru þær hörðustu sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins og ná til landsins alls. Til viðbótar við hertar aðgerðir hefur hættustigi verið lýst yfir á Landspítala og neyðarstigi almannavarna hefur sömuleiðis verið lýst yfir. Innlent 24.3.2021 23:54 Neyðarstigi almannavarna lýst yfir Ákveðið hefur verið að færa almannavarnastig úr hættustigi og upp í neyðarstig vegna kórónuveirufaraldursins. Síðast var neyðarstig í gildi hér á landi 12. Febrúar en þann dag var neyðarstig lækkað niður á hættustig. Samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra nú í kvöld hefur verið ákveðið að færa almannavarnastigið aftur upp á neyðarstig. Innlent 24.3.2021 20:21 Rýma Geldingadal: Gasmengun í dældum gæti nálgast lífshættuleg gildi Nágrenni eldgossins í Geldingadal verður rýmt klukkan 17:00 í dag en Veðurstofan varar við því að hættulegar gastegundir geti safnast fyrir í lægðum og dældum þegar veður lægir. Styrkur gassins þar gæti verið lífshættulegur. Innlent 23.3.2021 15:06 Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af. Innlent 23.3.2021 12:10 Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. Innlent 22.3.2021 14:44 Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. Innlent 22.3.2021 14:27 „Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. Innlent 22.3.2021 06:44 Svæðinu við gosið lokað vegna gasmengunar Við mælingar í morgun kom í ljós að gasmengun er á gossvæðinu í Geldingadal og er mælingin komin upp fyrir hættumörk. Innlent 22.3.2021 06:29 Slæmt veður á gossvæðinu og biðja fólk að snúa við Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til þeirra sem hyggjast ganga að gosstöðvunum í nótt að snúa við. Afar slæmt veður er á svæðinu og er spáð versnandi veðri í nótt. Innlent 22.3.2021 01:42 Segir að fólk hafi verið að „gleyma sér í gleðinni“ áður en svæðinu var lokað Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að vilji hafi verið til að hafa svæðið opið en fólk hafi hegðað sér fremur óvarlega á gossvæðinu í dag. Innlent 21.3.2021 17:26 Telja ekki hættu á gasmengun nema næst gosstöðvunum Eldgos heldur áfram og hraunflæði virðist vera stöðugt samkvæmt nýrri færslu Veðurstofu Íslands á Twitter. Innlent 21.3.2021 15:25 „Finnst fólk vera komið full nálægt þessu“ Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kveðst skilja áhuga fólks á því að vilja sjá eldgosið í Geldingadal með berum augum. Honum hugnist ekki að stilla upp löggæslu til að koma í veg fyrir að fólk fari inn á svæðið en brýnir á sama tíma fyrir því að mikilvægt sé að kynna sér þá hættu sem er til staðar á svæðinu. Fjöldi fólks hefur í dag lagt leið sína að gosstöðvunum en fólk er varað við því að fara of nálægt. Innlent 20.3.2021 20:12 Nýjar hrauntungur geta brotist fram á miklum hraða sem erfitt er að forðast á hlaupum Vísindaráð almannavarna varar við dvöl nálægt gosstöðvunum í Geldingadal. Mælt er með því að fólk virði fyrir sér gosstöðvarnar frá hæðum í kringum Geldingadal en fari ekki of nálægt. Til að mynda er varað við því að glóandi hraun geti fallið úr hraunjaðrinum og „hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram úr hraunjaðrinum með miklum hraða sem erfitt að forðast á hlaupum.“ Innlent 20.3.2021 18:54 Stríður straumur fólks í Geldingadal: Dæmi um að fólk mæti á gallabuxum og strigaskóm Fólk hefur í dag lagt leið sína í stríðum straumum að eldgosinu í Geldingadal. Lokað er fyrir bílaumferð inn á svæðið en fólki hefur verið hleypt inn á svæðið fótgangandi. Dæmi eru um að fólk hafi lagt af stað á vettvang illa búið fyrir þær aðstæður sem blasa við á svæðinu. Innlent 20.3.2021 17:51 Mjög óvarlegt að ganga nálægt svæðinu án þess að huga að gosmengun Gosið í Geldingadal er líklega minna en það sem kom upp í Fimmvörðuhálsi árið 2010 og ekki er talið að það muni hafa áhrif á flugumferð. Mesta hættan er af gasmengun en hún virðist þó ekki vera mikil að sögn veðurfræðings. Innlent 20.3.2021 12:29 Ekki líklegt að gasmengun berist til Grindavíkur Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir að eldgosið í Geldingadal hafi létt á spennu á svæðinu og þess sé vænst að jarðskjálftum muni fækka. Enn sé þó mögulegt að þeim gæti fjölgað, þó það sé ólíklegra. Innlent 20.3.2021 10:35 Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa. Innlent 20.3.2021 10:33 Boða til upplýsingafundar vegna eldgossins Almannavarnir og Veðurstofa Íslands boða til upplýsingafundar klukkan 14 þann 20. mars vegna eldgossins í Geldingadal. Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi. Innlent 20.3.2021 02:48 Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. Innlent 20.3.2021 01:39 „Það er engin bráðahætta í gangi“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var ræstur út í húsakynni Almannavarna í Skógarhlíð á tíunda tímanum í kvöld þegar flest benti til þess að eldgos væri hafið á Reykjanesi. Sú reyndist raunin. Innlent 20.3.2021 00:20 Almannavarnir biðla til almennings: Verið heima! Almannavarnir biðla til fólks um að halda sig heima og fylgjast með fréttum í stað þess að þjóta af stað til að fylgjast með nýhöfnu gosi. Innlent 19.3.2021 22:16 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 37 ›
Þórólfur ekki eins bjartsýnn og Áslaug Grunnskólanemi á höfuðborgarsvæðinu var einn þeirra þriggja sem greindust með kórónuveiruna á Íslandi í gær. Nemandinn var utan sóttkvíar, en smitaðist ekki í skólanum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Innlent 9.4.2021 12:42
Svona var upplýsingafundurinn um eldgosið Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar klukkan 11 þar sem farið verður yfir stöðu mála varðandi eldgosið á Reykjanesskaga. Innlent 9.4.2021 10:14
Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. Innlent 8.4.2021 14:27
Veirufrítt samfélag forsenda tilslakana Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að markmiðin með sóttvarnaaðgerðunum hér á landi séu nokkuð ljós, þó að þau kunni að vefjast fyrir mörgum. Stefnt er að nánast veirufríu samfélagi hér á landi, áður en hægt verður að ráðast í tilslakanir. Innlent 8.4.2021 11:59
Íbúar í Vogum hvattir til að loka gluggum vegna mengunar Íbúar í Vogum eru hvattir til að loka gluggum og kynda húsin sín vegna gasmengunar frá eldgosinu í Geldingadölum sem liggur nú yfir byggðinni. Innlent 5.4.2021 21:12
Klárt mál að fólk gæti verið í hættu Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vettvangsstjóri, segir alla krafta viðbragðsaðila nú fara í að koma fólki af gossvæðinu eftir að ný sprunga opnaðist. Öryggisins vegna þurfi að loka svæðinu þar sem fólk gæti verið í hættu. Innlent 5.4.2021 13:16
Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. Innlent 31.3.2021 18:43
Telja enn ekki ástæðu til að birta Covid tölur um helgar Áfram munu upplýsingar um Covid smittölur ekki vera aðgengilegar á vefnum covid.is um helgar þrátt fyrir að tíu manna samkomubann sé í gildi. Innlent 27.3.2021 19:00
Vísindaráð almannavarna: Kvika mun ekki brjóta sér leið upp á öðrum stað í bráð Engar vísbendingar eru um að kvika muni nálgast yfirborð á öðrum stað kvikugangsins í bráð. Þetta er niðurstaða fundar Vísindaráðs almannavarna sem kom saman í dag til að bera saman bækur sínar. Innlent 25.3.2021 16:49
Hættustig, neyðarstig og alls konar bannað Það er óhætt að ætla að hertar sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag og taka gildi á miðnætti hafi verið mörgum vonbrigði. Aðgerðirnar eru þær hörðustu sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins og ná til landsins alls. Til viðbótar við hertar aðgerðir hefur hættustigi verið lýst yfir á Landspítala og neyðarstigi almannavarna hefur sömuleiðis verið lýst yfir. Innlent 24.3.2021 23:54
Neyðarstigi almannavarna lýst yfir Ákveðið hefur verið að færa almannavarnastig úr hættustigi og upp í neyðarstig vegna kórónuveirufaraldursins. Síðast var neyðarstig í gildi hér á landi 12. Febrúar en þann dag var neyðarstig lækkað niður á hættustig. Samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra nú í kvöld hefur verið ákveðið að færa almannavarnastigið aftur upp á neyðarstig. Innlent 24.3.2021 20:21
Rýma Geldingadal: Gasmengun í dældum gæti nálgast lífshættuleg gildi Nágrenni eldgossins í Geldingadal verður rýmt klukkan 17:00 í dag en Veðurstofan varar við því að hættulegar gastegundir geti safnast fyrir í lægðum og dældum þegar veður lægir. Styrkur gassins þar gæti verið lífshættulegur. Innlent 23.3.2021 15:06
Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af. Innlent 23.3.2021 12:10
Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. Innlent 22.3.2021 14:44
Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. Innlent 22.3.2021 14:27
„Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. Innlent 22.3.2021 06:44
Svæðinu við gosið lokað vegna gasmengunar Við mælingar í morgun kom í ljós að gasmengun er á gossvæðinu í Geldingadal og er mælingin komin upp fyrir hættumörk. Innlent 22.3.2021 06:29
Slæmt veður á gossvæðinu og biðja fólk að snúa við Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til þeirra sem hyggjast ganga að gosstöðvunum í nótt að snúa við. Afar slæmt veður er á svæðinu og er spáð versnandi veðri í nótt. Innlent 22.3.2021 01:42
Segir að fólk hafi verið að „gleyma sér í gleðinni“ áður en svæðinu var lokað Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að vilji hafi verið til að hafa svæðið opið en fólk hafi hegðað sér fremur óvarlega á gossvæðinu í dag. Innlent 21.3.2021 17:26
Telja ekki hættu á gasmengun nema næst gosstöðvunum Eldgos heldur áfram og hraunflæði virðist vera stöðugt samkvæmt nýrri færslu Veðurstofu Íslands á Twitter. Innlent 21.3.2021 15:25
„Finnst fólk vera komið full nálægt þessu“ Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kveðst skilja áhuga fólks á því að vilja sjá eldgosið í Geldingadal með berum augum. Honum hugnist ekki að stilla upp löggæslu til að koma í veg fyrir að fólk fari inn á svæðið en brýnir á sama tíma fyrir því að mikilvægt sé að kynna sér þá hættu sem er til staðar á svæðinu. Fjöldi fólks hefur í dag lagt leið sína að gosstöðvunum en fólk er varað við því að fara of nálægt. Innlent 20.3.2021 20:12
Nýjar hrauntungur geta brotist fram á miklum hraða sem erfitt er að forðast á hlaupum Vísindaráð almannavarna varar við dvöl nálægt gosstöðvunum í Geldingadal. Mælt er með því að fólk virði fyrir sér gosstöðvarnar frá hæðum í kringum Geldingadal en fari ekki of nálægt. Til að mynda er varað við því að glóandi hraun geti fallið úr hraunjaðrinum og „hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram úr hraunjaðrinum með miklum hraða sem erfitt að forðast á hlaupum.“ Innlent 20.3.2021 18:54
Stríður straumur fólks í Geldingadal: Dæmi um að fólk mæti á gallabuxum og strigaskóm Fólk hefur í dag lagt leið sína í stríðum straumum að eldgosinu í Geldingadal. Lokað er fyrir bílaumferð inn á svæðið en fólki hefur verið hleypt inn á svæðið fótgangandi. Dæmi eru um að fólk hafi lagt af stað á vettvang illa búið fyrir þær aðstæður sem blasa við á svæðinu. Innlent 20.3.2021 17:51
Mjög óvarlegt að ganga nálægt svæðinu án þess að huga að gosmengun Gosið í Geldingadal er líklega minna en það sem kom upp í Fimmvörðuhálsi árið 2010 og ekki er talið að það muni hafa áhrif á flugumferð. Mesta hættan er af gasmengun en hún virðist þó ekki vera mikil að sögn veðurfræðings. Innlent 20.3.2021 12:29
Ekki líklegt að gasmengun berist til Grindavíkur Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir að eldgosið í Geldingadal hafi létt á spennu á svæðinu og þess sé vænst að jarðskjálftum muni fækka. Enn sé þó mögulegt að þeim gæti fjölgað, þó það sé ólíklegra. Innlent 20.3.2021 10:35
Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa. Innlent 20.3.2021 10:33
Boða til upplýsingafundar vegna eldgossins Almannavarnir og Veðurstofa Íslands boða til upplýsingafundar klukkan 14 þann 20. mars vegna eldgossins í Geldingadal. Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi. Innlent 20.3.2021 02:48
Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. Innlent 20.3.2021 01:39
„Það er engin bráðahætta í gangi“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var ræstur út í húsakynni Almannavarna í Skógarhlíð á tíunda tímanum í kvöld þegar flest benti til þess að eldgos væri hafið á Reykjanesi. Sú reyndist raunin. Innlent 20.3.2021 00:20
Almannavarnir biðla til almennings: Verið heima! Almannavarnir biðla til fólks um að halda sig heima og fylgjast með fréttum í stað þess að þjóta af stað til að fylgjast með nýhöfnu gosi. Innlent 19.3.2021 22:16